Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1988, Page 19

Víkurfréttir - 14.04.1988, Page 19
mm juiUi Fimmtudagur 14. apríl 1988 19 HARKA A RUNTINUM Mjög harður árekstur varð á annarri endastöðinni á Hafnargöturúntinum í Keflavík. Hér er um að ræða gatnamót Vesturbrautar, Duusgötu og Hafnargötu. Hafði bifreið komið Hafnargötuna og snúið við umhverfis eyju á gatnamótunum en í sama mund kom önnur bifreið af Hafnargötu og beygði upp Vesturbraut. Er bifreiðin, sem var að snúa við, mjög mikið skemmd eins og sést á myndinni. Ljósm.:epj. Yfireldvarnaeftirlitsmaður segir upp Guðmundur R.J. Guð- mundsson yfireldvarnar- eftirlitsmaður hjá Bruna- vörnum Suðurnesja hefur sagt starfi sínu lausu nú eft- ir að hafa gegnt því í tæpa fjóra mánuði. Var uppsögn hans tekin fyrir á fundi stjórnar BS á mánudag og þar samþykkt að hann fengi að hætta í lok næstu viku. Astæðuna fyrir uppsögn þessari sagði Guðmundur vera að honum hefðu boð- ist betri launakjör í einka- geiranum. Fjórir aðkomutogarar Umferð aðkomutogara um Njarðvíkurhöfn var óvanalega mikil í síðustu viku en þá komu fjórirslík- ir til hafnarinnar. Suðureyrartogarinn Elín Þorbjarnardóttir ÍS, Dal- víkurtogarinn Dalborg EA og Bolungarvíkurtogarinn Heiðrún IS komu allir til löndunar, ýmist í gáma til útflutnings eða sökum þess að þeir fengu ekki löndun- arpláss á höfuðborgar- svæðinu. Þá kom Hafnar- fjarðartogarinn Víðir HFá föstudagskvöld til að hafa viðkomu áðuren farið vari siglingu á erlendan mark- að, en togari þessi er af stærri gerðinni. Blaðburðarfólk Fólk óskast til blaðadreifingar í eftirtalin hverfi í Keflavík: Garðahverfi - Heiðarbyggð - Vesturbæ. Æskilegt að viðkomandi sé ekki yngri en 15 ára. - Nánari upplýsingar veittar í sím- um 14717 og 15717. mun juUii ORÐSENDING til auglýsenda Vegna sumardagsins fyrsta sem ber upp á næsta fimmtudag, mun næsta tölublað Víkur-frétta koma út deginum áður, þ.e. miðvikudaginn 20. apríl. Er síðasti skila- frestur auglýsinga því kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 19. apríl. Verið tímanlega með auglýsingarnar. \Hkur jtiUit - blaðið sem rætt er um Afmæli Þann 15. apríl og 18. apríl n.k. verða „Suðurnesjapipar- sveinarnir“ Björn B. Kristins- son og Kristjón Grétarsson tvítugir. Af þessu tilefni ætla þeir að gera sér glaðan dag með nokkrum útvöldum vinum. Einnig taka þeir á móti hörð- um pökkum frá þeim sem vilja gleðja þá af þessu tilefni. NÝTT Á SUÐURNESJUM: Litgreining fyrir dömur og herra. Tímapantanir og upplýsingar í síma 12079 fimmtudag og föstudag. Fundarboð Aðalfundur Sjálfsbjargar á Suðurnesjum verður haldinn sunnudaginn 17. apríl kl. 14 að Suðurgötu 12, Keflavík. Venjuleg aðalfundarstörf og kaffiveitingar. Mætum öll. Stjórnin Verslunarfólk á Suðurnesjum Orlofshús Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í orlofshúsum V.S. á skrifstofu félagsins, Hafnargötu 28, Keflavík, frá og með mánu- deginum 2. maí n.k. Opið frá kl. 12-17. Um er að ræða orlofshús í Ölfusborgum og Svignaskarði, og íbúð á Akureyri. Þeirsem ekki hafa dvalið íhúsunumsl.5ár hafaforgang til 10. maí. Vikuleigan greiðist við pöntun. Verslunarmannafélag Suðurnesja ORLOFSHÚS VSFK og VKFKN Dvalarleyfi Frá og með mánudeginum 2. maí n.k. liggja um- sóknareyðublöð frammi á skrifstofum verkalýðs- félaganna að Hafnargötu 80, um dvalarleyfi í orlofs- húsum félaganna, sem eru sem hér segir: • í Ölfusborgum • í Hraunborgum • í Svignaskarði • í Húsafelli Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum á tímabilinu frá 15. maí til 15. september, sitja fyrir dvalarleyfum til 15. maí n.k. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðívkur

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.