Víkurfréttir - 20.10.1988, Blaðsíða 18
WKun
18 Fimmtudagur 20. október 1988
I ÍUUit
- ÍÞRÖTTIR -
Daníel. Grétar og
Jón ðrvar í Víði
Bræðurnir Daníel og Grétar
Einarssynir tilkynntu á upp-
skeruhátíð Víðis sl. föstudag
að þeir ætluðu að skipta um
félag og leika með Víðismönn-
um næsta keppnistímabil en
þeir léku, eins og kunnugt er,
með Keflvíkingum í sumar.
Er þetta mikill liðsstyrkur
fyrir Víðisstrákana sem stefna
hátt á knattspyrnusviðinu. Þá
hefur Jón Örvar Arason, þjálf-
ari og leikmaður með Höfn-
um, tilkynnt að hann ætli að
hafa félagaskipti og ganga til
liðs við Víðismenn fyrir næsta
keppnistímabil. Mun Víðislið-
ið þá vera komið með gott
markvarðatríó, en Jóhann
Arnarson stóð sig frábærlega í
síðasta leik sumarsins og jafn-
framt sínum fyrsta leik í 2.
deild.
ÍBK tai Keflvíkingar lögðu ÍR-inga að velli í fjörðu umferð úrvals- deildarinnar á sunnudags- kvöldið í Reykjavík. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í leiknum svo til allan tímann ogbyrjuðu betur en stórglæsilegur loka- kafli Keflvíkinga náði að snúa leiknum þeim í hag og rústa plausir leik IR-inga. Þegar fimm mín- útur voru til leiksloka var stað- an 66:61 fyrir ÍR en baráttu- gleði Keflvíkinga varð til þess að lokastaðan varð 82:73 fyrir Keflavík. Stigahæstir Keflvík- inga voru Sigurður Ingimund- ar og Magnús Guðfinns með 20 stig hvor.
Stúdentar Stúdentar lentu illilega und- ir hælnum á Njarðvíkingum í íþróttahúsi Kennaraháskól- ans á sunnudag með þeim af- leiðingum að þeir náðu sér aldrei upp og Njarðvíkingar einléku frá upphafi leiktíma og þar til flautað var af. Stað- á hælunum an í leikslok var 101:54 fyrir Njarðvíkinga. Leikurinn var þunnur og ekkert fyrir augað, enda létu ekki nema ellefu (11) áhorfendur sjá sig í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Stiga- hæstur hjá UMFN var Friðrik Rúnarsson með 23 stig.
Annað Suðu Njarðvíkingar halda sigur- göngu sinni áfram í úrvalsdeild- inni. Á þriðjudagskvöld sigruðu þeir IR 1 Seljaskóla nokkuð auð- veldlega, 89:81, eftir að hafa leitt rnesjatap ÍR 54:36 í hálfleik. Fyrirliði UMFN, ísak Tómas- son, skoraði mest eða 27 stig en næstur kom Teitur Örlygsson með 24 stig.
Öruggt í
UMFN sigraði Aftureldingu í 2.
deild handboltans 25:18 er liðin
áttust við á mánudagskvöldið í
Njarðvík. Það voru hins vegar
Mosfellingar sem leiddu leikinn
framan af og höfðu eitt mark yfir í
leikhléi, 11:10.
Njarðvíkingar komu eins og
grenjandi ljón til leiks í seinni hálf-
Njarðvík
leik og tóku leikinn í sínar hendur
og sigruðu örugglega. Stjörnu-
mennirnir í UMFN-liðinu, þeir
Sigurjón Guðmundsson og
Magnús Teitsson, skoruðu_ mest
eða 6 mörk. Eggert ísdal, Ólafur
Thordersen og Arinbjörn Þór-
hallsson skoruðu þrjú hver.
Fengu ekki að veðsetja húsið
I frásögn af erfiðum fjárhag hefði veðsett íþróttavallarhús- sóttiumaðfáaðveðsetjahúsið
knattspyrnuráðs ÍBK í síðasta ið í Keflavík fyrir 1 milljón en var synjað. Þetta leiðréttist
tölublaði var sagt að ráðið króna. Það er ekki rétt; ráðið hér með.
Innanhússæfingar
að byrja hjá ÍBK
Æfingar í innanhússknatt-
spyrnu hefjast næstkomandi
miðvikudag á vegum KRK. Æft
verður í íþróttahúsi Myllu-
bakkaskóla og í íþróttahúsinu
við Sunnubraut.
Æfingar verða á eftirfarandi
tímum í vetur:
íþróttahús Myltubakkaskóla:
Miðvikudagur kl. 17:50-18:40
4. 11.; kl. 18:40-19:30 3. fl.
Suðurnesjaliðin, að frá-
töldum Grindvíkingum,
byrjuðu veturinn vel í 1.
deild körfuknattlciks
kvenna. UMFN-stúlkurnar
lögðuKR 38:37 ogÍBKIagði
Fimmtudagur kl. 17:00-17:50 6.
fl.;kl. 17:50-18:40 5. fi.;kl. 18:40
-19:30 2. og 3. fl. kv.
íþróttahúsið við Sunnubraut:
Laugardagur kl. 08:30-09:40 6.
fl.;kl. 09:40-10:45 2. og 3. fl. kv.
Sunnudagur kl. 08:30-09:40 5.
fl.;kl. 9:40-10:45 4. fl.; kl. 10:45-
11:50 3. fl.
Hauka 71:60. Stúlkurnar í
Grindavík töpuðu hins vegar
fyrir KR-ingum 51:59. Það
sama gerðist hjá UMFN í
annarri umferð, þegar þær
töpuðu fyrir Haukum með
naumindum 40:41.
Smáauglýsingar
I.O.O.F. 13=17010248'/2=Sp.Kv.
Bahá’iar í Keflavík og Njarð-
vík verða reglulega með opið
hús á mánudagskvöldum kl.
20:30 að Túngötu 11 í Kefla-
vík, þar sem sjónarmið Bahá’i
trúarinnar til ýmissa málefna
verða kynnt.
Andlegt Svæðisráð Bahá’ia.
Tilboðs- og
umsóknareyðublöð
Þeim, sem svara auglýsingum
er birtast í Víkurfréttum, er
bent á að á skrifstofu blaðsins
liggja frammi eyðublöð, bæði
fyrir atvinnuumsóknir og til
tilboðsgerðar. Eyðublöð þessi
eru ókeypis fyrir þá er svara
auglýsingum er birst hafa í
blaðinu.
íbúð óskast
3ja herb. íbúð óskast til leigu
sem fyrst. Uppl. í síma 12764.
Atvinna óskast
Atvinna óskast sem fyrst.
Margt kemur til greina. Uppl.
í síma 12687.
íbúð óskast
Fullorðin kona óskar eftir 2ja
til 3ja herb. íbúð. Uppl. í síma
37469 til kl. 15e.h. og 37474 á
kvöldin.
- án allra opinberra styrkja!
KRK-Unglingaráð
Góð byrjunhjá
stúlkunum
Flugleiðadeildin í körfuknattleik:
UMFN - TINDASTÓLL
Iþróttahúsi Njarðvíkur, sunnudaginn
23. október kl. 20.
HVERNIG GENGUR NÝLIÐUM TINDASTÓLS
MEÐ TVO FYRRUM NJARÐVÍKINGA GEGN
ÓSIGRUÐU NJARÐVÍKURLIÐI?
Hvemíg gengur Val Ingimundar og félögum gegn Njarðvíkingum?
Til leigu
3ja til 4ra herb. íbúð til leigu í
Keflavík. Leigist í 2 ár. Uppl. í
síma 14481.
Iðnaðarhúsnæði í Grinda-
vík til sölu
Nýlegt, 220 fermetrar, tvær
aðkeyrsludyr, tilvalið fyrir
léttan iðnað eða fiskverkun,
gæti selst í tvennu lagi. Uppl.
í síma 92-68480 eftir kl. 20:00
á kvöldin.
Til sölu
Rokkosófasett og borð, einn-
ig kæliskápur, hæð 1,55 m.
Uppl. í síma 14796 eftir kl. 20.
Pípulagningaþjónusta
Tek að mér alhliða pípulagn-
ir. Símar 11639 og 37752.
Geymið auglýsinguna.