Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.1989, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 09.03.1989, Blaðsíða 16
mun 16 Fimmtudagur 9. mars 1989 Innbrotið í Vogum: í gegnum rúður Aðfaranótt 2. mars var brotist inn í húsnæðið að Iðn- dal 2 í Vogum og all miklar skemmdir unnar, auk þess sem nokkru var stolið. í húsi þessu eru til húsa nokkur fyrirtæki, þ.e. Kaupfélag Suðurnesja, skrifstofur Vatnsleysustrand- arhrepps, Lyngholt s/f, Apó- tek, Heilsugæsla og svo bóka- safn. Helst létu þjófarnir greipar sópa í kaupfélaginu en þaðan var stolið um 2000 kr., 50 síg- arettukartonum, gosdrykkj- um, snakki o.fl. Þjófarnir brutu sig áfram um bygginguna í þess orðs fyllstu merkingu, því að þeir þeyttu einum af búðarkössum kauplelagsins í gegnum gler og hurðir sem urðu á vegi þeirra. Selma Jónsdóttir, verslun- arstjóri, sagði að þetta væri í þriðja sinn sem brotist væri inn í búðina. Hún sagði að aldrei hefði aðkoman eftir á verið jafn hrikaleg og nú. Eins og fram hefur komið í blöðum yfirsást þjófunum að leita í frystikistu verslunarinn- ar en það voru geymdar 120 þús. kr. undir pokum af Þykkvabæjarkartöflum. Varð- andi þetta sagði Selma Jóns- dóttir: ,,Hér er enginn banki svo við verðum að geyma af- rakstur dagsins hér í búðinni yfir nóttina. Við höfum geymt þetta svona gegnum árin og þessi felustaður hefur Iifað af öll innbrot hingað til. Héreftir verður að sjálfsögðu farið með dagsöluna út I Keflavík að kvöldi og hún sett í bankahólf. Við upphaf á rannsókn á innbrotinu sl. fimmtudags- morgun sagði ég ónefndum rannsóknarlögreglumanni að sjálfsögðu frá felustað þessum. Hann brýndi þá fyrir mér að láta ekki nokkurn mann vita um þennan fclustað. Hann gekk síðan hér út um dyrnar og gaf blaðamanni Morgun- blaðsins það góðar upplýsing- ar að lesa mátti um felustaðinn í Morgunblaðinu daginn eftir. Þessi vinnubrögð lögreglunn- ar finnast mér fyrir neðan all- ar hellur," sagði Selnia að lok- um. Vilhjálmur Grímsson sveit- arstjóri sagði litlar skemmdir hafa verið unnar. Þó var hurð- inni sparkað upp á skrifstofu sveitarstjóra og peningaskáp- ur, 5-600 kíló á þyngd, borinn út á mitt gólf á skrifstofu hreppsins. Þess niá í lokin geta að ekk- ert þjófavarnakcrfi er í húsinu. unar- og tijónustuhúsnæðið. Selma Jónsdóttir, verslunar- st jóri kaupfélagsins i Voguni. Búðarkassinn þaut ATVINNA Starfsfólk vantar til saltfisk- vinnu. Upplýsingar í síma 15792. Afgreiðslustarf Vantar stúlku til afgreiðslustarfa í Sigurjónsbakarí á Keflavíkurflug- velli. Einhver enskukunnátta nauð- synleg. SIGURJÓNSBAKARÍ Sími 15255 ATVINNA Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa. Ekki yngri en 20 ára. Upplýsingar í versluninni eftir hádegi á morgun, föstudag. FATAVAL Iðnaðarmanna- félag Suðurnesja Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 11. mars kl. 14. Fundarefni: Ursögn úr Landssambandi iðnað- armanna. Önnur mál. Stjórnin 25 ára afmælishátíð s Golfklúbbs Suðurnesja verður haldin í Golfskálanum Leiru, laug- ardaginn 11. mars n.k. Húsið opnað kl. 19 með fordrykk. Forsala aðgöngumiða í golfskálanum fimmtudags- og föstudagskvöld frá kl. 20. Skemmtinefnd jtitUt Tók niðri við Eldey Loðnuskipið Júpiter RE 161 tók niðri vesturaf Eldey aðfaranótt föstudagsins. Var verið að leita að loðnu er óhappið varð en um 700 tonn af loðnu voru komin um borð í skipið. Kom gat á stefni Júpiters og komst sjór í stefnistank. Komst skipið hjálparlaust til Reykjavíkur, þar sem gert var við það. Var veður mjög gott og því hvorki skip né áhöfn í hættu. Steindór fylgdi með Ákveðið hefur verið að SBK taki við rekstri hóp- ferðaþjónustu Steindórs á 40 ára afmælisdegi Keflavíkur- bæjar, þ.e. 1. apríl n.k. Jafn- framt mun Steindór Sigurðs- son fylgja með sem starfs- maður, a.m.k. fram á sumar. Þá hefur Hótel Keflavík tekið við rekstri Hótels Kristínu og mun það starfs- fólk, sem áður var á Kristínu verða eitthvað áfram við störf hjá þessum nýja rekstr- araðila. Kristján Gunnars- son framkv.stjóri stjórnar verka- mannabústaða Alls bárust níu umsóknir um stöðu framkvæmda- stjóra stjórnar verkamanna- bústaða í Keflavík en staðan var veitt frá síðustu mánaða- mótum. Af þessum hópi voru aðeins tveir sem ekki óskuðu nafnleyndar, þ.e. Oskar Guðjónsson og Helgi Jónatansson. Hefur stjórnin nú einróma samþykkt að ráða Kristján Gunnarsson húsasmið í stöðu þessa, en hann var í hópi þeirra sjö umsækjenda er óskuðu nafnleyndar. Tek- ur hann því við stöðu þeirri er Sigurbjörn Björnsson gegndi þar til fyrirtæki hans og Hilmars Sölvasonar, Flugþjónustan s.f., tók við þjónustuverkinu hjá Flug- leiðum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.