Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.1989, Side 18

Víkurfréttir - 05.05.1989, Side 18
MiKurt 18 Föstudagur 5. maí 1989 Jón Kr. Gíslason oj> Teitur Örlygsson með verðlaunagripi sína. Jön og Teitur verðlaunaðir Norðurlandamótinu í körfuknattleik var slitið í lokahófi sem haldið var í Glaumbergi. Þar var valið Nike „All Star“ lið og veitt verðlaun fyrir flest skoruð stig, stoðsendingar, fráköst, víti, svo og besti leikmaður. Jón Kr. Gíslason hlaut verðlaunin fyrir flestar stoð- sendingar, alls 35, og voru það 10 fleiri en næsti maður gaf. Teitur Örlygsson var valinn í Nike „AII Star“ lið- ið, en hann lék nijög vel með íslenska landsliðinu í þessu móti. Magnús Guðfinnsson tók 36 fráköst í mótinu, að- eins einu færra en sá sem flest tók, Pekka Markkanen frá Finnlandi. í lokahófinu kom fram að gestirnir voru mjög ánægðir með framkvæmd mótsins. Framkvæmdanefnd þess á mikinn heiður skilinn íyrir gott starf, en hana skipuðu: Helgi Hólm, Stefán Bjarka- son og Björn Birgisson. Tafla yfir frammistöðu landsliðsmanna frá Suðurnesjum. Stig Frá- köst Stoð- send. Villur Víti Leik- mín. Jón Kr. Gíslason 35 9 13 8 18/12 108 Teitur Örlygsson 68 13 2 5 17/12 110 Guðjón Skúlason 59 7 4 4 2/2 94 Axel Nikulásson 16 13 5 10 11/8 64 Guðmundur Bragason 33 29 6 12 11/7 119 Falur Harðarson 2 0 0 1 00/00 20 Magnús Guðfinnsson 36 36 5 11 4/2 119 Valur Ingimundarson 15 4 2 7 5/4 38 Friðrik Ragnarsson 0 0 0 0 0/0 0 Skrifstofuhúsnæði við Hafnargötu Skrifstofuhúsnæði við Hafnargötu 90 er til leigu. Upplýsingar í síma 12009. Munið Getraunanúmer ÍBK: 230 BLAÐ SEM HITTIR í MARK! \fiKUR juUii juUit NM KARFA: HflRSBREIDD MUNAÐI Svíar sigruðu á NM í körfu- knattleik sem lauk sl. laugar- dag. Fyrirfram var búið aðspá þeim sigri. Þeir fengu hann þó ekki fyrirhafnarlaust. Þeir sigruðu Finna eftir hörku- spennandi, tvíframlengdan leik, 92:89. Norðmenn urðu í 3. sæti eftir að hafa sigrað ís- lendinga í sögulegum leik. Þegar 34 sek. voru til leiksloka hafði ísland þriggja stiga for- ystu, 89:86, og skotrétt. Þjálf- arinn, Laszlo Nemeth, gat val- ið um að taka innkast eða láta Jón Kr. taka vítaskot. Laszlo valdi seinni kostinn, sem bæði leikmenn og áhorfendur töldu verri. Jón Kr. klikkaði á vít- inu, Norðmenn brunuðu fram og jöfnuðu. Island fékk aðra sókn og Guðmundur Braga- son fékk vítaskot þegar 2 sek. voru eftir. Guðmundur klikk- aði líka í vítinu sínu og leikur- inn var framlengdur. 1 fram- lengingunni kafsigldu Norð- menn Islendingana og sigruðu 105:95. Lokastaðan í mótinu: Svíþjóð 4 Finnland 4 Noregur 4 ísland 4 Danmörk 4 389-313 8 303-283 6 332-336 4 326-345 2 273-346 0 ísland næði 3. sæti Axel barðist vel undir körfunni. HVER FER Á WEMBLEY? Þá er komið að lokaum- ferðinni í getraunum. I síð- ustu viku voru menn ekki mjög getspakir. Sigurður fékk fimm rétta og hefur því alls fimmtán rétta; Jón Hall- dórs fékk einnig fimm og er því alls með fjórtán; Björn vildi ekki bregða út af vana félaga sinna og fékk iika fimm rétta og hefur alls þrettán, en Júlíus fékk bara fjóra og hefur því alls fjórtán rétta, alveg eins og Jón Hall- dórs. Það mun því ekki ráð- ast fyrr en nú í síðustu um- ferð hver hlýtur ferð á Wembley og titilinn Get- raunaspekingur Víkurfrétta 1989. Það getur sem sagt allt gerst og af því tilefni voru menn spurðir hvernig þessi síðasti úrslitaseðill legðist í þá: Sigurður: „Þetta er mjög erfiður seðill og erfitt að spá nokkru um það hvað ég hef út úr honum. Leikurinn er orðinn spennandi og þetta er reglulega gaman.“ Jón Halldórs: „Mér líst illa á seðilinn en ætla að fá átta rétta. Ég ætlaði nú reyndar líka að fá átta í síðustu viku en það fór ekki eins og ég ætl- aði. Ég vonast til að vinna en annars er ég farinn að halda að ég komist aldrei á Wemb- ley.“ Björn: „Þetta er búið að vera jafnt og spennandi. Ætli ég fái ekki fimm rétta. Ég reyni bara að vera ekki langt á eftir hinum.“ Júlíus: „Alltaf þegar ég er beðinn að spá í seðilinn fæ ég lélega útkomu, en ef liðin spila eins og ég vil fæ ég ör- ugglega tólf rétta. Þetta verð- ur annars bara að koma í ljós.“ Sigurður 15 Júlíus 14 Jón H. 14 Björn 13

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.