Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.1988, Side 7

Víkurfréttir - 07.04.1988, Side 7
muit {uíUi Sljórn Rauða kross deildar á Suðurnesjum framan við sjúkrabílana. Fimmtudagur 7. apríl 1988 7 FS bjóði út akstur Skólanefnd Fjölbrauta- skóla Suðurnesja hefur haft til umfjöllunar hugmyndir um breytingar á fyrirkomulagi varðandi akstur nemenda. Virðist á fundargerðum nefnd- arinnar að í sumum tilfellum séu uppi skiptar skoðanir um hvort bjóða eigi út akstur þennan. Var mál þetta m.a. tekið upp á fundi bæjarstjórnarinn- ar í Keflavík nú á þriðjudag. Bar Hannes Einarsson, bæjar- fulltrúi, þar upp tillögu jjess efnis að bæjarstjórnin sam- þykki að beina þeim tilmælum til stjórnar Fjölbrautaskóla Suðurnesja að viðkomandi akstur verði boðinn út. Var til- laga þessi samþykkt sam- hljóða. Veislu- þjónustan hf. Iðavöllum 5 Simi 14797 Nýi sjúkrabíllinn afhentur B.S. Hinn nýi sjúkrabíll Rauða Kross deildar á Suðurnesjum hefur nú verið afhentur Bruna- vörnum Suðurnesja til rekst- urs. Af því tilefni bauð RK deildin til smá uppákomu síð- asta virkan dag marsmánaðar, sem var miðvikudagurinn í dymbilvikunni. Var uppá- koma þessi haldin á slökkvi- stöðinni í Keflavík. Fjöldi gesta var viðstaddur s.s. sveitarstjórnarmenn, stjórnarmenn úr Brunavörn- um og Rauða Kross deildinni, fulltrúar frá sjúkrahúsinu, læknum, lögreglu, Rauða Krossi Islands, slökkviliðs- menn, sjúkraflutningsmenn o.fl. En að sögn Gísla Viðars Harðarsonar, form. RK deild- arinnar, var dagsetning þessi einmitt miðuð við að nú um mánaðamótin tók fastalið Brunavarna Suðurnesja til starfa og annast nú þjónustu á sjúkraflutningum á svæðinu en nánar er greint frá því ann- ars staðar í þlaðinu. Eftir ræðuflutning Gísla Viðars og Ingaþórs Geirsson- ar, slökkviliðsstjóra, afhenti Gísli Viðar Ingaþór lykla hins nýja sjúkrabíls. En bíll þessi er mjög fullkominn að öllu leyti og býr yfir þeirri tækni sem best þekkist í sjúkrabílum í dag. Bíllinn er af gerðinni Ford Econoline 350, háþekju- bíll. Suðureyrar- togari landar I Njarðvík Suðureyrartogarinn Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700 kom til Njarðvíkur og landaði þar afla í fjóra gáma til útflutnings. Er það frekar fátítt að skip ut- an að landi komi til hafna á Suðurnesjum til að landa til útflutnings. Gísli Viðar Harðarson (t.v.) formaður RK deildar á Suðurnesjum afhendir Ingaþór Geirssyni, slökkviliðsstjóra BS, lyklana að nýju sjúkrabifreiðinni. Ljósm.: epj. FíÖr Um helgina SKEMMTISTAÐUR Opið íöstudagskvöld kl. 22 - 03. Hin írábæra hljómsveit Upplyfting leik- ur fyrir dansi. - Aldurstakmark 18 ára. Diskótek laugardag kl. 22 - 03. Aldurstakmark 20 ára. - Oll bestu lögin leikin. - SJÁVARÖULLID V RESTAURANT Opið föstudag og laugardag frá kl. 18.30. Borðapantanir i síma 14040. Ath.: Enginn aðgangseyrir í Glaumberg {yrir matargesti í Sjávargullinu.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.