Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 07.04.1988, Blaðsíða 20
AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að VallargÖtu 15. - Símar 14717, 15717. SPURÐU SPARISJÓÐINN Átta listamenn með sýningar samtímis U n n e n d u r I i s t s ý n i n g a þurftu ekki að kvarta yfir skorti á sýningum við sitt hæfi nú um páskana, því þá sýndu eigi færri en átta listamenn samtímis á Suðurnesjum. Sex þeirra voru með sýningar í tengslum við menningarvöku Suðurnesja en tveir þar fyrir utan. /Þau sem voru í tengslum við menningarvökuna opnuðu öll á skírdag. En sýningar þeirra stóðu aðeins yfir hátíðardag- ana. Þær Halldóra Ottósdótt- ir og Þórunn Guðmundsdótt- ir voru með sýningu í Grunn- skóla Sandgerðis, Erlingur Jónsson, Ásta Pálsdóttir og Halla Haraldsdóttir stóðu að málverka- og höggmyndasýn- ingu í Fjölbrautaskóla Suður- nesja og Sigríður Rósinkars- dóttir hafði sýningu í Festi í Grindavík. Sama dag opnaði Erla Sig- urbergsdóttir sýningu á olíu- málverkum og keramiki að Hafnargötu 35 i Keflavík og er sú sýning opin fram til 17. apríl. Síðast er svo upp að telja sýningu Guðmundar Marías- sonar á veitingastaðnum Brekku í Kellavík. Á stærri myndinni sést krummi taka við æti og á þeirri minni er hann sjálfur að tína upp franskar. Ljósm.: hpé./Grindavík Grindavík: Krummi hrifinn af frönskum Hrafn einn hefur gert sig heimakominn við hús eitt í Grindavík að undanförnu. Hefurhann m.a. veriðsvogæf- ur að hann hefur étið úr hönd húsfreyjunnar og úr sorppok- um og jafnvel tekið þá affólki. Að sjálfsögðu var honum gefin góð máltíð nú um pásk- ana, feitt og mikið hrossakjöt. Át hann það með góðri lyst en var þó hrifnari af frönskum kartöflum, hvort sem þær voru steiktar eða hráar. Þá lét hann ávallt vita af sér þegar hann kom að húsinu með því að gogga í stofuglugg- ann. Hvað um það, með grein þessari birtast tvær myndir af krumma sem fréttaritari Vík- urfrétta í Grindavík, Helga Pétursdóttir, tók. Brunavarnir Suðurnesja: Vaktir hafnar á slökkvistöðinni Merkur ál'angi á sviði örygg- ismála hófst kl. 8 að morgni föstudagsins langa, sent nú bar upp á 1. apríl. Þá hófust vaktir á slökkvistöðinni i Kellavík sem nú standa yfir allan sólar- hringinn fyrir sjúkrallutninga og slökkvilið. Aðeins einni klukkustund eftir að vaktir hófust kom fyrsta útkallið. Um var að ræða sjúkrallutning með hjarta- sjúkling. Á vakt eru hverju sinni tveir sjúkra- og slökkvi- liðsmenn auk yfirmanns, og við útkall er kallaður inn bak- vaktarmaður svo hægt sé að sinna öðru útkalli á meðan. Fari þeir út eru enn aðrir kallaðir inn. Fastaliðið sem nú gengur vaktir er skipað átta mönnum auk tveggja yfirmanna og síðan eru tveir eldvarnaeftir- litsmenn. Frá L febrúar hefur staðið yfir þjálfun viðkomandi manna og hafa 9 þeirra nú full- gild réttindi sem sjúkraflutn- ingsmenn og allir 12 fullgildir slökkviliðsmenn. Auk þessa er gert ráð fyrir varaliði sem kallað yrði út ef t.d. niikill eldsvoði kæmi upp. Mun þetta nýja lið þjóna sjúkraflutningum á öllum Suðurnesjum nema Grindavík, en slökkvistarfi í fimm af sjö sveitarfélögum Suðurnesja, þ.e. Sandgerði og Grindavík undanskilið. Þá eru uppi hug- myndir um að vaktin sinni einnig brunasíma Slökkviliðs Miðneshrepps. Þessir stóðu fvrstu vaktina. F.v.: Jóhannes Sigurðsson, aðstoðarslökkviliðs- stjóri, Baldur Baldursson og Gísli Viðar Harðarson. Ljósm.: epj. Kona slasaðist í hörðum árekstri Mjög harður árekstur tveggja bifreiða varð á gatnamótum Túngötu og Aðalgötu síðasta þriðju- dag. Við áreksturinn slas- aðist kona í öðrurn bílnum. Er blaðið fór í prentun Ragnar leikur með Keflavfk Ragnar Margeirsson, knattspyrnumaður úr Kefla- vík, er á heimleið frá Þýska- landi. Hann hefur fengið fá tækifæri með 1860 Munchen og liðið á ekki lengur tæki- færi á að komast í 2. deildina þýsku. Ragnarkemurheimá morgun og mun hefja æfing- ar með IBK og verður því löglegur með liðinu áður en Islandsmótið hefst. var ekki Ijóst hversu alvar- leg meiðslin voru en konan arfluttfyrst ásjúkrahúsiðí Keflavík en síðar á sjúkra- hús í Reykjavík en talið var að um innvortis meiðsli hafi verið að ræða. Þetta var lystar-lega gert hjá krumma.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.