Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.1988, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 20.10.1988, Blaðsíða 13
\)iKurt jtiUU Fimmtudagur 20. október 1988 13 ALiAN^f SðlARHRiNGINN kComca U-BIX Ljósritunar- vélar frá kr. 59.800.- HE^SÓK Hafnargötu 54 - Sími 13066 Margrét Ágústsdóttir utan við Aðalstöðina. Mynd og texti: hbb. „Hræðist ekki karl- mrninÍHQ^ ~ segir Margrét Ágústs- IlldllllllCl dóttir, framkvæmda- stjóri Aðalstöðvarinnar Aðalstöðin hefur alla tíð verið mikið karlaveldi og karl- menn þar í æðstu valdastöð- um. Nú kann svo að vera að karlaveldið sé liðið undir lok, því nú hefur 32ja_ára Keflvík- ingur, Margrét Ágústsdóttir, tekið við stöðu framkvæmda- stjóra stöðvarinnar, en áður hafa þrír karlar sinnt því starfi í 40 ára sögu Aðalstöðvarinn- ar. Svo skemmtilega vill til að hinn nýráðni framkvæmda- stjóri hefur starfað með öllum fyrirrennurum sínum, fyrst sem skrifstofustúlka þegar Haukur Magnússon var í framkvæmdastjórastólnum og síðan með þeim Ögmundi Guðmundssyni og síðast Ingólfi Falssyni, sem nú hefur tekið við stöðu framkvæmda- stjóra Hraðfrystihúss Kefla- víkur. Hver er Margrét Ágústsdóttir? Til þessa að kynnast því, tóku Víkurfréttir hana í viðtal og hér er árang- urinn. Af símanum í fram- kvæmdastjóra- stólinn Margrét Ágústsdóttir er gift Árna Ásmundssyni og á einn tólf ára son. Þegar hún var spurð um menntun, sagðist hún hafa gagnfræðapróf, auk menntunar í bókhaldi og ýmsu fleiru. „Það má segja að ég hafi starfað hjá Aðalstöðinni frá upphafi," sagði Margrét, þeg- ar hún var spurð hvað hún hafi starfað um ævina. „Ég byrjaði á símanum í október 1974 og var þar fram í ágúst 1975, þeg- ar ég byrjaði á skrifstofunni sem skrifstofustúlka, en síðar varð ég skrifstofustjóri, svo aðstoðarframkvæmdastjóri og nú framkvæmdastjóri." -Nú er framkvæmdastjóra- starfið umfangsmikið starf og reksturinn mikill hjá fyrirtæk- inu. I hverju er starfið fólgið? „Framkvæmdastjórastarfið er aðallega fólgið í að halda ut- an um alla stöðina og hafa yfirumsjón með rekstrinum. Einnig kem ég til með að hafa yfirumsjón með tölvum fyrir- tækisins og þar með bókhaldi. Ég annast allan daglegan rekstur, fjármál og fram- kvæmdir.“ -Hvernig hefur reksturinn gengið? „Reksturinn hefur gengið þokkalega. Haustmánuðirnir eru slappastir en á vormánuð- um gengur vel. Fólk virðist hafa úr mikið meiri peningum að spila þá, heldur en á öðrum árstímum. En það eru ekki miklar sviptingar í rekstrin- um.“ Gengið stórslysalaust -Hvernig er það fyrir hús- móður að gegna svona starfi? „Þetta hefur allt gengið stórslysalaust. Ég hef alla tíð unnið mikið hér, þannig að framkvæmdastjórastarfið er engin stórbreyting á vinnu- tíma. Þá er strákurinn orðinn það gamall, að starfið raskar ekki heimilislífinu.“ -Nú hlýtur framkvæmda- stjórinn að eiga frístundir eins og aðrir. Hver eru áhugamál- in? „Það hefur verið ósköp lítill tími hjá mér til þess að stunda áhugamálin, þar sem ég hef verið með annan rekstur líka. Ég hef lítið getað sinnt áhuga- málunum, sem helst eru ferða- lög og eitthvað svoleiðis.“ -Nú er Aðalstöðin mikil karlaveldi og þú hefur marga karla undir þinni stjórn. Vilja þeir engu ráða? „Karlarnir hafa allir tekið mér mjög vel og ég hræðist karlmennina ekkert. Annars hefur allt starfsfólkið, sama hvort það er karl eða kona, tekið mér vel í þessu starfi. Það er æðislega gaman að gegna þessari stöðu og vera kona.“ Stríðið milli stöðvanna -Hvað finnst þér um hið ára- langa „stríð“ sem háð hefur verið á milli Aðalstöðvarinnar og Ökuleiða? „Ég hef ósköp lítið sett mig inn í það mál. Ég held að þaðsé aðallega á milli bílstjóranna persónulega." -Hvor aðilinn hefur betur? „Maður verður að halda með sínu fyrirtæki.“ Breytingar -Þau tímamót verða hjá Aðalstöðinni í næsta mánuði að hún verður 40 ára. Er að vænta einhverra breytinga í rekstri stöðvarinnar? „Breytingar verða ósköp litlar til að byrja með. Það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. En gamla Að- alstöðin verður fyrsta breyt- ingin.“ -Að lokum, hvernig tilfinn- ing er það að vera komin í framkvæmdastjórastól Aðal- stöðvarinnar? „Það er ekkert nýtt fyrir mig að takast á við þetta starf. Síð- astliðin tólf ár hef ég leyst af framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins, þegar hann hefur verið í sumarleyfum, þannig að við- brigðin eru ekki mikil,“ sagði Margrét Ágústsdóttir, nýráð- in framkvæmdastýra Aðal- stöðvarinnar, að lokum. VEÐDEILD SPARISJÓÐSINS í KEFLAVÍK HEFUR TIL SÖLU: Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs, verðtryggð skuldabréf útgefin af veðdeildinni. Einnig tökum við verðbréf í umboðssölu. Önnumst kaup og sölu á veðskuldabréfum. Innleysum spariskírteini ríkissjóðs samdægurs. Leitið upplýsinga hjá Veðdeild Sparisjóðsins í Keflavík, við Suðurgötu, sími 15800.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.