Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1988, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 14.04.1988, Qupperneq 6
ViKurt 6 Fimmtudagur 14. apríl 1988 UMit Frítt videotæki i viku! Þú þarí't ekki að leigja nema eina spólu á dag. PHOENIX-VIDEO S. 14822 Dúbl í horn! Billiard (snóker) er skemmtileg íþrótt sem allir geta leikið, ungir sem eldri. Leiðbeinendur ef óskað er. Sjö 12 feta borð og kjuðar fyrir alla. Knattborðsstofa Suðurnesja Grófinni - Keflavik - Simi 13822 OPIÐ alla daga frá kl. 11.30-23.30. Pantið tíma eða komið. VIG-3RUM A JEte/HHÍ... -9\ússmift Bón og þvottur Djúphreinsun á sætum og teppum Vanir menn. Sækjum og sendum bila ef óskað er. Upplýsingar í sima 12271. Reynið þjónustuna. Bónstöðin Glæsir (Geymið auglýsinguna) orðvar Feimnismál Loksins virðist einhver regla og eftirlit komið á ferð- ir Islendinga inn áflugvöliinn. Þangað komast nú ekki aðrir en þeir sem þar stunda vinnu eða eiga þangað jafn brýnt, tímabundið erindi. Svo er að sjá sem herstjórn- in eigi frumkvæðið að þessum framförum. Hún sendi út til- kynningar til íslendinga sem starfa innan svæðisins og hef- ur í framhaldi af því sett her- lögreglumenn i hliðin sem krefjast viðeigandi vegabréfa af öllum sem hyggjast fara inn á herstöðina. Hópar biind- fullra íslendinga ríða þar varla húsum á næstunni. Rockwille hefur reyndar sömu sérstöðuna og áður, þar er allt galopið hverjum sem er. Lögregluembættið á flug- vellinum lýtur ekki sömu yfir- stjórnar og önnur lögregluem- bætti í landinu, heldur fellur það undir Varnarmáladeild ut- anríkisráðuneytisins, sem hefur lítið látið frá sér fara um hert eftirlit að vellinum. Flestir islensku lögreglumennirnir sitja steinrunnir í hliðunum sem fyrr, með hendur í skauti og hafast lítið að. Eftirlit með mönnum og tækjurn út af 11 ug- vellinum virðist í lágmarki. í verkfalli lögreglumanna fyrir fáeinum árum sýndu þeir slík tilþrif i hliðunum að smá lotn- ingarneisti kviknaði í brjóst- uin venjulegra manna sem þar áttu leið um. Síðan hafa vinnubrögð þeirra verið svo einstaklingsbundin að ætla mætti að engar starfsreglur eða vinnulýsing væri fyrir þá til að vinna eftir. Á einum stað í varnarsamningnum segir: „Hermenn í liði Bandaríkj- anna skulu að jafnaði vera einkennisklæddir.“ Þarna er efiaust átt við þegar þeir eru við skyldustörf og eins þegar þeir fá útivistarleyfi af flug- vellinum, samanber sjóliða af herskipum í landgönguleyfi. Strangar reglur eiga að gilda um fjarvistir hermanna frá herstöðinni. Allir sjá hvaða ábyrgðarleysi fylgir því að hleypa hálfum herafianum stjórnlaust út af flugvellinum til að mála bæinn rauðan, ef til varnaraðgerða kæmi fyrir- varalaust. A öðrum stað í samningnum segir: „Liði Bandaríkjanna og skylduliði iiðsntanna á íslandi ber að virða íslensk lög og hafast ekkert það að sem fer í bága við anda þessa samnings..." íslcndingar hafa þá skýlausa lögsögu á Islandi samkv. ákvæði þessu. Afskipti banda- rískra hermanna af ferðuin eða athöfnum íslendinga utan flugvallar er því með öllu ólíð- andi. Alvopnaðir hermenn, af hvaða þjóðerni sem er, á þvæl- ingi inn í islenskum þorpum og bæjum, er með alvarlegri málum sem upp koina á Is- landi. Mál sem ríkisstjómin á skilyrðislaust að hafa afskipti af. Skýring blaðafulltrúa hersins á ferðum vopnaðra hermanna um Hafnargötuna fyrir skömmu þótti mörgum all rússnesk. Engin þörf var að harma atburðinn, hann getur allt eins endurtekið sig á morgun. Mönnum er villu- gjarnt á Sandgerðisheiðinni., Hersetan hefur frá upphafi verið feimnismál. Oæskilegir atburðir tengdir varnarliðinu eru gjarnan þaggaðirniðurog trúlega hafa ýmis agamál far- ið úr böndunum þess vegna. Okkur ber samt að virða og muna þá hluti sem vel hafa tekist af beggja hálfu. Ef gagnkvæmur skilningur og virðing á að einkenna sam- skipti |)jóðanna, sem cr nú skúrri kosturinn, verður að taka á þessum málum afheið- arleika og blygðunarleysi í „anda samningsins“. Gísli, Sævar, Jón og Sigurbjartur í úrsíitakeppnina Undankeppni í getrauna- leiknum er nú lokið. Fjórir tipparar komust í úrslit og spila í 4 vikur. Þeir eru Gísli Heiðarsson, en hann varð efstur í undankeppninni með 9 rétta og síðan komu þrír jafnir með 8 rétta hver, Sævar Júlíusson, Jón Hall- dórsson og Sigurbjartur Loftsson. Það má hér um bil segja að þetta sé keppni á milli byggðarlaga, því Gísli er Garðmaður, Sigurbjartur Grindvíkingur og Sævar og Jón eru Keflvíkingar. Til mikils er að vinna. Sigurvegarinn, „Getrauna- spekingur Víkurfrétta 1988“, hlýtur ferð til London með Samvinnuferðum-Land- sýn á úrslitaleik ensku bikar- keppninnar í knattspyrnu. Nú er ljóst hvaða lið þar eig- ast við. Það eru engir aðrir en stórmeistararnir frá Liver- pool og spútnikliðið Wimble- don. Það verður örugglega Gísli Sævar skemmtilegur leikur. Það er því til mikils að vinna. Fyrsta umferðin er þó ekki úr ensku knattspyrnunni, heldur leikir úr þýsku Bund- esligunni og skosku úrvalsdeildinni. Hvað um það, hér koma raðirspeking- anna: Jón Sigurbjartur

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.