Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1988, Síða 13

Víkurfréttir - 14.04.1988, Síða 13
\>iKun juíUt Fimmtudagur 14. apríl 1988 13 Keflavík: Náttúru- spjöll unnin við Mána- götu Slæmar skemmdir eru í grassvörðinum á Mánanum. Ljósm.: hbb. Eldflaugar- SKOT SPECIPUMHF SÍMI29166 Einhverjir hugsunarlausir einstaklingar unnu í síðustu viku náttúruspjöll á Mánan- um svokallaða við Mánagötu í Keflavík. Hafa þeir ekið þvers og kruss eftir grasinu og skemmt svörð þess. Af þessu tilefni hafði blaðið samband við Jón B. Olsen, yfirverkstjóra og garðyrkju- fræðing Keflavíkurbæjar. Sagði hann þetta um málið: „Ég harma að svona skuli eiga sér stað og að menn skuli ekki bera meiri virðingu fyrir því sem verið er að gera til fegrun- ar í bænum og að menn skuli ekki láta þetta í friði.“ Tökum við undir þessi orð Jóns og skorum á bæjarbúa að fylgjast með því ef ekið er á hinum ýmsu grænu svæðum bæjarins og kæra slíkt athæfi hið snarasta til réttra yfir- valda. Týndur maður í góðu yfirlæti á hóteli í Keflavík Síðasta Iaugardag var auglýst í sjónvarpi og út- varpi eftir 32 ára gömlum manni sem saknað hafði verið í Reykjavík frá því á þriðjudag í síðustu viku. En þá hafði maðurinn átt að taka rútu til vinnu sinn- ar en skilaði sér ekki. Skömmu eftir að mynd af manninum birtist ásjón- varpsskjánum barst lög- reglunni í Reykjavík hring- ing frá Hótel Keflavík þar sem sagt var frá því að maðurinn væri þar og hefði dvalið frá því á þriðjudag í góðu yfirlæti án þess að nokkurn hefði grunað að hans væri saknað. Fékk lögreglan í Reykjavík síðan kollega sína í Keflavík til að sækja manninn og flytja til móts við Reykjavíkur- lögreglu. Hitaveitan: Aðveitustöð við Aðalgötu í máli Alberts Albertssonar, framkvæmdastjóra tæknisviðs Hitaveitu Suðurnesja á aðal- fundi veitunnar um síðustu helgi kom fram að áætlaðerað reisa nýja aðveitustöð við Að- algötu í Keflavík í sumar. Hér er um fjárfestingu upp á 27 milljónir að ræða en aðveitu- stöð þessi á að vera komin í gagnið í árslok eða byrjun næsta árs. Mun stöð þessi þjóna Flug- stöð Leifs Eiríkssonar og efri hluta Keflavíkur. Einnig er til umræðu að hún þjóni hinni nýju radarstöð sem reist verð- ur skammt frá Leifsstöð og mun koma í stað Rockville- stöðvarinnar. Þá hefur Hitaveitan ákveð- ið að byggja 132 kw rafmagns- línu úr Svartsengi og niður á Fitjar til þess að tryggja örugg- an flutning raforku. Kemur lína þessi í stað þeirrar sem nú liggur frá Vogum til Grinda- víkur og er orðin mjög ótraust. Tveir góðir hjá Landsbankanum Afmæusreikningur FULL VERÐTRYGGING + 7,25% vextir E INKA REIKNINGUR GÓÐUR LAUNAREIKNINGUR HÁIR VEXTIR YFIRDRÁTTARHEIMILD LAUNALÁN Kynnið ykkur þjónustu Landsbankans. Banki allra Suðurnesjamanna. L Landsbanki íslands Keflavikurflugvelli, Sandgerði, Grindavik

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.