Víkurfréttir - 20.10.1988, Blaðsíða 8
viKun
8 Fimmtudagur 20. október 1988
jUOU
molar
XJmsjón: Emil Páll
Jóhannes
og Jóhannes
Þó rangt málfar og prent-
villur séu sjaldan til þess
fallnar að gera að þeim grín,
er erfitt að horfa fram hjá
kafla einum er birtist í nýj-
asta hefti Slökkviliðsmanns-
ins, sem er blað Landssam-
bands slökkviliðsmanna.
Þar er grein um þáttaskil í
sögu Brunavarna Suður-
nesja er sett var þar upp
fastalið. Þar er rakið hverjir
skipa nú fastaliðið og þar
stendur þetta: „....Jóhannes
Sigurðsson aðstoðarslökkvi-
liðsstjóri, sem hefur einnig
starfað í mörg ár sem yfir-
maður eldvarnareftirlitsins,
en starfaði áðursem eldvarn-
areftirlitsmaður ásamt Jó-
hannesi." Eða með öðrum
orðum, Jóhannes starfaði
áður með sjálfum sér...
Fimm velta
Hið slæma efnahags-
ástand, sem nú varir, er þeg-
ar farið að höggva skarð í
raðir smáfyrirtækja sem
stærri. Þau smáfyrirtæki sem
nú virðast ýmist vera stöðv-
uð eða eru að stöðva eru t.d.
fimm talsins í miðbæ Kefia-
víkur. Eru þetta tískuversl-
unin Tipp-Topp, Tommi og
Jenni, sem áður hét Fata-
land og Rekstrarvörubúðin,
X-port og Quellebúðin. Þá
hefur Smurbrauðsstofan
verið auglýst til sölu.
Reynir til vara
í nýja sjóðnum
Þá er hinn nýi atvinnu-
tryggingasjóður kominn á
laggirnar. Ekki fóru leikar
svo að Suðurnesjamenn
fengju aðalfulltrúa í stjórn
hans, en þó næstum því. Suð-
urnesjamenn eiga einn vara-
fulltrúa, sem raunar sat
fyrsta fund stjórnarinnar. Sá
aðili er Reynir Ólafsson, við-
skiptafræðingur. Er hann til-
nefndur í stjórnina af við-
skiptaráðherra sem vara-
maður Péturs Sigurðssonar á
Isafirði. Vonandi tekst Reyni
að stýra einhverju fjármagni
hingað á svæðið.
Bláa lónið í Krísuvík
Fréttamenn ríkisútvarps-
ins eru illa að sér í landafræð-
inni. í kvöldfréttum útvarps
fyrir skömmu voru þeir að
fjalla um Bláa lónið í Krísu-
vík. Hvernig þeim tókst að
hafa uppi á þessari staðsetn-
ingu á lóninu vitum við ekki,
en eitt er víst að Krísuvík er á
Stór-Reykjavíkursvæðinu en
Bláa lónið er enn rétt utan
við Grindavík. Suðurnesja-
menn sætta sig aldrei við að
verða hluti af Stór-Reykja-
víkursvæðinu, sama hvað
ríkisútvarpið segir...
Ef ein belja pissar,
þá pissa allar
Ein mesta perlan í ferða-
mannaiðnaði okkar Suður-
nesjamanna er Bláa lónið við
orkuverið í Svartsengi. Lón-
ið hefur fært okkur töluverð-
ar tekjur af ferðamönnum,
auk þess sem það er rómað
fyrir lækningamátt sinn. Nú
hefur Borg Davíðs séð sér
leik á borði og áætlar nú að
koma upp bláu lóni við
orkuverið á Nesjavöllum,
nálægt Þingvöllum. Það er
ekki nóg með að Reykvíking-
ar ætli sér að koma upp lóni,
því það verður gervilón, þar
sem bæta þarf aukaefnum í
vatnið til þess að gera það
„raunverulegt". Þettaervíst
þannig hjá Reykvíkingum,
að ef lítill ferðamannaiðnað-
ur blómstrar úti á landi og
hægt er að græða peninga, þá
þurfa þeir að eignast svoleið-
is líka, þó svo það sé gervi.
Ekkert sældarlíf
Það var sko ekkert sældarlíf
að leika „týnt fólk“ á samæf-
ingunni, sem björgunarsveit-
in Stakkur og Hjálparsveit
skáta í Njarðvík stóðu fyrir
um síðustu helgi. A.m.k. var
ekki öfundsvert fyrir stúlk-
urnar sem „týndust" í
hrauninu í námunda við
orkuverið í Svartsengi.
Vegna misskilnings voru
stúlkurnar sendar út í hraun
rétt fyrir kl. níu á föstudags-
kvöldið en fyrstu leitarflokk-
ar komu ekki fyrr en um kl.
eitt um nóttina. Stúlkurnar
komu aftur á móti í hús kl.
fjögur, en þá hafði enginn
fundið þær.
Svæðisstjóri týndist
Ein raunveruleg „minni-
háttar" leit var framkvæmd
við torfæruaksturssvæði
Stakks á föstudagskvöldið.
Bíll, ásamt ökumanni, sem
reyndist vera svæðisstjóri,
hafði horfið og ekkert til
þeirra spurst. Farið var að
grennslast fyrir um öku-
mann og bíl og ekkert fannst
í fyrstu. Menn voru orðnir
nokkuð áhyggjufullir þegar
ökumaður og bíllinn, sem
reyndist vera Subaru, fund-
ust. Voru þeir komnir það
langt af leið að björgunar-
sveitarbíll ætlaði varla að
komast á staðinn, þar sem
Subaruinn var niðurkominn,
þvílík var ófæran.
Leitað í lóninu
Það var kominn tími til að
sérstök æfing færi fram í og
við Bláa lónið. Einn smá-
vægilegur galli var hins vegar
á gjöf Njarðar, sá að björg-
unarsveitir utan af landi og
af Reykjavíkursvæðinu voru
látnar leita í lóninu í stað
þess að leggja meiri áherslu á
Suðurnesjasveitirnar. Bláa
lónið er jú á Suðurnesjum.
Eigum við kannski að fá
sveitir af Akranesi til að leita
ef eitthvað fer úrskeiðis og
maður týnist i lóninu?
Kjötrör í Stapanum
Björgunar- og hjálpar-
sveitafólki var boðið til mat-
ar í félagsheimilinu Stapa á
laugardaginn. Eitthvað var
um að björgunarfólk kæmi
ekki á „réttum tíma“ í mat
vegna verkefna sem verið var
að leysa. Þegar flestir höfðu
matast og voru að halda til
hvílu í Holtaskóla, kallaði
einn þátttakandi til stjórn-
stöðvar: „Við höfum lokið
við verkefni og erum að fara í
steik.“ Þá laumaði einhver
björgunarsveitarmaður
þessu í talstöðina: „Þetta er
ekki steik sem boðið er upp
á, heldur kjötrör." Það voru
víst bjúgu í matinn í Stapan-
um.
Radíóamatörar í frí
Og meira um fjarskipti.
Þeir tóku sér flestir frí um
helgina, „radíóamatörarn-
ir“ á Suðurnesjum. Frá því
að æfingin hófst á föstudags-
kvöldið og fram á seinnipart
laugardagsins stoppuðu ekki
talstöðvarnar hjá sveitunum.
Þvílík alda af „skilaboðum"
um loftin blá skall á „ama-
törunum“ að þeir slökktu á
græjunum og fóru í frí um
þessa helgi. Því miður var
allt of mikið um óþarfar
sendingar í gegnum talstöðv-
ar, sem frekar hefðu átt
heima í sendingum á milli
farsíma. Hver talaði ofan í
annan og enginn skildi neitt.
Bílaþjónustan
GLJÁI
Brekkustíg 38,
Njarðvík, sími 14299
Laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl.
13-17. Sýnum NIZZAN og SUBARU
árg. ’89. Heitt á könnunni. Verið velkomin.
Höfum tekið að
okkur Suðurnesja-
umboð fyrir Ingvar
Helgason hf.
NIZZAN og
SUBARU bíla
INGVAR HELGASON HF. Á SUÐURNESJUM!
IiML-WJI
NISSAN