Víkurfréttir - 10.11.1988, Síða 1
VÍKUR
Landsbókasafn
Safnahúsiria Hve
101 Reykjavík
44. tbl. 9. árg. Fimmtudagur 10. nóvember 1988'
BYGGÐASTOFNUN:
Ætlar stofnunin að
leggja Suðurnes niður?
Mikil illska hefur hlaupið í
marga Suðurnesjamenn í kjöl-
far þess gerræðis meirihluta
stjórnar Byggðastofnunar á
þriðjudag að hunsa tilmæli
forsætisráðherra, sem er æðsti
yfirmaður stofnunarinnar og
þingmanna Reykjaness. í til-1
mælum þingmannanna kemur
skýrt fram sú ósk aðstofnunin
taki ekki þátt í því að flytja
fiskiskip og kvóta þeirra milli
landshluta með þeim hætti
sem þarna hefur verið gert.
Annars staðar í blaðinu birt-
ist mynd af bréfi þingmann-
anna. Þar birtist einnig bréf
stjórnar Eldeyjar h.f. til for-
stjóra SIS, þar sem Eldey gerir
Sambandinu kauptilboð í
hlutafé þess í HK. Þá er rætt
um frétt úr Degi, þarsem stað-
festing fæst fyrir því að togara-
salan er löngu afgreidd, að
dómi norðanmanna.
En þó svo að þessi umrædda
samþykkt Byggðastofnunar
hafi verið mikill skellur fyrir
Suðurnesjamenn er langt frá
því að máli þessu sé lokið, að
sögn Jóns Norðfjörðs, stjórn-
arformanns Eldeyjar h.f., sem
segir að málið verði einungis til
að þjappa mönnum betur sam-
an.
Skuldir Keflavíkurbæjar við
sameiginleg fyrirtæki:
Fjörutfu milljónir
gjaldfallnar
Samkvæmt athugun blaðs-
ins er skuldastaða Keflavíkur-
bæjar við sameiginlega rekin
fyrirtæki á Suðurnesjum rúm-
ar 40 milljónir miðað við lok
þessa mánaðar. Innifalið í
þessum tölum eru rafmagns-
skuldir hjá Hitaveitu Suður-
nesja.
I gær fékk Keflavíkurbær
rúmar 11 milljónir króna út úr
staðgreiðslukerfi skatta, sem
hrökkva skammt upp í skuld
þessa. Er svo komið málum að
7 milljónir bætast við um hver
mánaðamót varðandi skulda-
stöðu þessa, sem hluti Kefla-
víkurbæjar í rekstrargjöldum
viðkomandi stofnana samtals.
Þrátt fyrirað Keflavíkurbær
hafí greitt annað slagið nokkr-
ar milljónir dugar það skammt
í stöðu sem þessari. Því þurfa
þeir, sem áður segir, að snara
út rúmum 40 milljónum króna
til þess eins að gera hreint fyrir
sínum dyrum, fyrir næstu
mánaðamót.
Hlévangur:
6 tilboð bárust
Sex tilboð bárust í gerð
sökkla að viðbyggingu Hlé-
vangs í Keflavík. Það varfyr-
irtækið Þ. Guðjónsson hf.
sem var með lægsta tilboðið í
verkið, 3.847.485 krónur
sem er 88,6% af kostnaðar-
áætlun. Tilboð Húsaness
hljóðaði upp á 3.889.170 kr.
sem er 89,5%, Jón og Gunn-
ar sf. 3.989.469 sem er
91,8%, Trésmiðjan Gosi sf.
4.170.874 kr. sem er 96%,
Húsagerðin hf. 4.365.000
kr. sem er 100,5% af áætlun
og Hjalti Guðmundsson
4.433.690 kr. sem er 102% af
kostnaðaráætlun, sem hljóð-
aði upp á 4.344.800 krónur.
Engin afstaða hefur verið
tekin til tilboðanna en fund-
ir eru í byggingarnefnd og
stjórn um tilboðin.
Það var ekki verið að stofna nasistaflokk í Garðinum, heldur er hakakross-
fánanuni flaggað í hvert skipti sem 11imnariki Hitlers er sýnt í Garðinum. -
11 a. litli!
Ljósm.: hbb.
Himnarfki
Hitlers í Garði
Þriðja sýning á Himnaríki
Hitlers eða Otti og eymd
Þriðja ríkisins verður i Sam-
komuhúsinu í Garði kl. 21 í
kvöld. Miðnætursýning
verður á verkinu annað
kvöld, föstudag, kl. 23:30 og
á sunnudag kl. 21.
Aðsókn á fyrstu sýning-
arnar hefurekki veriðeins og
best verður á kosið en félagar
í Litla leikfélaginu vonast til
þess að sjá sem flesta á sýn-
ingunum um helgina og í
kvöld. Miðapantanir eru i
síma 27133 og er byrjað að
taka á móti pöntunum þrem
tímum fyrir sýningu.
Njarðvík:
Tekinn
á ofsa-
raða
Lögreglan i Keflavík stöðv-
aði í síðustu viku ökumann
sem ók helst til of greitt innan-
bæjar í Njarðvík. Var kauði
mældur á 100 km hraða af lög-
reglunni. Var ökumaðurinn
sviptur ökuleyfi en einnig
hafði áður sést til hans, þar
sem hann ók glæfralega.
Vogar:
Lést af
völdum
höfuð-
meiðsla
Sextíu og fjögurra ára gam-
all maður úr Vogum lést á
laugardag á sjúkrahúsi i
Reykjavík af völdum höfuð-
meiðsla. Hafði maðurinn misst
meðvitund urn miðja síðustu
viku en skömmu áður hafði
hann sagt fólki að ráðist hafi
verið á sig á heimili sínu og
hann barinn.
Við lögreglurannsókn hefur
ekkert það komið fram er stað-
festir að hér hafi venð um árás
að ræða. Að sögn Oskars Þór-
mundssonar, rannsóknarlög-
reglumanns í Keflavík, hallast
menn helst að því að maðurinn
hafi látist af völdum slyss er
hann hafi orðið fyrir heima hjá
sér. Annað er þó ekki útilokað
en beðið er eftir skýrslum af
krufningu.
Hefur fjöldi manns verið
yfirheyrður vegna ntáls þessa.
Hinn látni vareinbúi í Vogum.