Víkurfréttir - 14.04.1988, Qupperneq 11
VÍKUR
MlKUrt
Fimmtudagur 14. apríl 1988 11
MÁLVERKASÝNING
Erlu Sigurbergsdóttur
Málverkasýningu Erlu Sigurbergsdóttur lýkur
á sunnudaginn 17. apríl. Opiö kl. 14-20 virka
daga og kl. 14-18 um helgina. - Allirvelkomnir.
Ársveisla
Föroyaklúbbs Suðurnesja
verður haldin í Golfskálanum, Leiru, 23.
apríl kl. 20.
Borðhald - Skemmtiatriði - Happdrætti
Góðir vinningar. Dans fram eftir nóttu.
Miðapantanir í símum 11078 og 37559.
Vinsamlegast pantið sem fyrst.
Stjórnin
ÍSMARK
ÍSVÉLAROG
ÍSBLÁSARAR
ÍSMARK isvélarnar hafa sýnt og sannað gildi sltt bæði
tii sjós og lands þar sem kröfur eru gerðar til afkasta
og endingar. Með þeim er auðvelt að ráða formstærð
og þykkt íssins enda helst fiskur sem hefur verið
ísaður með ÍSMARK ís ferskur og áferðarfallegur.
ÍSMARK ísvélarnar eru til í fjórum stöðluðum
stærðum: fyrir ferskt vatn eða sjó, á land eða í skip.
Með ÍSMARK blásurum heyrir ísmoksturinn sögunni til.
Þeir blása ísnum 10-50 metra og afköstin eru 20-40
tonn á klukkustund. ÍSMARK ísblásarar fara betur með
ísinn og stuðla jafnframt að auknum afköstum.
Vinsamtegast hafið samband. Við veitum allar
upplýsingar um verð og greiðsluskilmála.
(utm
| (utm
„Algjört skilyrði
að vera manneskja
- á eftir því kemur listin“, segir Erlingur Jónsson
Erlingur Jónsson er maður betur þckktursem listamaður Suðurnesja. Hann hefur
uni árabil skilið eftir sig hin ýmsu listaverk um allan bæ og ófáar eru þær brjóstmynd-
irnar sem hann hefur gert af merkari mönnum bæjarins. Það var því kærkomið
ánægjuefni að heyra að hann skyldi vera valinn til að vinna það listaverk, er veita átti
okkar stórmerka Nóbelsskáldi, Halldóri Laxness, að gjöf á Menningarvöku okkar
Suðurnesjamanna, sem haldin var um páskana. Þar sem Erlingur býr nú erlendis
báðum við hann um að líta aðeins við til okkar í spjall, áður en hann héldi heim á leið.
Við spurðum hann fyrst hvort ekki væri alltaf jafn gott að koma heim til íslands,
heim í sæluna?
„Jú, alltaf jafn gott“.
- / framhaldi af því að þú
gafsi Laxness hestinn, er ekki
erfiu uð skilja við verkin?
„Við skulum leggja alla
áherslu á að það var ekki ég
seni gaf Laxness hestinn,
heldur við öll, og það var
virkilega gleðilegt að hann
skyldi vera svo lítillátur að
taka við honum, þessi
stórmeistari. Að skilja við
verkið, ja, nei, ég get ekki sagt
það, enda gáfum við honum
það af því hvað við metum
hann mcira en aðra menn“.
- Hvaða eiginleikar eru lista-
manni einkum nauðsynlegir?
„Rodein sagði að algjört
skilvrði væri að vera mann-
eskja. A eftir því kærni listin og
allt þess háttar. Nú, það verður
að vera áhugi, vilji og þraut-
seigja til að geta unnið og
vandað sig“.
- Haja vi'ssir straumar eða
stefnur haj't einliver úhrifá verk
þín rneir en önnur?
,,Já, það má segja að
íslenskar bókmenntir og þá
sérstaklega þær eftir Laxness,
haft haft mikil áhrif á mig. Nú,
einnig hafa áhrif komið frá
meðbræðrunt mínum, enda ef
við getum verið manneskjur,
þá höfum við hæfileika til að
ná sambandi við aðra“.
- Hver voru þinfyrstu kynni
af verkum Halldórs Laxness?
„Mín fyrstu kynni voru af
formála að bók um myndir Jó-
hannesar Kjarval og þann
formála mæli ég með að hver
maður lesi. Þar fjallar Halldór
um muninn að sjá hiutina eins
og þeir „eru“ og „eru ekki".
Að sjá er svo margþætt og
langvarandi ferli og því lýsir
Halldór afskaplega vel í þcss-
um formála".
- Er eitthvert eitt verka hans
í meira uppáhaldi hjá þér en
önnur?
„Fyrir mitt leyti segi ég að
Heimsljós sé fallegasta bók
sem ég hef lesið, en það er
sania hvar maður ber niður hjá
lionum, alls staðar dvelur
maður við“.
- En svo við snúum okkur að
þér sjálfuin. Hvenœr snerir þú
þér að listagyðjunni?
„Já, hvenær er það list og
hvenær ekki? Það er liægt að
færa rök fyrir því að börn séu
heilmiklir listamenn og ég held
að ég eigi erfitt með að tiltaka
eitthvað ákveðið tímabil sem
mín fyrstu kynni“.
- Telur þú þig hátíðlegan í
lúlkun þinni á verkum þínum?
„Ef ég reyni við einhverja
mynd, þá er það oftast vegna
einhvers áreitis og þá reyni ég
sem best að vanda mig og gera
eins vel og ég get. Að því leyti
tel ég mig kannski hátíðlegan,
cn nei, ég held ég geri það ekki
að öðru leyti. Mér finnst ákaf-
lega gaman að þessu og þetta
eru spurningar sem ég svara
oft á ómeðvitaðan hátt“.
- Hvernig hagar þú þinni
vinnu, ertu með margt í takinu
eða tekur þú hvert verkfyrirsig
í einu?
„Yfírleitt er maður með
fleira en eitt og fleira en tvennt
í takinu á hverjunt tinia, en ég
legg mig aðallega að einu verki
í einu. Vinnutíminn cr venju-
lega sá sami, þ.e. frá morgni til
kvölds".
- Attu þér eitthvert eftir-
lœtis myndefni?
„Þrívíðar myndir höfða
mest til mín. Maður getur þá
valið sibreytileg sjónarhorn og
litið á þær hvernig sem manni
hentar"
- Ertu a/ltaj' að leita að
mótivum?
„Nei, ég held að vandinn sé
að velja úr öllu því efni sem ég
á, frekar en að mig vanti“.
- En horfa ekki listamenn
öðrum augum á umhverfi sitt en
aðrir?
„Ég held að það sé aldrei
sama sinni hjá tveirn þó santa
blysið báðir þeir llíki", sagði
Einar Ben einhvern tíma, og ég
held að það svar standi vel
undir þessari spurningu".
- En þú ert ennþá að kenna?
„Jú, ég kenni ennþá, þó
minna en áður. En hef alltaf
jafn gaman af því“.
- Þú œtlar að halda þér fast í
listagyðjuna um komandi ár?
„Já, ég vona að ég geti
haldið þessu áfram og þá helst
náð einhverjum þolanlegum
árangri".
- Nú býrð þú í Osló, hvernig
er að vera þar?
„Ekkert nema gott um
Norðmennina að segja, þeir
hafa komið vel fram við mig,
en þó ég búi þar núna, þá er ég
ekkert annað en starfandi gest-
ur og auðvitað á leiðinni
heim“.
- Hvaðfinnst þér nú jákvœð-
ast við íslenskt mannlíf svona í
samanburði við þegar þú bjóst
hér heima siðast?
v„Það er hversu Islendingar
ferðast mikið núna miðað við
það sem þeirgerðu. Nú, svo er
hér alltaf svo hreint
andrúmsloft en heldur hraðari
sveifla".
„Eitthvað sem þú saknar
einna helst?
„Já, það er að geta ekki
fylgst með íslenskri pólitík
nægilega vel. Minn tími fersvo
mikið í verkin að ég hef ekki
gefið mérneinntímatilaðlítaí
dagblöðin að heintan ogfylgist
því síðurmeðen maðurgerði".
Að þessum orðum sögðum
kveðjum við Erling Jónsson,
listamann með meiru, og
þökkum honum kærlega fyrir
hans skerf til menningar og
lista sem án efa verður ekki
hans síðasti fyrir hönd okkar
Suðurnesjamanna.
Erlingur Jónsson og Laxnesshjónin, Halldór og Auður, virða fyrir sér Krapa. hestinn sem Suður-
nesjamenn færðu Nóbelsskáldinu að gjöf. Ljósm.: Bökur Birgisson
Rugludallar. Ljósm.: hbb.
ÓfflSSANDI UPPSLÁTTARRIT
Kennitölur, nafnnúmer og aðrar helstu upplýsingar um 10.000 starfandi
fyrirtæki alls staðar á landinu er að finna í
JSLENSK FYRIRTÆKI1988“
Vantar þig gólfteppi, bátakrana eða einhvem til að sjá um tískusýningu eða ráðstefnu?
Upplýsingar um útflytjendur, erlend umboð eða farsímanúmer einhvers íslensks skips?
Svarið finnur þú í „ÍSLENSK FYRIRTÆKI1988“.
ÍSLENSK FYRIRTÆKI - ómissandi uppsláttarrit í 18 ár.