Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.1989, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 09.03.1989, Blaðsíða 15
VÍKUR (tittu Fimmtudagur 9. mars 1989 15 Þrír leikir á einni viku hjá UMFN: Handbolti - 2. deild: UIVIFN og IBK I fallbaráttu ÍBK sigraði í seinni nágrannaslagnum 24:22 Stórskyttur FH-inga leika við UMFN í 16 liða bikarúrslitum Það voru ekki aðeins Kefl- víkingar sem fengu alvöru mótherja í 16 liða úrslitum bikarkeppni handknattleiks- sambandsins, því Njarðvík- ingar drógust gegn -Héðni Gilssyni og félögum hans í FH og fer leikurinn frarn í Njarðvík á þriðjudagskvöld. Kvöldið áður leikur UMFN gegn HK, sem er í 1. sæti deildarinnar, og á föstudag. 17. mars, leika Njarðvíking- ar 3ja leikinn í söntu vikunni og þá gegn ÍR, sem er í 2. sæti deildarinnar. Síðasti leikur UMFN er gegn Haukum, sem eru í 3. sæti. Njarðvík- ingar fá því erfiða raun í síð- ustu leikjum deildarinnar og þurfa nauðsynlega stig úr einhverjum þeirra til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af fallbaráttu. Keflvíkingar sigruðu ná- granna sína úr Njarðvík er liðin áttust við í 2. deild Is- landsmótsins í handknatt- leik í íþróttahúsi Keflavíkur sl. fimmtudagskvöld. ÍBK skoraði 24 mörk gegn 22 hjá UMFN. í leikhléi var ÍBK yfir, 13:12. Keflvíkingar virðast hafa tak á Njarðvíkingum. Þeir sigruðu í fyrri viðureign lið- anna í vetur og gerðu hið sama núna. En eins ogalltaf þegar þessi lið eigast við var um hörkuleik að ræða og oft munaði litlu að upp úr syði. Keflvíkingar, með Björgvin Björgvinsson í fararbroddi, voru ávallt með frumkvæðið en munurinn var þó yfirleitt aðeins 1-2 mörk. Njarðvík- ingum tókst aldrei að brúa þann litla mun og heima- menn uppskáru dýrmætan sigur, í raun lífsnauðsynleg- an í erfiðri fallbaráttu. IBK er ásamt Þór í 3.-4. neðsta sæti með 10 stig en Njarðvík er óvænt komið í fallbarátt- una með 13 stig eftir þrjú töp í röð. Mörk ÍBK: Björgvin 8, Krist- inn Ósk. 4, Hafsteinn 5, Gísli, Ólafur Lár og Jón Olsen 2 hver og Einar 1 mark. Mörk UMFN: Eggert 11, Snorri 4, Sigurjón, Ólafur Th. 2 hvor, Valfýr, Arinbjörn og Guð- björn 1 hver. Einn leikmanna ÍBK fékk að sjá rauða spjaldið í byrjun seinni hálfleiks, en það var Kristinn Oskarsson, fyrir grófa, óíþróttamannslega framkomu. Grindvíkingar ekki í úrslit Grindvíkingar máttu þola tap gegn Valsmönnum í Grindavík á sunnudags- kvöldið í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum Flugleiða- deildarinnar. Valsmenn skoruðu 80 stig gegn 71 stigi UMFG. Leikurinn var æsispenn- andi en Valsmenn höfðu oft- ar forystu. Urslitin réðust ekki fyrr en á síðustu fimm mínútunum og þá reyndust Valsmenn sterkari og náðu að tryggja sér sigur, 80:71. Grindvíkingar verða því að bíta í það súra epli að horfa á eftir Val í úrslitin en geta engu að síður verið ánægðir með frammistöðuna í vetur, sem hefur komið skemmti- lega á óvart. Guðmundur Bragason var að venju atkvæðamestur með 18 stig en næstur kom Hjálmar Hallgrímsson með 13 stig fyrir UMFG. Guðjón heitur Guðjón Skúlason var í banastuði er ÍBK lék við KR í Hagaskólanum á sunnu- dag. Guðjón skoraði 50 stig en það dugði Keflvíkingum ekki, sem töpuðu leiknum með 10 stiga mun, 74:84. Það kemur ekki að sök, því Kefl- víkingar sigruðu IR í Kefla- vík á þriðjudagskvöldið 103:54 og eru því sigurvegar- ar í riðlinum. I leiknum við IR var Nökkvi Jónsson stigahæstur með 19 stig. Formsatriði hjá UMFN ' Ástráður Gunnarsson Ástráður með ÍBK -Steinar Jóhannsson aðstoðarmaður hans Ástráður Gunnarsson hef- ur verið ráðinn þjálfari IBK- liðsins í knattspyrnu. Honum til aðstoðar verður mark- mannshrellirin mikli hér á ár- um áður, Steinar.Jóhannsson. Þeir félagar hafa báðir þjálf- að yngri flokka félagsins með góðum árangri. Annað tap ÍBK ÍBK tapaði öðrum leik sín- um í 1. deild kvenna í körfu- knattleik í vetureríSbarsig- urorð af Keflavíkurstúlkun- um, 59:45. í Grindavík sigr- uðu Njarðvíkurdömurnar stöllur sínar úr Grindavík, 52:32. Reynismenn unnu Reynismenn hafa tryggt sér sæti í úrvalsdeild körfu- boltans næsta vetur en þeir leika sem kunnugt er undir stjórn hins gamalkunna Njarðvíkurrisa, Jónasar Jó- hannessonar. Reynismenn héldu uppteknum hætti um helgina og unnu Létti á úti- velli, 84:70, og eru með 6 stiga forskot á næsta lið. Friðrik Rúnars með 28 stig <V/r ” Friðrik Rúnarsson var at- kvæðamestur Njarðvíkinga er þeir rúlluðu yfir Stúdenta í síðasta leik A-riðils Flug- leiðadeildarinnar í körfu- knattleik í fyrrakvöld. Frið- rik skoraði 28 stig í 107:64 sigri Njarðvíkinga. r Vcrðlaunahafar í 3. flokks móti og Pollamóti Knattborðsstofu Suður- nesja. Ljósm.: hbb. fldam í verðlaunasætum í 2. og 3. flokki Adam Ingvarsson gerir það ekki endasleppt í snók- ernum. Þessi 14 ára „gutti" sigraði í 3. flokksmóti Knatt- borðsstofu Suðurnesja í snóker, sem haldið var fyrir skömmu á stofunni. í 2. sæti varð Grétar Þoikelsson og 3ji Hilmar Tryggvason. Með þessum sigri vann Adam sér þátttökurétt til að keppa í 2. flokki. Þar gerði hann sér lítið fyrir og endaði í 3. sæti. Annar varð hinn gamalkunni körfuknatt- leiksdómari Kristjbjörn Al- bertsson, sem nú hamrar kjuðann af öllum mætti með góðum árangri. Sigurvegari í 2. fjokksmótinu varð Ragn- ar Omarsson eftir úrslitavið- ureign við Kristbjörn. Þá var einnig haldið polla- mót 15 ára ogyngri. Þarsigr- aði Sigvaldi Lárusson. Ann- ar varð Einar Hannesson og þriðji varð Davíð Tómasson. Það fást líka fermingargjafir í Dropanum Rörberahillur í krómi/gleri og svörtu og hvítu. 2ja, 3ja og 4ra hæða hillur fáanlegar með skápum. HVÍTT/SVART VERÐ: 2ja hæða 3.303 kr. 3ja hæða 4.628 kr. 4ra hæða 6.077 kr. 5 hæða 7.402 kr. Tvöföld eining með skrifborði kr. 12.596.- Njarðvíkingar fóru til Akureyrar til að ljúka skyld- uverki. Þeir léku við Þór og unnu átakalausan sigur, 108:81, og voru yfir, 48:29, i leikhléi. Friðrik Ragnarsson skoraði mest fyrir UMFN, 24 stig.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.