Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.1988, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 10.03.1988, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 10. mars 1988 Verkamanna- bústaður Tveggja herbergja íbúð að Heiðarhrauni 30A er til sölu. Afhending í maí. Umsóknir ásamt tilskildum gögnum berist fyrir 1. apríl. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu bæj- arsjóðs og tekju- og eignavottorð þarf að fá frá skattstjóra. Grindavík, 22. febrúar 1988. Stjórn Verkamannabústaða í Grindavík Bílaleiga til sölu Upplýsingar í síma 11729. Til sölu 250ferm. iðnaðarhús að Iðavöllum í Kefla- vík. Útborgun samkomulag. Greiðist á átta ár- um. - UpplýsingargefurTrausti Einarsson í síma 12500 og 11753. Sálarrannsóknar- félag Suðurnesja Almennur skyggnilýsingafundur með miðlinum Megan Borrogh verður í húsi fé- lagsips, Túngötu 22,17. mars kl. 20.30. Öll- um heimill aðgangur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, EINARS ÓLAFSSONAR Norðurvöllum 10, Keflavik. Liss Óialsson Ólafur Einarsson Guöbjörg Halldórsdóttir Maríanna Einarsdóttir Þorsteinn Marteinsson Guörún Einarsdóttir Einar Páll Svavarsson og barnabörn. t Hjartans þakkir og blessunaróskir skulu hérfluttar þeim fjölmörgu einstaklingum, félögum og fyrir- tækjum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS A. ÞORSTEINSSONAR Túngötu 19, Keflavik. Sérstakar þakkir til Olíusamlags Keflavíkur og ná- grennis, einnig til sóknarnefndar, sóknarprests og starfsfólks Keflavíkurkirkju fyrir hlýhug og velvilja. Lifið öll heil í Guðsfriði. Hallbera Pálsdóttir Björg Ólafsdóttir Ásmundur Sigurösson Sigrún Ólafsdóttir Börkur Eiriksson Þorsteinn Óiafsson Katrin Guöjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. \>iKun juiUi Guömundur lnj;varsson yfirkokkur og Kristinn Jakobsson (t.h.) með einn framreiðslunemann, Bertu Guðmundsdóttur, á milli sín. Fyrir l'raman þau er salatbarinn. Ljósm.: epj. „Ekki grundvöllur fyrir fleiri veitinga- staði í Keflavík" - segir Kristinn Jakobsson, ,,Glóðar-bóndi“ Sem kunnugt er orðið urðu um áramótin eigendaskipti að veitingahúsinu Glóðinni í Keflavík. Síðan þá hafa orðið mikil umskipti á sviði veitinga- þjónustu í Keflavik, framundan eru margir nýir staðir og aukin harka í samkeppninni unt við- skiptavinina. Höfum við gert þessum brevtingum öllum ræki- leg skil og nú er komið að kynn- ingu á veitingahúsinu Glóðinni, sem hlutafclagið Miðtún rekur. Var því framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, Kristinn Jakobsson, tekinn tali. „Það hefur gengið vel og ég er ánægður með útkomuna, get ekki verið annað en bjart- sýnn. Þó janúar og febrúar hafi almennt verið frekar slakir mánuðir. í veitingasölu. Fólk hélt að sér höndum með að fara út að borða og notaði peningana frekar í eitthvað annað“, svaraði Kristinn spurningu um árangurinn fyrstu tvo mánuðina sem hann stóð i þessurn rekstri. - Nú hefur samkeppnin auk- ist mun meira en nokkurn óraði 'fyrir áður en þú fórst afstað, hvernig hefur það komið út? „Samkeppni hel'ur alltaf góð áhrif og því til góðs, en spurningin er bara hvað er hægt að ganga langt í þeim efnum. Frá upphafi hefur Glóðin verið talinn góður veit- ingastaður og var markmið mitt í upphafi og verður áfram að gera góðan stað enn betri“. - Er þá grundvöllur fyrir öll- um þeim veitingastöðum sem komnir eru eða eru í farvatn- inu? „Það er grundvöllur fyrir þeim veitingastöðum sem fyrir eru í Keflavík, þ.e. Glóðinni, Langbest, Brekku og Sjávar- gullinu, en ég tel vafa að það finnist grundvöllur fyrir fleiri staði hér í Keflavík" - Hvernig munuð þið mæta þessari óvœntu samkeppni? „Við tökum henni sem áskorun untaðgera góða hluti, gera okkar besta í að þjóna viðskiptavinunum og bjóða góðan mat“. - Kemur það fram í lægra vöruverði eða fjölbreyttari mat- seðli? „Vegna söluskattshækkun- ar sem skellt var á okkur í janú- ar neyddumst við til að hækka allt um 10% til að geta borgað Jóni Baldvin þessa 25% hækkun hans. Þá höfum við tekið upp nýjan hádegismat- seðil og salatbarinn er kominn al'tur. Aðal matseðillinn okkar er I endurskoðun og verður framvegis endurskoðaður á þriggja mánaða fresti og auk þessa gerum við fljótlega nokkrar breytingar varðandi þjónustuna í hádeginu. Verður hún markvissari og fljótari. Á fólk þá að geta snætt hér á þremur stundarfjórðungum hollan, góðan og undirstöðrík- an ntat fyrir lítið verð. En á kvöldin verður matseðill fyrir fólk sem vill njóta þess að fara út að borða“. - Hvernig fólk stundar Glóð- ina? „Almenningur, viðskipta- menn, forráðamenn fyrirtækja, starfshópar s.s. lögfræðingar, banka- og skrifstofumenn, sent konta hér í hópunt í há- deginu, en þaðeralltafaðauk- ast að fólk taki sig saman og komi hingað í hádeginu frekar en að fara heim, og taka þá bara súpuna og eitthvað smá- vegis“. - En hvað með framtiðina? „Framundan eru mikil og stór áforrn. Standa nú yfir samningaviðræður við Stein- þór Júlíusson um að Miðtún hf„ fyrirtækiðsem rekur Glóð- ina, taki að sér veitingarekst- urinn í nýja hótelinu. Einnig stendur til að taka upp nýjung- ar varðandi bakkamatinn, sem seldur er fyrirtækjum og þá aðallega fyrir skrifstofufólkið, en nokkur bið verður þó á þessu. Er hér urn að ræða al- gjörar nýjungar á þessu sviði hérlendis. Þá höfunt við tekið upp nýtt vörumerki og erum að gera andlitsbreytingu. Jafn- vel stækkum við og breytum hér el'ri hæðinni svo hægt verði að taka hingað stærri árshá- tíðir og einkasamkvæmi. Munum við sérhæfa okkur í funda- og árshátíðaþjónustu, en staðurinn hefur verið ol' lítill fyrir þetta. Við höfum á að skipa mjög hæfu starfsfólki, en þó hafa komið nokkur ný andlit, þ.á.m. nemar. Við munurn hér eftir sem hingað til bjóða upp á hin geysivinsælu hlaðborð í hádeg- inu á fimmtudögum, auk þess sem við bjóðum upp á kút- ntagakvöld þann 19. ntars. Þar mun Jóhann Guðmundsson (Jói Klöru) sjá unt að spila fyrir dansi. Fyrir þá sem ekki vita, þá eru kútmagaréttir í raun fiskréttahlaðborð með kútmögum og öllu tilheyr- andi af fiskréttum sem íslensk- ir kokkar geta eldað. Erum við því mjög bjartsýn á framtíð- ina“, sagði Kristinn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.