Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1988, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 10.11.1988, Blaðsíða 5
MÍKUK juiUt Fimmtudagur 10. nóvember 1988 5 Veislutilboð Kaupfélagsbruninn: Óvíst um endurbyggingu Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um þ'að hvort versl- unarhúsnæði Kaupfélags Suð- urnesja að Hafnargötu 30, sem brann um síðustu helgi, verður endurbyggt. Sagði Guðjón Stefánsson, kaupfélagsstjóri, að enn væri beðið eftir trygg- ingarmati hússins svo hægt verði að taka ákvörðun um framhaldið. Liggur ljóst fyrir að þó allar vörur og innbú sé meira og minna skemmt, er ekki nema lítill hluti hússins sjálfs ónýtur. En hvað sem þessari ákvörðun líður, hefur verið ákveðið að selja fatalager verslunarinnar á brunaútsölu á næstunni. Að sögn lögreglunnar liggur ekki enn fyrir um eldsupptök, þó menn hallist mest að því að um íkveikju hafi veriðað ræða, annað hvort sem skemmdar- verk eða af gáleysi. En ljóst er talið að brotist hafi verið inn í húsið skömmu áður en eldsins varð vart. Þá var einnig brotist inn í brunarústirnar eftir að slökkviliðið hætti gæslu þar um kl. 20 á laugardagskvöld. Voru þar að verki strákar er ætluðu að ná sér í sælgæti í brunarústunum. Sem fyrr segir er lítill hluti hússins brunninn, þó annað sé skemmt af reyk, vatni og sóti. Er hér talið að þakka megi fyrst og fremst skjótum við- brögðum slökkviliðs BS sem var allt kallað út. Þá er vitað um einhverjar skemmdir í nærliggjandi húsum sökum reyks, s.s. í Efnalauginni Kvikk. Eldur í Skagaröstinni: „Strákarnir voru snöggir Er Skagaröst KE 70 var á leið með síldarfarm til Grinda- víkur á fimmtudag kom upp eldur í skorsteinshúsi bátsins. Að sögn Guðmundar Axels- sonar, útgerðarmanns skips- ins, varð „tjónið mun minna en á horfðist og er það fyrst og fremst því að þakka hvað strákarnir um borð voru fljót- ir að slökkva eldinn með duft- tækjum". Var eldurinn aðallega í ein- Bátsstrand við Grindavík Grindavíkurbáturinn Reyn- ir GK 47 strandaði við innsigl- inguna til Grindavíkur s.l. föstudagskvöld. Astæðan var sú að er báturinn var að kom- ast í snúninginn svonefnda drapst á vél hans með þeim af- leiðingum að bátinn tók upp í fjöru. Tíu tonna plastdekkbátur, Funi GK, kom þegarástaðinn og reyndi án árangurs að toga bátinn af strandstað. Kom þá hafnsögubátur Grindvíkinga, Villi, á staðinn og eftir að hann hafði togað í um stundarfjórð- ung losnaði hinn strandaði bátur. Er hann var kominn í innsiglinguna fór vel hans í gang og var bátnum því siglt fyrir eigin vélarafli að bryggju. Er talið að báturinn hafi slopp- ið að mestu við skemmdir. Reynir GK 47 er 70 tonna eikarbátur og um borð í hon- um var fimm manna áhöfn er strandið varð. angrun á millidekki út frá vél- aristinni. Af þessum sökum stöðvaðist skipið fram á laug- ardag meðan allt var þrifið hátt og lágt, skipt um einangr- un og lögnum breytt. Auk þess sem gert var við þil er hafði sviðnað. um helgina Draumaterta 420 kr. - Peruterta 385 kr. Marengsterta 385 kr. - Rjómahringur 370 kr. og margt fleira.... OPIÐ: Virka daga 8.30-18.00 Laugardaga.. 10.00-16.00 Sunnudaga 13.00-16.00 ■Æ Hafnargötu 31 - Sími 11695 Starfsfólk Stokkavarar Þeim, sem störfuðu hjá Stokkavör h.f. eftir 1. maí 1988, er bent á að snúa sér til skrifstofu verkalýðsfélag- anna með síðasta launaseðil, vegna innheimtu orlofsfjár, eigi síðar en næsta miðvikudag. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis. V erkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur. Þúfærð ekki édýrari bleiur! 3-5 kg. 15 stk. 158 kr. 5-11 kg. 20 stk. 228 kr. 10-18 kg. 20 stk. 240 kr. 15-25 kg. 10 stk. 158 kr. SWMIKm

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.