Víkurfréttir - 20.10.1988, Blaðsíða 17
Vinna við Hvalvíkina lá niðri í Njarðvíknrhöfn vegna aðgerða skipverja.
Ljósm.: hbb
Skipverjar komu í
veg fyrir uppskipun
Er heQa átti uppskipun á
salti úr m.s. Hvalvík í Njarð-
víkurhöfn á föstudag komu
skipverjar í veg fyrir að verkið
gæti hafist. Voru þeir með
þessum aðgerðum að þrýsta á
útborgun vangoldinna launa
sem þeir telja að nemi á
fimmtu milljón króna.
M.s. Hvalvík er í eigu skipa-
félagsins Víkur h.f. sem er
systurfyrirtæki Saltsölunnar í
Keflavík, en skipið var einmitt
með salt til þess fyrirtækis.
Vegna aðgerða skipverja var
skipið kyrrsett í Njarðvíkur-
höfn fram á þriðjudag.
Lionsklúbbur Sandgerðis:
Lífleg umræða um Marokkóskipin
Fimmtudagur 20. október 1988 17
BRIDS
Sl. mánudag var landství-
menningurinn þar sem spiluð
voru sömu spil um allt land.
Keppni þessi er til styrktar
húsbyggingarsjópi Bridssam-
bands Islands. Urslit á lands-
vísu liggja ekki fyrir en efstu
pör hjá Bridsfélagi Suður-
nesja urðu:
1. Arnór Ragnarsson -
Björn Blöndal ........... 104
2. Pétur Júlíusson -
Eiríkur Ellertsson ........ 92
3. Jóhannes Ellertsson -
Jóhannes Sigurðsson ... 90
4. Heiðar Agnarsson -
Hafsteinn Ögmunds .... 89
5. Eysteinn Eyjólfsson -
Ragnar Örn Jónsson ... 83
Næstkomandi mánudag
verður eins kvölds tvímenn-
ingur og því tilvalið fyrir nýja
spilara að mæta og kynna sér
starfsemi Bridsfélags Suður-
nesja. Allir eru velkomnir.
Mánudaginn 31. okt. hefstsíð-
an minningarmótið um Guð-
mund Ingólfsson sem er ný
keppni. Fyrirkomulagið er
sveitakeppni með 14 spila
leikjum og verða spilaðir tveir
leikir á hverju mánudags-
kvöldi, allir við alla. Spilað er í
Golfskálanum í Leiru eins og
venjulega og hefst spila-
mennska stundvíslega kl.
20:00.
Stjórnin
Háseti óskast
til línuveiða á Búrfell KE 140 sem fer síðar á
netaveiðar. Upplýsingar í síma 11815 og
985-22246.
Sorpkassar
Eigum fyrirliggjandi sorpkassa úr
trefjaplasti fyrir heimili, einfalda og
tvöfalda. Viðhaldsfríir.
Plastverk h.f.
Strandgötu 23,
245 Sandgerði.
Sími 37702
Smíði tíu togara fyrir Mar-
okkómenn var rædd á fundi
sem Lionsmenn í Sandgerði
héldu ásamt stjórnarformanni
skipasmíðastöðvarinnar Stál-
víkur hf. á veitingastaðnum
Vitanum á fimmtudagskvöld.
Kom fram hjá stjórnarfor-
manni Stálvíkur, Júlíusi Sól-
nes, að hann var mjög óánægð-
ur með þá ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að setja rautt
ljós á togarasmíðina. Taldi
Júlíus smíðina vera mikla
lyftistöng fyrir skipasmíðaiðn-
aðinn hér á landi. Snerist fund-
ur Lionsmanna eingöngu um
togarasmíðina fyrir Marokkó-
menn og sköpuðust mjög líf-
legar og skemmtilegar umræð-
ur um málið, að sögn for-
manns Lionsklúbbs Sandgerð-
is, Jónasar Gestssonar.
Frá fundi Lionsmanna i Sandgerði. Júlíus Sólnes i ræðustól. Ljósm.: hbb.
Arsfrestur á Fjölbraut
Ríkið hefur frestað því um
eitt ár að yfirtaka rekstur Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja. Kom
þetta fram í umræðum á fundi
bæjarstjórnar Keflavíkur síð-
asta þriðjudag. Munu sveitar-
félögin á Suðurnesjum því
fjármagna reksturinn áfram
með sama hætti og áður.
Þessir sjálfsögðu hlutir...
Rafmagn og hiti er snar þáttur í lífi okkar, þó við veitum því
varla athygli. Heimilið gengur nánast fyrir rafmagni,- sjónvarp-
ið, þvottavélin, eldavélin og ekki viljum við vera í myrkri. Nota-
legt, heitt bað og fullir ofnar af heitu vatni þykja einnig sjálf-
sagðir hlutir. Allri þessari ,,sjálfsögðu“ orku er dreift til okkar
af Hitaveitu Suðurnesja, sem leggur metnað sinn í stöðuga og
hnökralausa dreifingu til neytenda.
Til að tryggja að einn daginn verði ekki svarta myrkur í húsinu
og aðeins kalt vatn í baðinu er vissara að láta orkureikninginn
hafa forgang. Ogreiddir reikningar hlaða á sig háum vaxta-
kostnaði sem veldur því að orkan er nær þriðjungi dýrari hjá
þeim skuldseigustu,- þar til þeir vakna upp við vondan draum
og allt lokað....
HITAVEITA SUÐURNESJA - Innheimtudeild