Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.1988, Page 14

Víkurfréttir - 07.04.1988, Page 14
\>iKun 14 Fimmtudagur 7. apríl 1988 UMFN íslandsmeistari í 3. flokki kvenna 3. flokkur kvenna úr Njarð- vík tryggði sér íslandsmeist- aratitilinn í handbolta er liðið sigraði Gróttu í úrslitaleik 13-12. Urslitakeppnin fór frant í Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Njarðvíkurstúlkurnar unnu alla sína leiki í úrslitakeppn- jnni. Fyrst sigruðu þær KR 17- 13, því næst Selfoss 15-12, loks Fram 11-10 og síðast Gróttu í úrslitum 13-12. Það leit þó ekki út fyrir sigur UMFN því þegar 3 niín. voru til leiksloka var Grótta yfir 11-8. En UMFN stúlkurnar með þær Kristínu Blöndal og Hörpu Magnúsdóttur bestar skoruðu síðustu 4 mörkin. Þessi kjarni, sem skipar 3. Bokk UMFN, var íslands- meistari 1986 og stúlkurnar eiga allar eitt ár ef'tir enn í 3. Ookki og ættu því aðgeta varið titilinn næsta ár. 1. flokkur UMFN, íslandsmeistarar 1988. 1. flokkur UMFN íslandsmeistari Njarðvíkingar tryggðu sér enn einn titilinn í körfuknatt- leik á þessu tímabili. Fyrsti flokkur félagsins sigraði ná- grannana úr Keflavík_ 74:72 í spennandi úrslitaleik. ÍBK var yflr mest allan leiktímann, mest 14 stig í fyrri hálfleik. En Njarðvíkingar, með gömlu brýnin Stefán Bjarkason, Gunnar Þorvarðarson og Þor- stein Bjarnason í fararbroddi, létu ekki deigan síga, þeir ntinnkuðu muninn jafnt og þétt og áttu svo lokaorðin í leiknum með því að skora 7 síðustu stigin og tryggðu sér sigur. 2. flokkur ÍBK Bikarmeistari 2. Ilokkur ÍBK varð bikar- íslandsmótinu en margir leik- meistari í körfuknattleik á menn liðsins leika með meist- dögunum. Liðið varð í 2. sæti í araflokki. Ljósm.: mad. jutUi Isak Tómasson, fyrirliði UMFN, heldur í Islandsmeistarastyttuna, en þeir Hreinn Hreinn Þorkelsson IBK, Tómas Holton Val og Henning Hcnningsson Haukum, toga í hann eins og hungraðir úlfar. Ljósm.: pkct. Úrslitakeppnin í úrvalsdeildinni í körfu: IBK og HAUKAR leika í Keflavfk í kvöld ,,Ég er sæmilega bjartsýnn. Við höfum undirbúið okkur vel fyrir úrslitakeppnina og erum til í slaginn. Leikurinn í kvöld leggst vel í mig og ég geri mér vonir um sigur í tveimur leikjum“ sagði Gunnar Þor- varðarson, þjálfari IBK, um leik þeirra við Hauka í kvöld í íþróttahúsi Keflavíkur, á blaðamannafundi sem Körfu- knattleikssambandið hélt á Glóðinni í fyrradag í tilefni af úrslitakeppninni. „Keflvíkingar eru alltaf erf- iðir heim að sækja en við ætl- um okkur ekkert annað en sig- ur“ sagði Pálmar Sigurðsson, þjálfari og Haukaleikmaður. Fyrsti leikur liðanna er í kvöld og hefst kl. 20. Næsti leikur liðanna er í Hafnarfirði á sunnudag. Ef til þriðja leiks kemur fer hann fram í Kefla- vík á þriðjudag kl. 20. „Ekkert alltof bjartsýnn“ „Við erum ekki í okkar besta formi. Minniháttar meiðsl hafa herjað á nokkra leikmenn og því ekki æft af fullum krafti. Þetta verður ekki auðvelt en við ætlum okk- ur auðvitað í úrslitin og verja titilinn" sagði Valur Ingi- mundarson, þjálfari UMFN, um leikina gegn Valsmönn- um. „Njarðvíkingar eru ekki ósigrandi og ef við náum okkur vel á strik þá er aldrei að vita hvað gerist“ sagði Tómas Holton, Valsmaður. Næsti leikur liðanna verður á Hlíðar- enda á laugardag kl. 14. Tillaga um útlenda leikmenn Á blaðamannafundinum á Glóðinni kom fram að stjórn KKI mun leggja fram tillögu á næsta ársþingi um hvort leyfa eigi erlenda leikmenn í úrvals- deildinni næsta keppnistíma- bil. Fulltrúar ÍBK, UMFN og Hauka eru allir sammála um að leyfa erlenda leikmenn en Valsmenn gáfu ekki út yfirlýs- ingu um málið á fundinum. Ef tillaga þessi verður samþykkt er þó ekki víst að UMFN muni fá sérerlendan leikmann. „Við erum ekki bara að hugsa um sjálfa okkur í þessu máli, held- ur um íþróttina. Við teljum það henni til heilla" sagði Val- ur Ingimundarson. „Það hef- ur mikið verið rætt um þetta á undanförnum árum en nú reynir á afstöðu félaganna“ sagði Kristinn Albertsson, körfuknattleiksdómari og rit- ari KKÍ. Breytt deildarskipulag Á ársþinginu kemur einnig til afgreiðslu tillaga, reyndar þrjár tillögur, um breytt deild- arskipulag á úrvalsdeildinni. Má telja nokkuð víst að breyt- ing verði samþykkt, hver sem hún verður. Árangur Suðurnesjamanna Árangur einstakra leikmanna, þ.e. þeirra bestu í UMFN og IBK í stigaskori og þriggja stiga körfum og flestar villur, er svona að lokinni undankeppni úrvalsdeildarinnar: Flest stig: stig Meðalt. Valur lngimundars. UMFN .. 330 20.6 Guðjón Skúlason ÍBK 214 15.2 ísak Tómasson UMFN 207 13.8 Jón Kr. Gíslason ÍBK 184 11.5 Hreinn Þorkelsson ÍBK 184 11.5 Helgi Rafnsson UMFN 178 12.7 Teitur Örlygsson UMFN 174 10.8 Sigurður lngimundars. ÍBK .. 167 10.4 Hreiðar Hreiðarsson UMFN . 142 8.8 Magnús Guðfinnsson ÍBK ... 138 8.6 Þriggja stiga körfur: Valur lngimundarson UMFN ................. 38 Hreinn Þorkelsson ÍBK .................... 22 Guðjón Skúlason ÍBK 19 ísak Tómasson UMFN ....................... 17 Teitur Örlygsson UMFN .................... 17 Flestar villur: Sigurður lngimundarson ÍBK ................ 56 Sturla Örlygsson UMFN ..................... 54 Helgi Rafnsson UMFN ...................... 50 ísak Tómasson UMFN ....................... 49 Magnús Guðfinsson ÍBK .................... 49 Hreinu Þorkelsson ÍBK .................... 46 Axel Nikulásson ÍBK ...................... 44 Hreiðar Hreiðarsson UMFN ................. 44 Valur lngimundarson UMFN ................. 43 Guðjón Skúlason ÍBK ...................... 38 Vítahittni: Skot/stig Nýting % Kristinn Einarsson UMFN ... 4/4 100.00 Valur Ingimundarson UMFN 85/70 82.35 Ellert Magnússon UMFN .... 13/10 76.92 Falur Harðarson ÍBK .......... 45/34 75.56 Jóhannes Kristjánss. UMFN . 40/30 75.00 ísak Tómasson UMFN ........... 51/38 74.51 Hreinn Þorkelsson ÍBK........ 33/24 72.56 Axel Nikulásson ÍBK........... 36/26 72.22 Árni Lárusson UMFN........... 19/13 68.42 Guðjón Skúlason ÍBK .......... 40/27 67.50

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.