Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.1989, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 09.03.1989, Blaðsíða 19
\>iKun f/ump Fimmtudagur 9. mars 1989 19 STJORNUSKANDALL Övenjuleg útsending Stjörnunnar frá Fegurðarsamkeppni Suðurnesja. - Útvarpsmaðurinn drukkinn? „Ég hef' hringt í útvarps- stjóra Stjörnunnar, Þorgeir Ástvaldsson, og óskað eftir afriti af útsendingu héðan á laugardaginn. {framhaldi af því mun ég íhuga mitt mál. Hvort um málshöfðun verður að ræða get ég ekki sagt á þessari stundu“, sagði Ragnar Öm Pétursson, veit- ingamaður í Glaumbergi, um vægast sagt óvenjulega útsendingu útvarpsstöðvar- innar Stjörnunnar frá Feg- urðarsamkeppni Suðurnesja si. laugardag. Jón Axel Ólafsson hafði undirbúið útsendingu frá Glaumbergi, en hún varð styttri en gert var ráð fyrir. Að því er blaðið hefur hermt, þá kom Jón Axel ,,í loftið" rétt eftir klukkan 20 og sagði þá að hann væri staddur á Fegurðarsamkeppni Suður- nesja í Glaumbergi. Út- varpsmaðurinn sagði síðan eitthvað á þá leið, að skipu- lagning og framkvæmd keppninnar væri viðvanings- lega unnin og illa að henni staðið, en þátttakend- urnir gullfallegir. Var síðan ,,klippt“ á útsendinguna. Er talið að útvarpsmaðurinn hafi verið talsvert undir áhrifum áfengis og hafa margir staðfest það við blaðið, er sáu hann þetta kvöld. Blaðið hafði samband við Þorgeir Ástvaldsson, út- varpsstjóra, um þetta mál. Vildi hann ekki tjá sig um það að svo stöddu, þar sem hann sagðist ekki hafa haft tíma tjl að hlusta á afrit af út- sendingunni, vegna anna. Sigurður vann bræðraslaginn. Sigurður Gísli Sigurður Magnússon vann bræðraslaginn og sló þar með Gunnar bróður sinn út úr getraunaleiknum. Sigurð- ur fékk 6 rétta en Gunnar 5 og hefur hann skorað á Gísla Eiríksson, rafmagnstækni- fræðing með meiru og starfs- mann hjá Geisla hf. í Kefla- vík. Gísli tippar af og til og hefur meira að segja fengið 12 rétta einu sinni, þegar hann var við dvöl í Dan- mörku. „Ég helt ég hefði bjargað námslánunum en svo fór nú ekki. Það voru hundruðir ef ekki þúsundir manna með 12rétta, þannig að vinningurinn varð eng- inn“ sagði Gísli, sem er „púl- ari“ eins og Sigurður. Staðan á toppnum er þannig að Júlíus Baldvins- son er sem fyrr efstur, með 7 skipti. Jón Halldórsson er með 4 skipti (ekki þrjú) og síðan koma með þrjú skipti, Haraldur Á. Haraldsson, Gunnar Magnússon og eftir þessa viku er Sigurður Magnússon kominn með 3 skipti. Fjórir efstu kapparnir munu síðan heyja úrslita- keppni um heila helgarferð og miða á bikarúrslitaleikinn í enska boltanum, með Sam- vinnuferðum-Landsvn. & K3ÓTSEL ef þú vilt gæði og gott verð S. G. Arsenal-Nott.For. Charlton-Southampton Derby-Tottenham Everton-Sheff.Wed. Luton-Millwall Middlesbro-Liverpool Newcastle-Q.P.R. Norwich-Wimbledon West Ham-Coventry Chelsea-Watford Leeds-Ipswich Oxford-W.B.A. I 1 X 1 1 2 2 1 2 1 X 2 Ritstjóra- afmælis-moli Emil Páll Jónsson, stórrit- stjóri, molahöfundur og pennavinur fjölda bæjarbúa, á afmxli á morgun. Já, ritstjór- inn er fertugur og eins og sönnum Suðurnesjamanni sæmir, sem alist hefur upp í sjávarþorpi á Suðurnesjum, er hann fiskur. En ritstjórinn ætlar samt ekki að láta veiða sig á afmælisdaginn. Einhver stórhöfðingi úti á landi hefur boðið honum í ,,mola“-kaffi til að ræða heimsmálin, og því verður hann ekki heima við. Sendum þér okkar bestu af- mxliskveðjur og vonum að þú dýfir þessum afmælis-mola í afmæliskaffíð. Pennavinir '( )Y \) UTSALA I DUUS Rýmingarsala dagana 10. til 18. mars á útlitsgölluðum húsgögnum eða á meðan birgðir endast. Einnig ýmis hús- gögn á tilboðsverði Kjör við allra hæfi Opið laugardag til kl. 16 1 r(fA \ r • • DUUS-HUSGOGN Hafnargötu 90 - Sími 12009 y

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.