Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.1988, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 20.10.1988, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 20. október 1988 mun jUUU Þessi umhverfísspjöll eru rétt neðan við bæinn.. . . . og eru ekki til fyrirmyndar. Ljósmyndir: epj. Utvegsmenn Suðurnesjum Utvegsmannafélag Suðurnesja held- ur aðalfund sunnudaginn 23. okt- óber næstkomandi í félagsheimilinu Festi, Grindavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Kristján Ragnarsson, formaður r L.I.U., kemur á fundinn. Stjórnin Vonandi einsdæmi á Suðurnesjum, í kringum 20 bílar eða bílflök heima í hlaði á Skipholti. Vatnsleysuströnd: Umhverfisspjöll við Skipholt Þó víða megi finna uppsöfn- un á bílhræjum eru sennilega fáir staðir á Suðurnesjum verri að þessu leyti en umhverfi Skipholts á Vatnsleysuströnd. Heima í hlaði má finna um tuttugu bílhræ í mismunandi ástandi. Rétt neðan við bæinn má síðan finna tvo bílakirkju- garða, þar sem 10 til 15 bílar eru til viðbótar.Eru því þarna mikil umhverfisspjöll. Vegna þessa hafði blaðið samband við Heilbrigðiseftir- lit Suðurnesja og þar varð Jó- hann Sveinsson fyrir svörum: „Að okkar beiðni var tekið til þarna á sínum tíma en síð- an er þetta eins og því miður víða, að þar sem menn eru að rífa bíla, trassa þeir að fara með þá í Sorpeyðingarstöðina og því verða úr þessu haugar hér og þar. Hefur þetta mál frekar vax- ið en hitt, almennt séð, þó margir verði við óskum okkar um að fara með bílflökin upp í Sorpeyðingarstöð.“ - NÝ FYRIRTÆKI - Firmaskrá Keflavíkur hefur borist tilkynning um stofn- setningu sameignarfyrirtækis er nefnist VíkurtréS.f. ogertil- gangur þess almenn trésmíða- vinna. Stofnendur eru Sveinn Vopnfjörð Björgvinsson og Lárus Þór Guðmundsson, báðir í Keflavík. Hafdís Friðriksdóttir, Sandgerði, hefur sett á stofn verslunarfyrirtæki að Hafnar- götu 32 í Keflavík er ber nafnið Verslun Hafdísar Friðriksdótt- Rekstrarformi Trésmiðju Héðins hefur verið breytt þannig að Héðinn Skarphéð- insson, Keflavík, og Asgeir Ingimundarson, Njarðvík, hafa stofnað sameignarfélag í Njarðvík er ber nafnið Tré- smiðja Héðins og Ásgeirs s.f. Jafnframt hefur Trésmiðja Héðins verið afmáð úr firma- skrá. Vetrarskoðun • Stilltir ventlar • Stilltur blöndungur • Skipt um kerti • Skipt um platínur • Stillt kveikja • Athuguð viftureim og stillt • Athugaö frostþol á kælikerfi • Athugaðar þurrkur og settur ísvari Athugaður stýrisbúnaður Athugaðar og stilltar hjólalegur Mælt millibil á framhjólum Athugaðir bremsuborðar Skoðaður undirvagn Borið silicon á þéttikanta Athuguö öll Ijós og stillt ef þarf. Mæld hleösla í rúðusprautu • Önnumst einnig alla smurþjónustu fyi;ir NISSAN, SUBARU, DAIHATSU, MAZDA og HONDA Bíla- og vélaverkstæði KRISTÓFERS ÞORGRÍMSSONAR Iðavöllum 4b - Keflavík - Sími 11266 Verð m/kertum, platínum, ísvara, Ijósaskoðun og söluskatti fyrir flestar gerðir 4ra cyl. bíla kr. 5.866.- ' i Erum einnig með viðgerðar- j þjónustu fyrir Mazda, Nissan, Datsun, Subaru, Daihatsu, Volvo og Honda bifreiðir. Þá hefur Guðmundur Sigur- bergsson og Guðmundur Mar- geirsson stofnsett fyrirtækið Nettverk s.f. Tilgangur þess er tækjaleiga og verktakastarf- semi. ARSHATIÐ Iðnaðarmanna- félags Suðurnesja verður haldin 4. nóv. n.k. í Stapa og hefst kl. 19:30. Húsið opnað kl. 19:00. Hljómsveit Birgis Gunnlaugs- sonar leikur fyrir dansi. Miðasala fer fram í húsi félagsins að Tjarnargötu 3 laugardaginn 29. okt. frá kl. 14 til 16. Skemmtinefnd rafiðnaðarmanna Kvenfélag Keflavíkur OG Kvenfélagið Njarðvík efna til leikhúsferðar fimmtudaginn 27. okt. í Iðnó að sjá Sveitasinfóníu eftir Ragnar Arnalds. Upplýsingar í Keflavík í símum 11625 (Guðmunda) og 11198 (Anney), Njarðvíkum í sím- um 12134 (Sigríður) og 12753 (Hanna).

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.