Víkurfréttir - 05.05.1989, Síða 10
10 Föstudagur 5. maí 1989
Föstudagur 5. maí 1989 11
Sérleyfísnefnd, bæjarfulltrúar og starfsmenn SBK.
vandlega umhugsun ákvað ég
að bjóða SBK þetta og árang-
urinn er öllum ljós.“
-Nú er farið að rœða um út-
boð á skólaakstrinum. Er það
ekki tómt mál að tala um hér
syðra. Er nokkuð annað fyrir-
tæki en SBK sem getur boðið í
þessa þjónustu? Það hlýtur að
vera nánast útilokað fyrir ein-
hvern aðila úr Reykjavík að
vera kannski með 8 bila á
ákveðnum tímapunkti, enga á
öðrum og síðan bíl og bíl fram
eftir degi.
Jón: „Ég held nú að sú skoð-
un sé að koma fram meðal
sveitarstjórnamanna hér syðra
að þeir setjist niður og frnni
góða lausn á þessu máli hér
heima. Það yrði hagkvæmast
fyrir báða aðila.“
Steindór: „Síðan mætti
blanda saman áætlunarferð-
um og skólaakstri, þannig að
báðir aðilar hafi aukna þjón-
ustu út úr öllu saman, jafnvel
fyrir minni kostnað.“
Hópferðataxtinn
-Er Sér/eyfið samkeppnis-
fært í hópferðum?
Steindór: „Þetta umtal um
að Sérleyfið sé ekki samkeppn-
isfært í hópferðum er ekki
staðreynd. Því þegar við Jón
vorum látnir gera tilboð í eitt
og annað hér áður fyrr vorum
við mjög jafni. Stundum vor-
um við svo hnífjafnir að við-
skiptavinirnir köstuðu hlut-
kesti milli okkar."
Jón: „Við höfum farið eftir
taxta og gefið síðan afslátt eftir
því hve stórir hópar hér voru á
ferðinni."
-Teljið þið ykkur þá alveg
samkeppnisfæra við hvern sem
er?
Jón: „Við erum það. Varð-
andi tiltekinn aðila sem getið
var um í Molum fyrir stuttu er
rétt að geta þess að umrædd
kona hefur leikið þennan leik
oft áður.“
Steindór: „Hún var hvorki
fastur viðskiptavinur minn né
þeirra. Hefur hún verið í
Kópavogi með sín viðskipti,
síðan sprakk það samkomulag
eitthvað, því þetta fólk er dá-
lítið ágengt með verðlagningu
og er nú farið að taka bíla ofan
af Akranesi. Það sem er þó það
merkilegasta er að umræddur
bíll er héðan og mjög illa hefur
gengið að borga hann. Spari-
sjóðurinn í Keflavík fjármagn-
aði kaupin en fær ekkert
greitt."
Jón: „Við fórum nýlega með
Tónlistarskólann í Keflavik
vestur í Stykkishólm. Á Akra-
nesi bættist hópur í bílana hjá
okkur þar sem það reyndist
eftir mikla athugun vera eins
hagkvæmt fyrir þá, eins og að
fá bíla frá Akranesi. Var þetta
fólk mjög ánægt með þjónustu
okkar."
Steindór: „Þá virðist fólk
hafa misreiknað sig á því að
um leið og þeir tóku bílaflot-
ann frá mér kom til 14,11%
gjaldskrárhækkun vegna
taxtahækkunar. Þetta hefur
fólk rangtúlkað sem sérstaka
hækkun hjá SBK.“
Mikil uppstokkun
-Jón, eru fyrirhugaðar breyt-
ingar í kjölfar þessara kaupa?
„Við erum að vinna að mik-
illi uppstokkun og raunar
gjörbreytingu á ýmsu í kjölfar
þessa. Það er allt annað að
hugsa um þetta fyrirtæki í dag
en áður. Nú er í fyrsta sinn
komin upp sú staða að við get-
um tekið bíla úr rekstri oggert
við þá eins og þörf krefur.
Áður fyrr voru bílarnir það
sérbúnir fyrir sitt verkefni að
við lentum í vandræðum ef
gera þurfti við eitthvað. Nú er
ekkert vandamál þó það vanti
tvo til þrjá bíla í einu. Þetta er
gjörbreyting frá því sem áður
var.“
-Munið þið nú, með auknum
bílaflota, sækja meira inn á
hópferðamarkaðinn?
Jón: „Það er einmitt það
sem málin byggjast nú á, að
vera duglegir að ná í hópferðir.
Verður farið í auknum mæli í
Reykjavík og tekinn sá hlutur
sem Sérleyflð á í Hópferða-
miðstöð BSÍ.“
-Verður SBK áfram hluta-
skipt, þ.e. gamli hópurinn sér
og Steindórshópurinn sér?
Ljósm.: hbb
Jón: „I upphafí var gert
samkomulag um að þessir
hópar yrðu reknir sem aðskild;
ar einingar til að byrja með. í
dag er þessum mönnum öllum
blandað saman í eina heild og
því enginn mismunur gerður
milli frumeininga.“
Steindór: „Þegar mínir fyrr-
um starfsmenn komu inn gátu
þeir ekki ætlast til að geta rutt
vaktakerfum þeim er fyrir
voru um koll. Heldur þróaðist
þetta í það sem nú er orðið. 1
dag er samkomulagið í hópn-
um alveg sérlega gott.“
Jón: „Það er verið að gera
Sérleyfísbifreiðir Keflavíkur
að góðu fyrirtæki, sem stendur
undir sér og verður ekki baggi
á bænum, sem það hefur aldrei
verið.“
Þá fór bærinn virki-
Iega illa með okkur
-Fáið þið gömlu höfuðstöðv-
arnar aftur?
Jón: „Það er versta vanda-
málið í dag, aðstöðuleysið. Ef
við þurfum að ræða eitthvað
sem allir mega ekki heyra,
starfsmenn og farþegar, verð-
um við að fara út fyrir eða læsa
okkur inni í rútu.“
-Atti þessi aðstaða ekki
aðeins að vera til bráðabirgða?
Jón: „1975 vorum við hvað
næst því að fara á hausinn. Þá
fyrst fór bærinn virkilega illa
með okkur með því að hirða
allar þessar eignir af okkur
upp í skuldir við Sparisjóðinn
á allt of lágu verði að mínu
mati. Þá var þessi kofi byggð-
ur og þeir sögðu að við mætt-
um hafa hann og reka fyrir-
tækið í honum.
Síðan þá hefur á hverjum
einasta sérleyfísnefndarfundi
verið rætt um bætta aðstöðu án
þess að neitt hafí gerst í þeim
málum.“
Þinglýst mansal
-Hvernig verður ykkar sam-
starf í framtíðinni? Steindór,
verður þú áfram?
Steindór: „Því var þinglýst
með kaupsamningnum að ég
verði þarna til 1. júlí. Ég held
að þetta sé eini vinnusamning-
Sérleyfisbifreiðir Keflavikur
hafa mikið vcrið í umrxðunni
að undanförnu. Þá ekki síst eftir
að fyrirtækið keypti Steindór
Sigurðsson. Já, hér er ekki um
prentvillu að rxða, því kaupin á
Steindóri hafa verið þinglýst
sem slik. Um það atriði er fjall-
að nánar hér á eftir í viðtali við
þá Jón Stígsson, cftirlitsmann
SBK, og Steindór Sigurðsson,
nú í eigu SBK.
Fyrst gefum við Jóni orðið
þar scm hann scgir okkur í
nokkrum orðum frá upphafí
fyrirtxkisins og fyrstu kaupum
þess á öðru fyrirtæki:
„Sérleyfisbifreiðir Keflavík-
ur hafa verið í eigu Keflavíkur-
bæjar og þar áður Keflavíkur-
hrepps frá því á árinu 1942.
Stofnandi fyrirtækisins var
Skúli Hallsson, en hann rak
það í 10 ár. Hefur fyrirtækið
verið í samfelldum rekstri frá
því að það hóf starfsemi sína,
en Skúli hóf keyrsluna með
hálfkassa bíl.
Á starfstíma sínum hefur
það þrisvar keypt önnur fyrir-
tæki sem fyrir voru í rekstri
þessum. í tíð Skúla þ.e. í síðara
skiptið sem hann kom nálægt
rekstrinum (hann var fram-
kvæmdastjóri í nokkur ár,
nokkrum árum eftir að hann
seldi fyrirtækið), þá var keypt
Hafnarútan. En hún hafði
haldið uppi áætlunarferðum
milli Reykjavíkur og Hafna á
hálfkassabíl.
Eyrst eftir að hreppurinn
keypti fyrirtækið vorum við
með tvo pólitíska fram-
kvæmdastjóra en það gekk
ekki og því kom Skúli aftur.“
-Var eingöngu um að ræða
áætlunarferðir milli Keflavíkur
og Reykjavíkur á þessum
árum?
„Keflavík hefur alla tíð ver-
ið aðeins viðkomustaður.
Áætlunarleiðin er Reykjavík,
Vogar, Innri-Njarðvík, Kefla-
vík, Garður og Sandgerði, en
þar er endastöðin og í mörg ár
fórum við út á Stafnes."
Fyrri Steindór keyptur
-Voruð þið í samkeppni við
fyrri Steindór á þessum árum?
„Steindór Einarsson er sá
aðili sem er upphafsmaður
áætlunarferða hér á milli að
einhverju marki, þó fleiri hafí
að vísu áður komið hér við
sögu. Þá var hann kóngurinn á
öllu suð-vesturhorninu.
Stundum lagði hann vegina
sjálfur svo hann gæti hafi
fólksflutninga, upp úr 1930.
Strax í upphafi varð því mjög
hörð samkeppni milli Skúla og
Steindórs."
-Síðan áttuð þið eftir að
kaupa þetta fyrirtæki?
„Á árunum frá 1951-52 og
fram til 1960 var mikið að gera
eða þar til uppbyggingu flug-
vallarsvæðisins lauk, en þá
datt aksturinn hér á milli mjög
niður. Á þessum árum endur-
nýjaði SBK bílana eftir þörf-
um en skuldaði þó hvergi
krónu. Bílaeign almennings
jókst og 1968 voru flutning-
arnir ekki nægilega miklir fyrir
tvo aðila.
Mjög lítið var um að vera
þetta árið og Steindór féll
einnig frá. Upp kom ósam-
komulag milli erfingja hans
sem leiddi til þess að okkur var
boðið fyrirtækið og það keypt.
Vorum við þar með orðnir ein-
ir á þessu svæði sem buðum
þessa þjónustu.
En það breyttist og nýir að-
ilar komu inn s.s. Steindór Sig-
urðsson. Okkar samvinna hef-
ur alltaf verið góð og við hjálp-
að hvor öðrum ef þannig hefur
komið upp á.“
-Þú segir að lægð hafi verið
þegar Steindór Einarsson seldi.
Hefur það verið algengt i sögu
fyrirtækisins að slíkar lægðir
myndist?
Öldutoppar
„Alla tíð hefur þetta gengið í
öldum, toppar hafa komið og
lægðir. Þegar Skúli seldi var
það vegna þess að þá var lægð
og hann tapaði 10 þúsund
krónum á rekstrinum. Stóð
frammi fyrir gömlum og léleg-
um bílum, sem hann þurfti að
endurnýja, en hafði ekki efni á
því og seldi því fyrirtækið á
150 þúsund krónur.
Á fyrstu árum hreppsins
gekk mjög brösuglega og á
öðru ári var haldinn borgara-
fundur í Ungó þar sem hart
var deilt langt fram á nótt
um framtíð SBK. Þá var það
utanbæjarmaður sem stuðlaði
að því að hreppurinn héldi
áfram í rekstrinum. Þetta var
Kristinn Guðmundsson úr
Sandgerði. Bauðst hann til að
gera ákveðna tilraun ásamt
starfsfólki og það tókst. Síðan
hefur þetta endurtekið sig með
toppa og lægðir allt fram til
þessa dags.
Jón Stígsson (t.v.) og Steindór Sigurðsson.
en það sem kemur þaðan höf-
um við reynt að halda sem
mest 1 en látið almenna mark-
aðinn meira í friði.
Þar til í fyrrasumar að við
keyptum sérstakan bíl til
þeirra nota. Er þetta eina svar-
ið sem við höfum þegar áætl-
unarferðirnar hætta að gefa
nóg af sér.“
-Heldur þú að áætlunarþátt-
urinn eigi eftir að taka við sér á
ný?
„Þetta fer eftir efnahags-
ástandinu hverju sinni. Okkar
Ljósm.: epj.
SBK ákveður að snúa 'sér
meira að hópferðarekstrinum.
Fer inn á önnur mið s.s. skóla-
aksturinn á Suðurnesjum. Fór
mér þá að hætta að lítast á
ástandið. Bílaflotinn minn
samanstóð af gömlum bílum
og ég treysti mér því ekki út í
slaginn um skólaaksturinn.
Eftir vandlega umhugsun
þar sem m.a. kom upp í huga
mér hvort ég ætti að undir-
bjóða þetta svo ég ynni á miklu
undirverði, eða átti ég að
sleppa þessu og standa uppi
með mína 10 gömlu bíla. Eftir
Á þeim árum sem gróskan
var langmest, upp úr 1950,
man ég að í einni ferð á sunnu-
degi kl. 11:30 vorum við með
18 bíla fulla. Á þessum árum
vorum við í samkeppni við
Steindór en hann flutti þó
aldrei jafn marga og við.“
Síðari Steindór keyptur
-Ef við snúum okkur nú nær
nútímanum og tölum um þann
tíma þegar þið eruð nú nýbúnir
að kaupa enn einn Steindórinn.
Fyrirtæki sem hefur haft, auk
áætlunarferða í Grindavík og
Njarðvík, hópferðir á stefnu-
skrá sinni. Verða þá ekki þátta-
skil í rekstrinum?
„Jú, með þessu erum við að
svara þeim þrengingum sem
eru í rekstrinum og snúa okk-
ur meira að hópferðum, en það
er þáttur sem við höfum ekki
lagt neina áherslu á fram að
þessu. Við höfum aðeins tekið
það sem að okkur hefur borist,
annað ekki, nema það sem
borist hefur í gegnum herinn,
vísitala í flutningunum er bíla-
innflutningurinn.“
-Er það þá fremur velmegun-
arástandið en tískan sem rœður
því hvort fólk ferðast með rút-
um?
„Ég held að fólk hugsi ein-
göngu um að komast á milli á
sem skemmstum tíma og að
verða fyrir sem minnstum
óþægindum. Erum við því
ekki samkeppnisfærir við
einkabílinn. Kæmi hins vegar
upp aukinn áróður gegn
mengun frá bílaumferðinni
eða öðrum erfíðleikum einka-
bílunum samfara, gæti þetta
breyst."
Skólaaksturinn
Hér blandar Steindór sér í
umræðurnar. „Það sem gerist
líka er að fækkunin á áætlun-
arleiðinni verður til þess að
18 bílar f
einni áætl-
unarferð
- Rætt við Jón Stígsson og Steindór Sigurðsson
hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur
urinn sem er þinglýstur."
Jón: „Ég hef nú sagt að ég
viti ekki hvenær Keflavíkur-
bær fái kæru frá Mannrétt-
indanefnd Sameinuðu þjóð-
anna fyrir mansal og mann-
kaup. Okkar samstarf er mjög
gott og ég held að það standi á
Steindóri að gefa svar um
áframhaldið."
Steindór: „Ég hef verið beð-
inn um að vera lengur en ég er
að ganga frá ákveðnum
málum varðandi eignir mínar
og get því ekki gefíð svar.“
-Blái liturinn á Steindórsbíl-
unum fer í taugarnar á sumum.
Verður málað yfir þann lit?
Jón: „Við göngum í það að
merkja vagnana. Það hafa
komið upp hugmyndir um að
breyta lit allra bílanna.“
Steindór: „Þeir keyptu fyrir-
tækið og eiga þar með litinn og
nafnið Steindór Sigurðsson.
Það er því þeirra ákvörðun
hvort þeir nota sér þetta eða
ekki. Þeir settu það að skilyrði
að fá einnig fyrirtækisnafnið
og fengu það og litinn. Því er
spurning hvort ástæða sé til að
mála nýmálaða bíla bara lits-
ins vegna.“
® SÓIMNG
NU ÞARFAÐHUGAAD
SUMARDEKKJUNUM
Ný og sóluð radial sumardekk
af öllum stærðum og gerðum.
FITJABRAUT 12 - 260 NJAROViK • SIMI 11399
7^}
Keflavík
Gæsluvellir
-Að lokum?
Jón: „Bara að fólkið muni
eftir okkur. Þetta er fyrirtæki
fólksins og það þarf enginn að
sækja þessa þjónustu út fyrir
svæðið.“
Steindór: „Ég sendi mínum
gömlu viðskiptavinum bestu
þakkir og vænti þess að þeir
verði áfram samferða okkur.“
Gæsluvellir Keflavíkurbæjar við
Miðtún, Ásabraut, Baugholt og Heið-
arból verða opnir á tímabilinu 2. maí
til 15. september kl. 9-12 og 13-17 alla
virka daga nema laugardaga.
Börnum er heimilt að hafa með sér
drykkjarföng, þó ekki gosdrykki.
Félagsmálastofnun Keflavíkurbæjar
----70/----------------
// VIÐ ERUM
// í TAKT VIÐ
// TÍMANN....
°/ Prentum á tölvupappír.
/ Öll almenn prentþjónusta.
Reynið viðskiptin.
LOKUNAR-
AÐGERÐIR
vegna vangoldinna orkureikninga eru
hafnar í öllum byggðarlögum.
E1
Hitaveita Suðurnesja