Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.1989, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 09.03.1989, Blaðsíða 5
viKtin Fimmtudagur 9. mars 1989 5 juiUt Ky vindur Ólat'sson, bílasali, helur nú opnað bilasölu í Gróllnni og er umboðsaðili fyrir Svein Kgils- son-l}ílaborf> hf. l.iósm.: hbh. Bílasaala Suðurnesja: Ný bílasala í B.G.-húsinu Hlaut höf- uðmeiðsliá dansleik Maður einn, sem var á laugardagskvöldið í Glaum- bergi, datt og hlaut af því höfuðmeiðsli. Voru bæði lögregla og sjúkrabíll kölluð á staðinn en hinn slasaði var fluttur undir læknishendur. Úskar Jóns- son gefur Njarðvíkur- bæ listaverk Óskar Jónsson hefur gefið Njarðvíkurbæ listaverk eftir sjálfan sig. Listaverkið, sem er af ráðhúsi Njarðvíkurbæj- ar og nánasta umhverfi, er unnið úr áli. Hefur bæjarráð þakkað listamanninum höfðinglega gjöf og falið bæj- arstjóra að finna verkinu við- eigandi stað. Ný bílasala, Bílasala Suð- urnesja, opnaði um síðustu helgi í B.G.-húsinu, Gróf- inni 8 í Keflavík. Það er Ey- vindur Ólafsson sem rekur bílasöluna en áður starfaði hann við bílasöluna Bílanes í Njarðvík. Bílasala Suðurnesja er umboðsaðili á Suðurnesjum fyrir Svein Egilsson-Bíla- borg hf. og er þetta fyrsta sameiginlega umboð þessara fyrirtækja fyrir utan Reykja- vík, en reyndar hefur sam- einingin ekki átt sér fullkom- lega stað hjá aðulumboðun- um. Á boðstólum hjá hinni nýju bílasölu verða meðal annars merki eins ogMazda, Ford, Suzuki, Fiat, Lancia, Hyundai (Hondæ) og Kor- ando. Að sögn Eyvindar er hægt að fá nýja bíla á mjöggóðum kjörum, 25% út og rest á allt að 30 mánuðum. Þá vantar einnig alla nýlega bíla á sölu- skrá. Staðgreiðsla skatta: Sveiflur í atvinnumálum koma fram strax Töluverður samdráttur varð í staðgreiðslu skatta í gegnum Gjaldheimtu Suður- nesja nú í febrúar, að sögn Stefáns Jóns Bjarnasonar, formanns SSS. Sagði hann samdrátt þennan vigta rúm 30% miðað við endaðan febr- úar í samanburði við janúar- lok. Ekki er þó hægt að taka tölu þessa og telja hana alla vegna samdráttar, því þegar þessir tveir mánuðir eru bornir saman koma þrjú til- vik sem skoða þarf nánar. Það er hækkun á persónuaf- slætti, en launin stóðu í stað, sem þýðir minni skatt- heimta. Þá er alltaf mikjll fjöldi fólks sem greiðir í jan- úar vanskil frá fyrra ári og síðan eru það atvinnumálin og sveiflur í þeim sem skila sér strax í innheimtunni. Sagði Stefán Jón því að það væri fyrst í marslok sem hægt væri í raun að sjá hvað samdráttur þessi vigtaði stórt hjá gjaldheimtunni og kæmi þar með niður á sýeit- arfélögunum og ríkinu. TJARNARGÖTU 31 KEFLAVÍK SÍMI 13977 Slökkvi- liðið gabbað Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var á mánudags- morgun kallað að íbúðar- húsi einu í Garði. Erslökkvi- lið kom á vettvang reyndist um gabb að ræða en ekki er vitað hverjir þar voru að verki. 1. flokks restaurant og bar Hraðflugsmatseðiil í hádeginu Léttur réttur ávallt í hádeginu Fullbókað í mat föstudags- og laugar- dagskvöld. Barinn aðeins opinn fyrir MATARGESTI Þar sem vinir og kunningjar hittast Hafnargötu 57, Keflavik, Sími 15222

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.