Víkurfréttir - 13.10.1988, Page 6
6 Fimmtudagur 13. október 1988
Keflavíkurkirkja
Stafnes:
Leyfislausir
sorphaugar
Laugardagur 15. okt.
Arna heilla:
Brúðkaup Gerðar Gunnlaugs-
dóttur og Tyrfings Andrésson-
ar, Greniteig 15, Keflavík, kl.
14.
Brúðkaup Guðrúnar Kristín-
ar Sveinbjörnsdóttur og Þor-
steins Guðmundssonar,
Kirkjuteig 7, Keflavík, kl. 15.
Sunnudagur 16. okt.:
Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá
Málfríðar og Ragnars. Munið
skólabílinn.
Guðsþjónustan fellur niður
þar sem sóknarprestur sækir
ráðstefnu í Bergen um trú,
heilsu, kirkju og samfélag.
Sóknarprestur
Ytri Njarðvíkurkirkja:
Barnaguðsþjónusta klukkan
11:00.
Sóknarprestur
Áhugamenn um útiveru,
sem farið hafa í gönguferðir
frá Stafnesi, um Básenda og út
í Hafnir, hafa veitt athygli
miklu rusli á víðavangi á þessu
svæði. Strax og komið er út
fyrir túnfótinn við bæinn Staf-
nes má sjá hálfbrennda sorp-
poka, pappakassa og ýmislegt
annað rusl. Vegna þessa hafði
blaðið samband við Magnús
Guðjónsson, heilbrigðisfull-
trúa, og spurðist fyrir um sorp-
hauga þá sem staðsettir eru á
Stafnes og eru valdir að öllu
þessu rusli.
Sagði Magnús að umræddir
haugar væru einungis notaðir
undir stórgert sorp, sem ekki
væri brennanlegt í sorpeyð-
ingarstöðinni. Þegar stöðin
hefur bilað, þá er hússorpi ekið
út á Stafnes og urðað. Að sögn
Magnúsar þá er ekki heimilt
að brenna sorpi á Stafnesi, það
eina sem heimilt er að brenna
er netariðill.
Svæði það, sem sorphaug-
arnir standa á, heyrir undir ut-
anríkisráðuneytið, sem leyfir
sorphauga á þessum stað en
haugarnir eru leyfislausir
gagnvart heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu. Verið
er að vinna að því hvort Holl-
ustuvernd ríkisins eða heil-
brigðiseftirlitið eigi að vinna
starfsleyfistillögur fyrir haug-
ana. Sagðist heilbrigðisfulltrúi
vonast til að losna við þetta
vandamál með haugana þegar
búið væri að byggja nýja sorp-
brennslustöð, því þá verður sú,
sem fyrir er, notuð þegar ein-
hver skakkaföll verða í þeirri
nýju.
Svona drasl má Finna á víð og dreif í nágrenttksorphauganna á Staf-
nesi.
Innri Njarðvíkurkirkja:
Barnaguðsþjónusta klukkan
11:00.
Sóknarprestur
Útskálakirkja:
Messað verður kl. 11. Altaris-
ganga, barn verður borið til
skírnar. Organisti Ester Olafs-
dóttir.
Hjörtur Magni Jóhannsson
Hvalsneskirkja:
Messað verður kl. 14. Altaris-
ganga, barn verður borið til
skírnar. Organisti Frank Herl-
ufsen.
Hjörtur Magni Jóhannsson
Aðalstöðin hf.:
Margrét framkvæmdastjóri
Stjórn Aðalstöðvarinnar
h.f., Keflavík, hefur ráðið
Margréti Ágústsdóttur í stöðu
framkvæmdastj
framkvæmdastjóra fyrirtækis-
ins, en hún á að baki 14 ára
starf hjá Aðalstöðinni, fyrst
sem símastúlka en síðustu árin
hefur hún starfað á skrifstofu
fyrirtækisins og nú síðast sem
aðstoðarframkvæmdastjóri.
Margrét er 32 ára og upp al-
in í Keflavík. Fyrirrennari
hennar í þessu starfi var Ing-
ólfur Falsson, sem lét af störf-
um á dögunum.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
ÁGÚSTU MAGNÚSDÓTTUR,
Hátúni 9, Keflavík.
Hafsteinn Jónsson
Eyþór Ómar Hafsteinsson
Hafsteinn Árni Hafsteinsson
Herdis Hafsteinsdóttir Rúnar Þ. Magnússon
Magnús Rúnar Hafsteinsson Sólborg E. Ingimarsdóttir
og barnabörn.
í forgrunn er rusl sem fokið hefur af haugunum, sem grillir í efst á
ntyndinni. Ljósmyndir: hbb.
Sandgerði:
Viðir II.
hæstur á línu
Víðir II var hæstur þeirra
báta sem lönduðu afla af línu í
Sandgerði í síðustu viku, en
hann landaði 20,5 tonnum úr
þremur róðrum. Barðinn land-
aði 4,7 tonnum úr einum róðri,
Guðfinnur6,l úr þremur róðr-
um og aðrir línubátar minna.
Af trollbátum landaði Elliði
9,3 tonnum og Reynir 3,1
tonni. Hólmsteinn GK var eini
netabáturinn, með 6,7 tonn úr
fjórum róðrum. Aflahæsti bát-
urinn, sem landaði í Sand-
gerði í síðustu viku, var Bliki
ÞH með 21,1 tonn í snurvoð.
Ný járn-
vöruversl-
í Grinda-
vík
Sigurður Sveinbjörnsson,
útibússtjóri Kaupfélags Suð-
urnesja í Grindavík, hefurgert
samning við kaupfélagið um
kaup á lager járnvöruverslun-
arinnar við Víkurbraut í
Grindavík. Einnig hefur hann
gert kaupleigusamning um af-
not af fjórðungi nýja hússins
sem kaupfélagið er að byggja
ofan við Félagsheimilið Festi.
Þar hyggst hann opna verslun
með járnvörur og fleira þegar
húsnæðið verður tilbúið.
Jafnframt þessu hefur hann
sagt starFi sínu sem útibús-
stjóri KS lausu og hefur starFið
þegar verið auglýst.
BLÓM OG
GJAFAVÖRUR
við öll tækifæri
ÚRVAL
HAUSTLAUKA
POTTA-
PLÖNTU-
ÚTSALA
heldur áfram.
OPIÐ
13-22
mánud.-föstud.
10-22
laugardaga
og sunnudaga
l/lkur
Vm
Fitjum - Njarðvík
Sími 16188