Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.1988, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 20.10.1988, Blaðsíða 19
w.miHuu Fimmtudagur 20. október 1988 19 Afmælisæfing Stakks og HSN: Rúmlega 200 þátttak- endur í vitlausu veðri Snarvitlaust veður var á Suðurnesjum þegar rúmlega 200 björgunarsveitamenn og konur komu saman hér á skaganum til þess að æfa björgun, frá hafsbotni til fjallatoppa. Æfingin hófst um kl. níu á föstudagskvöldið og fengu björgunarsveitir strax einhver verkefni að vinna að, þegar þær mættu til þátttöku í æfing- unni. Sæmilegasta veður var þegar æfingin hófst, en þegar líða tók á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardagsins þá fór heldur betur að blása og ekki hundi út sigandi, hvað þá björgunarsveitafólki. Strax og æfingin hófst voru 27 verkefni i gangi, mest leit að fólki um fjöll og firnindi, en einnig voru sett á svið „skyndi- slys“, þar sem látið var reyna á viðbrögð björgunarfólks við hinar ýmsu aðstæður. Björgunarbát hvolfdi Slöngubát frá slysavarna- sveitinni Stefni hvolfdi, er hann var við leitarstörf ásamt tveimur öðrum bátum í Osa- SILVER REED Ritvélar frá kr. 13. 930.“ IIEHÓK Hafnargötu 54 - Sínti 13066 omRon PENINGA- KASSAR frá kr. 19.800.“ IIEHÓK Hafnargötu 54 - Sími 13066 botnum við Hafnir. Fékk bát- urinn á sig brotsjó með fyrr- greindum afleiðingum. Vel heppnuð sjóslysaæfíng Þrátt fyrir að veður hafi ekki verið eins og best hefði verið á kosið, en samt rétta veðrið til þess að halda björgunaræf- ingu í, þar sem slysin verða nú oftast í bandbrjáluðu veðri, tókst sjóbjörgunaræfingin eins og til var ætlast, enda eigum við Suðurnesjamenn sjóbjörg- unarsveitir sem eru vel tækjum búnar, þó svo alltaf megi bæta tækjakostinn. Meðal þess sem æft var á sjó var meðferð og björgun með fluglínutækjum. Var skipverjum bjargað úr Búrfellinu KE, sem hafði „strandað" í Helguvík á laug- ardeginum. Þá voru einnig fleiri sjóbjörgunarverkefni í gangi. Boðið til matar Á laugardeginum var þátt- takendum í æfingunni boðið til matar í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík, sem margir þáðu með þökkum, enda búnir að fara um fjöll og eyðilönd í leit að „týndu“ fólki, sem skátar úr Keflavík, Njarðvík og Hafnarfirði léku. Farþegaþota með 104 farþega ferst Æfingunni lauk síðan á laugardagskvöldinu með stór- slysaæfingu á skotæfingasvæði hersins, en þar átti að hafa far- ist farþegaþota með 104 far- þega innanborðs. Var æfingin öllum að óvörum, þar sem bú- ið var að tilkynna að hún ætti að vera að morgni sunnudags- ins. Voru björgunar- og hjálp- arsveitir á leiðinni út í Garðog Sandgerði í smáverkefni, þeg- ar kall kom um að flugslys hefði orðið á skotæfingasvæði hersins við veginn upp í Stapa- fell. Svæðisstjórn tókst vel Þegar komið var á slysstað Hver á afmæli? Hver á afmæli á morgun? -Árni Björgvinsson. Hvað er hann gamall? -35 ára, aðeins. Hvar verður hann á morgun? -í vinnunni í Sparisjóðnum auðvitað. Næsta takmark? -Verða 40 ára og safna nokkrum gráum fyrir ofan eyru. Það er í tísku. Uppáhaldsbíll? -Þreyttur og ógangfær Gal- ant. Uppáhaldsmatur? -Vel steikt slátur með bern- aise. Uppáhaldsdrykkur? -Svart kaffi, rótsterkt. Uppáhaldseftirréttur? -Sígaretta. Fleiri upplýsingar um afmæl- isbarnið ekki gefnar upp fyrr en á fertugsafmælinu. Með kveðju, aðdáendaklúbbur Árna. var þegar sett á svæðisstjórn, sem sá um að skipuleggja björgunaraðgerðir, sem tókust mjög vel, og voru slasaðir fluttir í greiningarstöð á Patt- erson-flugvelli, þarsem æfing- unni lauk. Þegar þú kaupir föt! OPIÐ Mánud. - Fimmtud. 10-18 Föstudaga 10-19 Laugardaga 10-12 PERSÓNA Hafnargötu 61 Simi 15099 -þegar þú kaupir föt! Eigum ennþá örfáa bílskúrs- hurðaopnara frá STANLEY hlægilegu verði kr. 18.900 staðgreitt Járn & Skip v/Víkurbraut Sími 15405

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.