Víkurfréttir - 20.10.1988, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 20. október 1988
Theodór Guðlaugsson, smali:
llla staðið að fjárgirðingu
Nokkur umræða hefur orðið
um framkvæmdir við land-
græðslugirðinguna sem liggur
frá Vatnsleysuströnd og þvert
yfir nesið til Grindavíkur. Að-
allega hefur umræðan snúist
um nýtt beitarhólf á Vatns-
leysuströnd.
Fram að þessu hefur verið
rætt við ýmsa ráðamenn en
sjónarmið smala okkar Suður-
nesjamanna, Theodórs Guð-
laugssonar, hafa enn ekki
komið fram hér í blaðinu. Því
heimsóttum við hann í gæslu-
skúrinn við Vogaafleggjara og
fórum síðan með honum í
skoðunarferð með girðingum
þeim sem um er rætt í grein
þessari. Gefum smalanum
orðið:
„Eg er óánægður út í þessi
girðingamál, sem verið er að
framkvæma á Vatnsleysu-
strönd. Þar fer girðingin alveg
niður í sjó við Asláksstaði og
álít ég að þær framkvæmdir
virki þannig að Vogabúar fái
allt féð yfir sig. Ástæðan er sú
j.
Theodór bendir okkur á skerjagarðinn neðan við Ásláksstaði, þar sem girða þarf 1000 metra til að
komast út fyrir fjöruborð.
Eftir kamhinum hér kemst féð auðveldlega framhjá girðingunni í
Grindavík. Ljósmyndir: epj.
að girðingin sem er við Voga er
ónýt og um það vita ráðamenn
eins vel og ég. Hefði ég því vilj-
að að Vogamenn kynntu sér
þessi mál betur áður en fram-
kvæmdum við hólfið á Strönd-
inni lýkur.
í dag gengur sjórinn á girð-
inguna rétt innan við Voga og
er hún því ekki fjárheld þar,
auk þess sem hún nær ekki
alveg út í fjöruborð, því neðan
við girðingarendann kemur 6
metra sandspilda sem stendur
upp úr á fjörunni og þar kom-
ast kindurnar framhjá girðing-
unni.
Frá því að blaðaskrifin hóf-
ust um þessi mál hef ég vart
haft undan því að svara fólki
um það hvers vegna ég sé
óánægður. Vilhjálmur Gríms-
son fer aftur svo vel með sitt
mál að fólk getur ekki lesið þar
úr neina óánægju. Hann minn-
ist aðeins á þetta hólf en slepp-
ir alveg að segja frá vitleysunni
í því sambandi sem þeir eru
að láta framkvæma. Eg veit
hinsvegar að Sveinn Runólfs-
son, landgræðslustjóri, og
Greipur Sigurðsson, sem er
verktakinn við þessar fram-
kvæmdir, eru á móti þeim, en
samt er málið knúið ifram.
I vor, þegar ég endurnýjaði
samninginn við SSS, sagði Ei-
rikur Alexandersson að nú yrði
léttara í haust hjá mér vegna
nýju girðingarinnar en það er
öðru nær, það hefur aldrei ver-
ið meira að gera en nú í sumar.
Ef ég væri ekki vakandi yfir
þessu við að reka féð frá
Reykjanesbrautinni, væri búið
að aka yfir margar rollurnar.
Nú, eftir að girt var niður
fyrir gamla Keflavíkurveginn,
hefur féð farið ítrekað niður
fyrir girðingarendann og
þannig inn í Voga.
Ekki er það betra við innri
girðinguna, þessa nýju. Það
sem maður sér þar hefði ég
aldrei trúað að mönnum dytti í
hug að láta framkvæma. Að
ætla sér að girða þar út í sjó,
þar sem skerjagarður er fyrir,
er ótrúlegt. Þarna eru a.m.k.
1000 metrar sem girða þarf til
að komast út fyrir fjöruborð,
svo girðingin verði fjárheld. Þó
þarf ekki nema brim eftir
norðanáttina svona tvisvar, þá
verður allt farið þarna. Svo á
þetta að halda fénu þarna yfir
veturinn."
Grindavík
„Þá er ekki síður vandamál
uppi í Grindavík. Varðandi
það hef ég staðið harður í þrefi
síðan 1. ágúst, en annað hólfið
er þó enn opið, þannig að
kindurnar komast auðveld-
lega framhjá girðingunni. Er
því ekki nema annað hólfið í
Grindavík fjárhelt, það sem er
opið kallast Nesið og er fyrir
neðan Hóp.
Eg hef margsagt mönnum
eins og Sigurði Ágústssyni,
lögregluvarðstjóra, að ég hafi
ekkert að gera þangað, því
ekki sé hægt að halda fénu inn-
an girðinga sem eru opnar. En
þeir gera ekkert í þessum mál-
um í Grindavík, þó þessi mál
eigi að vera í lagi.“
Sandgerði
„I Sandgerði eru tvö hólf.
Annað, þetta hjá þeim Bæjar-
skersmönnum, er til svo mik-
ils sóma að þeir eiga heiður
skilið fyrir. En hólfið þeirra
Ragnars og Svavars er varla
fjárhelt ennþá og því ættu þeir
að taka þá Bæjarskersmenn
sér til fyrirmyndar."
Hólfin
„Menn mega ekki taka
þetta svo að ég sé á móti þess-
um hólfum, það er ég ekki. En
þau þurfa að vera þannig úr
garði gerð að kindurnar verði
þar í friði og íbúarnir fái frið
fyrir fé sem annars væri inni á
lóðum þeirra. En til þess þarf
allt að vera í góðu lagi.“
Lögreglan í Keflavík
„Að endingu vil ég taka það
sérstaklega fram að allt sam-
starf við lögregluna í Keflavík
er eins gott og það getur verið.
Þurfi ég á hjálp að halda eru
þeir alltaf tilbúnir til að hjálpa
mér og hjá þeim fæ ég alveg
sérstaka þjónustu. Enda væri
ekki standandi í þessu ef sam-
starfið milli lögreglunnar og
smalans væri ekki eins gott og
það er hér,“ sagði Theodór að
lokum.
Þó enn vanti tvo tíma í háfjöru, þegar þessi mynd er tekin, er girð-
ingarendinn kominn á þurrt. Eiga kindurnar því auðvelda leið hér
inn í Voga.
Keflavíkurkirkja
Laugardagur 22. október:
Skátaguðsþjónusta kl. 14. St.
Georgsskátar íjölmenna til
kirkju í upphafi fundarhalda í
Keflavík. Björn Stefánsson
ávarpar skátana í kirkjunni.
Sunnudagur 23. október:
Dagur eldri borgara á Suður-
nesjum.
Sunnudagaskóli kl. 11. Munið
skólabílinn.
Messa kl. 14 (altarisganga).
Einsöngur og kórsöngur.
Systrafélagið býður til kaffi-
drykkju í Kirkjulundi eftir
messu.
Sóknarprestur
Ytri Njarðvíkurkirkja
Fjölskylduguðsþjónusta kl.
11.00. Organisti Oddný Þor-
steinsdóttir.
Sóknarprestur
i
a O0
Innri Njarðvíkurkirkja
Barnastarf kl. 11.00 í safnað-
arheimilinu. Messa kl. 14.00.
Fundur verður með foreldrum
fermingarbarna að lokinni
messu.
Sóknarprestur
Útskálakirkja:
Sunnudagaskólinn verður í
kirkjunni kl. 14.
Hjörtur Magni Jóhannsson
Hvalsneskirkja:
Sunnudagaskólinn verður I
grunnskólanum Sandgerði kl.
11.
Hjörtur Magni Jóhannsson