Víkurfréttir - 13.10.1988, Qupperneq 11
VEÐDEILD
SPARISJÓÐSINS
í KEFLAVÍK
HEFUR TIL SÖLU:
Verðtryggð spariskírteini
ríkissjóðs,
verðtryggð skuldabréf
útgefin af veðdeildinni.
Einnig tökum við verðbréf
í umboðssölu.
Önnumst kaup og sölu
á veðskuldabréfum.
Innleysum spariskírteini
ríkissjóðs samdægurs.
Leitið upplýsinga hjá
Veðdeild Sparisjóðsins
í Keflavík, við Suðurgötu,
sími 15800.
Á AD SKIPTA
Mikill kurr er meðal fiskkaupenda á Suðurnesjum vegna frétta
um hugsanleg skipti á báðum togurum Hraðfrvstihúss Kefiavíkur
og togaranum Drangey frá Sauðárkróki. Vegna þessa hafði blaðið
samband við nokkra fiskverkendur, formann atvinnumálanefndar
Keflavíkur, bæjarstjórann í Keflavík og stjórnarformann Hrað-
frystihúss Keflavíkur. Koma svör þeirra allra hér á eftir nema bæj-
arstjórans, sem taldi málið vera of viðkvæmt til að ræða það nú.
„Hugsum þetta út frá
byggðasjónarmiði"
- segir Logi Þormóðsson
„Ég get ekki séð rökin fyrir
því að selja bæði skipin til
norðurlands og missa þar með
3-4000 tonna kvóta af svæð-
inu,“ sagði Logi Þormóðsson,
fiskverkandi og stjórnarfor-
maður Fiskmarkaðar Suður-
nesja. Síðan sagði Logi: „Og
það að ætla að bjarga með
þessu Hraðfrystihúsi Kefia-
víkur og fá í staðinn gamalt úr-
elt verksmiðjuskip! Af hverju
halda menn að Skagfirðingar
vilji selja þetta verksmiðjuskip
og fá í staðinn tvö góð ísfisks-
skip?
Ér málið kannski það að
1986 fékk útgerð Drangeyjar
heilmikla peninga úr Byggða-
stofnun en Hraðfrystihús
Keflavíkur ekki neitt? Við
verðum að hugsa þetta í þessu
samhengi og varðandi kvóta-
málin, þ.e. út frá byggðarsjón-
armiði. Það er því mjög mikil-
vægt að missa ekki frá sér þessi
skip áður en það er kannað
hvort ekki séu hér einhverjir
aðilar sem gætu keypt þessi
skip og hvort þeir eða núver-
andi eigendur gætu ekki feng-
ið peninga úr þessum nýja at-
vinnuuppbyggingasjóði svo
skipin haldist hér.“
Þá bætti Logi því við að
þetta skip, sem Skagfirðingar
vilja nú selja, sé gamalt skip
sem alltaf sé meira og minna
bilað og því væri rangt að
kaupa það og þurfa að byrja á
að henda í það rúmum tveimur
tugum milljóna til að lagfæra
það.
„Skrítið að láta kvóta
tveggja I stað eins“
- segir EyþórJónsson
\fimn
- blað sem ber hag Suðurnesjamanna
fyrir brjósti.
„Það er íjarstæða að þetta
skuli geta komið upp og á alls
ekki að geta átt sér stað hér á
okkar svæði. Að menn skuli
hugsa um það að láta kvóta
tveggja skipa í stað eins er
furðulegt," sagði Eyþór Jóns-
son, framkvæmdastjóri Val-
bjarnar h.f. í Sandgerði, sem á
Frá félags-
málastjóra
Viðtalstími á Félagsmálastofnun Keflavíkurbæj-
ar er alla virka daga frá kl. 9.00-12.00 f.h.
Ef óskað er viðtals utan þess tíma, þarf að panta
það sérstaklega.
Félagsmálastjóri
togarann Hauk, í samtali við
blaðið.
„Ég er viss um að hér á
svæðinu eru til aðilar sem gætu
keypt annað eða bæði skipin
og þar með haldið kvótanum
innan svæðisins. Þessi skip
hafa selt hér á mörkuðunum
og þó þau hafi stundum fengið
slæmt verð er það mönnunum
sjálfum að kenna, því annar
togaranna hefur oft komið
með frekar dapran fisk.
Þá er það furðulegt að menn
skuli ætla sér að skipta út góð-
um skipum í stað skips sem
alltaf hafa einhver vandræði
verið með,“ sagði Eyþór að
lokum.
Fimmtudagur 13. október 1988 11
Sjómenn!
Vana sjómenn vantar á 15 tonna
dragnótabát sem gerður er út frá
Suðurnesjum. Uppl. í síma 37558.
Meiraprófsnámskeið
Námskeið til undirbúnings meira-
prófi verður haldið í Keflavík ef næg
þátttaka fæst. Væntanlegir þátttak-
endur hafi samband við Bifreiðaeftir-
litið í Keflavík fyrir 20. þ.m.
Bifreiðastjóranámskeiðin
Fimleikafélag
Keflavíkur
Aðalfundur
verður haldinn í íþróttavallarhúsinu
við Hringbraut, fimmtudaginn 20.
október kl. 20:00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
„Ekki björgun
frá gjaldþroti"
- segir Gunnar Sveinsson
„Þetta mál er i athugun enn-
þá og engar ákvarðanir hafa
verið teknar,“ sagði Gunnar
Sveinsson, stjórnarformaður
Hraðfrystihúss Keflavíkur, í
samtali við blaðið. Síðan bætti
hann við að enn væri ekkert
vitað hvenær þessi mál yrðu
skoðuð nánar og því of fljótt
að ræða nánar um málið.
Vegna orðróms um að verið
væri að bjarga fyrirtækinu frá
gjaldþroti með þessum skipt-
um sagði Gunnar að svo væri
ekki.
ÞAU ERU KOMIN OG ...
þú heldur ekki
vatni yfir verðinu
á SCANDÍ
vatnsrúmunum!
Aak "s 38.800.-
3ja ára ábyrgð á dýnu.
Skelltu þér strax á vatnsrúm,
þetta tilboð býðst ekki aftur.
P.S. Margar vörur á tilboðsverði
til mánaðamóta.
Bergvik og Aðalvík við bryggju í Njarðvik. Verður skipt á þessum skipum fyrir frystiskipið Drangey?
Tjarnargötu 2 - Sími 13377
„Skapar atvinnu-
missi fjölda fólks“
- segir Guðmundur Finnsson, for-
maður Atvinnumálanefndar
„Atvinnumálanefnd Kefla-
víkur hefur verið boðuð til
fundar í dag, m.a. vegna þessa
máls,“ sagði Guðmundur
Finnsson, formaður atvinnu-
málanefndar Keflavíkur, í
samtali við blaðið.
„Ef frétt þessi reynist rétt,
þá er hér um að ræða tilfærslu
á kvóta af svæðinu, svæði sem
þegar hefur orðið af miklum
kvóta og því ekki á bætandi.
Sé ég fyrir mér að fiskverk-
unarfyrirtæki, sem mörg hver
hafa byggt afkomu sína á
markaðinum, þar sem togarar
Hraðfrystihúss Keflavíkur
hafa landað 2000 tonnum á
þessu ári, lenda í vandræðum
með hráefnisöflun.
Fari togarar Hraðfrysti-
hússins, þá fer þessi afli burt af
svæðinu og skapar atvinnu-
missi fjölda fólks,“ sagði Guð-
mundur vegna málsins.
\>imr<
jUUU
muR
fUttU
TVEIM T0GURUM FYRIR EINN?
Hvernig skip
er Drangey?
Umræddur togari, Drang-
ey SK, er 460 tonna skip sem
að hálfu leyti er frystiskip og
að hálfu isfisksskip. Sam-
kvæmt upplýsingum blaðs-
ins var það mikið álitamál
hjá heimamönnum á Sauð-
árkróki hvort ráðast skyldi í
miklar lagfæringar, sem
framkvæmdar voru á því
fyrir nokkru.
Telja þeir sem mæla því
bót að HK kaupi skipið að
fyrir 25 milljónir króna megi
gera úr því gott frystiskip. Þá
eru menn úr hópi ráða-
manna Hraðfrystihússins
sem telja að verði ekki af
þessum skipaskiptum blasi
gjaldþrot við um næstu
áramót.
Ef af því yrði, færu skipin
burt og ekkert kæmi í stað-
inn. En með þessari ákvörð-
un gæti fyrirtækið losað sig
úr skuldasúpunni, þar sem
Sauðkrækingar munu greiða
með skipinu reiðufé. Innan
tveggja ára mætti því jafnvel
kaupa ný skip og fyrirtækið
farið að sigla á réttu róli. i
I dag er staðan sú að á tog-
urunum tveimur, sem HK
hefur yfir að ráða, eru aðeins
3 heimamenn en skipspláss á
frystiskipum séu ávallt vin-
sæl og því gæti hlutur heima-
manna orðið meiri.