Víkurfréttir - 09.03.1989, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 9. mars 1989
Ölvun og
slagsmál
Áhyggjur lögreglumanna
um aukin vandamál í kjölfar
bjórsins hafa reynst óþarfar,
a.m.k. hér syðra. Þó þurfti
lögreglan að hafa afskipti af
ölvuðu fólki um síðustu helgi
en það var ekkert meira en
oft gerist um helgar.
Þá þurfti lögreglan að hafa
afskipti af slagsmálum er
urðu í Glaumbergi og eins af
rúðubroti í versluninni
Stapafelli við Hafnargötu.
Fáir bátar
í Keflavik
Fáir bátar reru frá Kefla-
vík í síðustu viku, flestir
komnir til Sandgerðis eða
Grindavíkur vegna þess
hversu vont er í sjóinn á
Faxaflóa og því erfitt að róa.
Aflahæstir í Keflavík í síð-
ustu viku voru Stafnes með
57,8 tonn í fjórum róðrum,
Happasæll með 53,7 tonn í
fimm og Albert Olafsson
með 48,5 tonn í þrem róðr-
um, en þessir bátar eru allir á
netum.
Frá aðalfundinum
Aðalíundur D-álmu samtakanna:
Stjðrnin endurkjörin
Sjötti fulltrúaráðsfundur
D-álmu samtakanna var
haldinn á laugardag á Hótel
Kristínu. Var hér um eins-
konar aðalfund að ræða. Er
kom að stjórnarkjöri var
fyrri stjórn endurkjörin, þó
með þeirri breytingu að Jón
Hóimgeirsson, Grindavík,
kom innsem meðstjórnandi í
stað Kristjáns Sigurðssonar,
yfirlæknis.
Er stjórnin því þannig
skipuð: Tryggvi Valdimars-
son, Jón Sæmundsson,
Hrafnhildur Gunnarsdóttir,
Jón Hólmgeirsson og Ásta
Árnadóttir. Mjög miklar
umræður urðu um stöðu D-
álmunnar, en þar stendur á
leyfi hins opinbera til að
framkvæmdir geti hafist.
Þá flutti Ásgeir Jóhannes-
son frá Sunnuhlíðarsamtök-
unum í Kópavogi greinar-
gott crindi um það hvernig
þau sarntök stóðu að bygg-
ingu 40 rúma hjúkrunar-
heimilís í Kópavogi fyrir að-
eins 17 milljónir króna, en
samtökin fengu ekki krónu
að tilhlutan þingmanna kjör-
dæntisins eða úr neinum op-
inberum sjóðum. Með öðr-
um orðum: þau byggðu
heimili eins og þau vildu
liafa það fyrir framlög Kópa-
vogsbúa.
Frá afhendingu ljósanna. Elín Guðnadóttir og Árni Júlíusson.
Ljósm.: epj.
Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju:
Hefur gefið kirkjunni
veglegar gjafir
Allt frá stofnun liefur
Systrafélag Ytri-Njarðvíkur-
kirkju stutt myndarlega við
kirkjuna sína. Nú síðast gaf
félagið inni- og útiljós. Eru
ljós þessi flest komin upp en
þó vantar eitthvað af útiljós-
unum.
1 upphafi sóknarnefndar-
fundar nú á mánudagskvöld
afhenti Elín Guðnadóttir,
formaður Systrafélagsins,
kirkjunni gjafabréf fyrirljós-
um þessunt. Kom það í hlut
Arna Júlíussonar, formanns
sóknarnefndarinnar, að
veita gjafabréfinu viðtöku.
Fyrirtæki
til sölu
Smurbrauðsstofan Hafnargötu 19a er til
sölu. Miklir möguleikar, gott verð. Uppl.
gefur Guðjón í síma 14296 eftir kl. 19.
25 ára afmæl
ishátíð G.S.
Golfklúbbur Suðurnesja
fagnar nú 25 ára afmæli sínu.
Klúbburinn var stofnaður 4.
mars 1964 og hefur vegur
hans farið ört vaxandi síðan.
í dag telur klúbburinn yfír
300 meðlimi. 1 tilefni þessara
tímamóta verður haldin sér-
stök 25 ára afmælishátið í
golfskálanunt n.k. laugar-
dag og hefst hún kl. 19:00.
Verða miðar á hátíðina seld-
ir í golfskálanum í kvöld og
annað kvöld frá kl. 20.
Blessaður
bjðrinn
Þá er hann nú kominn,
blessaður bjórinn, mörgum
til ánægju en öðrum til leiða.
Sorpbíll okkar Suðurnesja-
manna bar þess greinilega
merki í síðustu viku, troðinn
af rusli og pappakassarnir
greinilega látnir sæta af-
gangi. Myndin var tekin þeg-
ar bíllinn var á leið inn
Reykjanesbraut. Hvarskyldi
annars vera hægt að fá Hein-
eken og Beck’s Bier fyrir
neðan girðingu?
..Flott
fiskirí í
síðustu
viku‘
„Það var flott fiskirí hérna
í síðustu viku en það hefur
aðeins dregist saman í þess-
ari viku,“ sagði starfsmaður
hafnarvigtarinnar í Sand-
gerði í samtali við blaða-
mann nú eftir helgina.
Arney var aflahæst neta-
báta með 114,9 tonn en síðan
komu Hafberg með 63,4
tonn, Þorkell Arnason með
53,3 tonn og Sæborg með
50.9 tonn, allir eftir sex
róðra.
Af línubátum var Una í
Garði efst með 45 tonn, Jón
Gunnlaugs með 42 tonn og
Reynir nteð 41,4tonn, öll eft-
ir þrjá róðra. Sandgerðingur
fór fimm róðra og fékk sam-
tals 35 tonn.
Snurvoðarbátar hafa ver-
ið að fiska og landaði Baldur
32.9 tonnum í síðustu viku,
Reykjaborg 30,8 tonnum,
Bliki 19,1 tonni og Njáll
einnig rúmlega 19 tonnum.
Þrettán handfærabátar reru í
síðustu viku og fengu frá 200
kílóum upp í 4,4 tonn. Þá
lönduðu Dagfari og Harpa
samtals 764 tonnum af
loðnu. Heildarafli í Sand-
gerði var 1253 tonn.
Smáauglýsingar
íbúð óskast
Einstaklingsíbúð eða lítil íbúð
óskast til leigu. Vinsamlegast
hafið samband við skrifstofu
Víkurfrétta, sími 14717.
Ur tapaðist
Xeon úr með gullskífu og tví-
litu armbandi tapaðist sl.
laugardag. Finnandi vinsam-
legasl komi úrinu á skrifstofu
Víkurfrétta.
íbúð óskast
Oska eftir íbúð á leigu í Kefla-
vík, Garði eða Sandgerði.
Fyrirframgreiðsia ef óskað er.
Uppl. i síma 37813.
Barnavagn til sölu
Grár, stór Silver-Cross barna-
vagn til sölu. Uppl. í síma
12017.
Til sölu
svefnbekkur með skúffum og
skrifborð. Upplýsingar í síma
12226 eftir kl. 19.
Takið eftir
Er ekki einhver sem vill leigja
ungri stúlku, sem ekki reykir
og er reglusöm, litla einstakl-
ings- eða stúdeóíbúð á sann-
gjörnu verði. Mjög góðri um-
gengni heitið. Upplýsingar i
símum 92-27082 (á kvöldin)
eða 91-693702 (vinnusími).
Traustan leigjanda
vantar 3ja herbergja íbúð í
Njarðvík eða Keflavík, strax.
Uppl. í síma 11982 eftir kl. 17.
Búslóð til sölu
sófasett, kommóða, ruggu-
stólar, snyrtiborð og leður-
jakkar o.fl. Selst allt mjög
ódýrt. Upplýsingar í síma
13917.