Víkurfréttir - 10.03.1988, Blaðsíða 5
MÍK Uli
juWt
Fimmtudagur 10. mars 1988 5
Fór út af brautinni
Flutningaflugvél af gerðinni
Boeing 737 frá El Salvador fór
um fimmleytið á sunnudags-
morgun út af akbraut flugvéla
að Leifsstöð. Tókst ekki að ná
henni aftur inn á brautina að
sögn Péturs Guðmundssonar
flugvallarstjóra og því varfeng-
in aðstoð frá slökkviliði Kefla-
víkurflugvallar og Ellert Skúla-
syni til að ná vélinni upp.
Sagði Pétur í samtali við
blaðið að vélin hefði verið að
koma frá Gander og var kom-
in að beygju er óhappið varð.
Sagðist hann ekki geta skýrt
frá því á þessari stundu
(mánudag) hvað hefði komið
upp á en vélin seig nokkuð nið-
ur í aurbleytu utan brautar-
innar þar sem klaki er að fara
úr jörðu.
Var flugvélin dregin inn í
flugskýli og skoðuð þar og
yfirfarin en fór síðan til Frakk-
lands um kl. 23 á sunnudags-
kvöld. Mannskapinn íflugvél-
inni sakaði ekki en hingað
kom hún aðeins til millilend-
ingar.
WJP
mr Fegurðardrottning
V Suðurnesja
verður krýnd í Glaumbergi
laugardaginn 12. mars.
- Uppselt í kvöldverð.
- Takmarkaður fjöldi miða eftir borðhald
seldir föstudag.
- Húsið opnað fyrir dansleik kl. 00.30.
Hljómsveit Grétars Örvarssonar leikur
fyrir dansi.
- Veitingahúsið Glaumberg óskar öll-
um keppendum góðs gengis.
Reiðhjóla-
árekstur í
Keflavík
Síðdegis á þriðjudag skullu
tvö reiðhjól saman á Víkur-
braut i Keflavík, með þeim af-
leiðingum að annað féll við og
var sá sem á því var fluttur
með sjúkrabíl á sjúkrahúsið,
en meiðsli hans reyndust
aðeins smávægileg.
Sýnir myndin er lögreglan
var að fjarlægja annað hjólið af
vettvangi.
FÖSTUDAGUR 11. MARS:
Opið 22-03. - Lalli og Jón þeyta skífur af
stakri snilld.
Nú er tækifærið
Verslunin RÓM, Tjarnargötu 3, er til sölu.
Góður sölutími framundan.
Upplýsingar í síma 12764 eftir kl. 19 og í
versluninni eftir kl. 13.
Ljósm.: hbb.
Viltu bjóða heimsmeistar-
anum ífermingarboðið?
Ef hann getur ekki komið, þá
getum við alla vega boðið
verðuga skákandstæðinga í
fermingarboðið, - skáktölvur,
viðurkenndar af sjálfum
heimsmeistaranum Garry
Kasparov.
Skáktölva er framtíðar
fermingargjöf. - Verð frá
kr. 2.300.-
Frístund
Holtsgötu 26 - Njarðvík - Sími 12002
"IfKASPAROV
///SAt
C H E S S
COMPUTER