Víkurfréttir - 05.05.1989, Qupperneq 1
mun
Landsbóka
Safnahúsi
Hverfisgö
101 Reykj
Mótmæli bæjarstjórnar Keflavíkur:
¥ lat fna rf i rðui r, ne i tal kl k!
Þessa dagana er til lokaaf-
greiðslu á Alþingi frumvarp til
laga um aðskilnað dómsvalds
og umboðsvalds í héraði. Af
því tilefni bar Magnús Har-
aldsson, bæjarfulltrúi í Kefla-
vík, upp eftirfarandi tillögu á
fundi bæjarstjórnarinnar á
þriðjudag:
„Fyrir Alþingi liggur frum-
varp til laga um aðskilnað
dómsvalds og umboðsvalds í
héraði. Frumvarpið felur m.a.
í sér þá ákvörðun skv. 7. tölu-
lið 2. gr. að varnarþing Kefla-
víkur verði lagt undir Héraðs-
dóm Reykjaness, sem aðsetur
skal hafa í Hafnarfirði.
Bæjarstjórn Keflavíkur tel-
ur slík áform vega alvarlega að
sjálfstæði sveitarfélagsins og
leggur áherslu á að slík skipan
dómsmála muni torvelda íbú-
um bæjarins að neyta réttar
síns.
Slík áform brjóta auk þess
mjög alvarlega í bága við hug-
myndir sem lengi hafa verið
uppi um samstarf og samein-
ingu sveitarfélaganna á Suður-
nesjum.
Bæjarstjórn Keflavíkur
mótmælir því harðlega slíkum
áformum og krefst þess að frá
þeim verði fallið og hér verði
sjálfstæður héraðsdómstóll
fyrir Suðurnes eins og verið
hefur.“
Eftir allmiklar umræður um
málið var tillagan samþykkt
með atkvæðum sjö bæjarfull-
trúa, en Hannes Einarsson og
Vilhjálmur Ketilsson sátu hjá.
Hefur tillaga þessi þegar verið
send Alþingi, enda eins og
fram kom í málflutningi, um
mikið hagsmunamál fyrir Suð-
urnesjamenn, því ef frumvarp-
ið verður samþykkt óbreytt
munum við þurfa að sækja
dómþing til Hafnarfjarðar og
það er flestum okkar mjög
óljúft.
35.5%
innláns-
aukning
Aðalfundur Sparisjóðsins
í Keflavík var haldinn á
föstudag. Komu þar fram
ýmsar upplýsingar um rekst-
ur Sparisjóðsins, eins og
venja er á slíkum fundum. A
síðu 16 i blaðinu í dag er
fundinum gerð betri skil.
Um þessar mundir eiga
sparisjóðsstjórarnir, Tómas
Tómasson og Páll Jónsson,
15 ára starfsafmæli. í stjórn
Sparisjóðsins í dag eru Jón
H. Jónsson, Jón Eysteins-
son og Sæmundur Þórðar-
son.
i_______________
Umferðarmál:
Ekkert
fjármagn
Umferðarnefnd Keílavík-
ur harmar að ekki skuli vera
veitt fjármagn til nýfram-
kvæmdá við umferðarmann-
virki í sumar. Það fjármagn
sem veitt hefur verið til um-
ferðarmala er aðeins til ár-
vissra framkvæmda og við-
halds, en ekkert fé er áætlað
tíl gangbrauta- og hraðaað-
vörunarljósa, sem þegar
hafa verið pöntuð. '
tiiWtLM,
WRKALYObl
SJÓMANNAF
GERÐAHRÍ
SUÐURNESJA
Þeir voru heiðraðir, f.v. Bjarni Sigurðsson og Nicolai Bjarnason,
1. MAf:
Tveir aldnir baráttumenn heiðraðir
Tveir aldnir baráttumenn
voru heiðraðir á hátíðar- og
baráttudegi verkalýðsins 1.
maí í Stapa að þessu sinni.
Það voru þeir Bjarni Sigurðs-
son, Hausthúsum í Garði, og
Nicolai Bjarnason, Tungu-
vegi 8, Njarðvík. Þá var Osk-
ari Aðalsteini rithöfundi
sýnd sérstök virðing, en
hann varð einmitt 70 ára
þennan sama dag.
Mikil fjölmenni sótti vel
heppnaðan fund í félags-
heimilinu Stapa í Njarðvík.
Nánar er greint frá dagskrá
fundarins á blaðsíðu 2 í
blaðinu í dag.
Verðkönnun VSFK:
Lamba-
kjötið
ödýrast í
Fíabúð
- dýrast í
Hagkaup og
í Horninu
Verkalýðs- og sjómanna-
félag Keflavíkur og nágrenn-
is lét framkvæma verðkönn-
un á fimmtudag í síðustu
viku í helstu verslunum í
Keflavík og Njarðvík. Er
fólki bent á að könnunin er
birt í heild sinni á síðu 12 í
blaðinu í dag.
Nokkuð mikill mismunur
er mili einstakra vöruflokka
í verslunum þessum. Ef kjöt-
ið er skoðað eitt og sér kem-
ur það athyglisverða í ljós að
það er dýrast í Hagkaup og
Horninu en ódýrast í Fía-
búð. Kílóið af lambaiærum
kostar 569 kr. í Fíabúð en
687 á Horninu og 697 í Hag-
kaup. Lambahryggskílóið
kostar 545 kr. í Fíabúð, 635 í
Hagkaup og'638 á Horninu.
Njarðvík:
1 \
Bæjarritarinn vann uppsagnarmálið
Kveðinn hefur verið upp
dómur í ímáli Sigurðar G. Ol-
afssonar, fyrrum bæjarritara
i Njarðvík, gegn bæjarsjóði
Njarðvíkur. Er Njarðvíkur-
bæ gert að greiða stefnanda,
Sigurði G. Ölafssyni, kr. 600
þúsund ásamt dráttarvöxt-
um og einnig málskostnað,
kr. 150 þúsund.
Var dómurinn kveðinn
upp á þriðjudag í bæjarþingi
Keflavíkur og Njarðvíkur.
Dómari var Sigurður Hallur
Stefánsson, héraðsdómari,
og meðdómendur Finnbogi
H. Alexandersson og Gunn-
ar Aðalsteinsson, héraðs-
dómarar.
Miðast (jráttarvextirnir
við 22. september 1988 og er
því talið að Njarðvíkurbær
verði að greiða hátt á aðra
milljón króna vegna máls
þessa. Sigurði var sagt upp
störfum sem bæjarritari
Njarðvíkurbæjar með óiög-
legurn hætti, fyrirvaralaust,
eins og segir í dómnum.