Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 18
KEFLAVÍK 40 ÁRA MlKilK „Þá var algengt að sjá 6-8 báta bundna saman í brælum“ - segir Gunnlaugur Karlsson, útgerðar- maður, sem er að draga saman seglin eftir 35 ára útgerðarsögu Fyrir um 40 árum, eða á þeim ár- um þegar Keflavík hlaut kaupstað- arréttindi, var útgerð hér blómleg. Þá var algengt að 60 til 70 bátar, og jafnvel fleiri, stunduðu róðra héð- an samtímis, ýmist á línu eða net- um. Nú er öldin önnur, aðeins ör- fáir bátar gerðir út. En hvers vegna þessi breyting? Til að glöggva okkur á því tókum við tali aðila, sem var skipstjóri á þessum árum hér í bæ og hóf raun- ar útgerð fyrir 35 árum og hefur á þeim tíma gert út tvær Vonir, en Vonin er einmitt bátsnafnið hans. Þessi maður er raunar að fara að draga saman seglin eins og fram kemur í viðtalinu. Maðurinn heit- ir Gunnlaugur Karlsson og fyrst spyrjum við hann hvort hugarfar fólks hafi verið annað á þeim ár- um? Áður fyrr „Þá snerist allt um útgerð í byggð- arlögunum hérna. Höfn var bara bér í Keflavík, en Njarðvíkurhöfn varekki komin. Algengt var að sex til átta bátar væru bundnir saman í röð í brælum. Þá voru líka miklu meiri erf- iðleikar að vera sjómaður, heldur en í dag.“ -A ttu þá við að tcekjakosturinn sé betri í dagi „Þegar ég byrja skipstjórn, 1946, var aðeins einn kompás í bátnum, engir dýptarmælar komnir eða neitt slíkt. Fyrstu tækin voru að koma þeg- ar ég keypti fyrri bátinn. Á þeim ár- urn reyndi mikið meira á sjómennina, kunnáttu þeirra til staðhátta." Rányrkja -Nú hafa orðið miklar breytingar frá þessum árum. Hver er aðal orsök- in fyrir þeirri þráun sem orðið hefur í útgerðinni? „Maður hélt að það myndi aukast fiskur er erlendi togaraflotinn var tekinn af Islandsmiðum, en sú varð raunin ekki. Þau tæki sem nú eru komin og veiðarfæri eru orðin það stórvirk að þessir 150 til 200 tonna bátar, sem nú eru á trolli, eru komnir með stærri veiðarfæri en voru hjá þessum bresku togurum hér áður fyrr, sem reknir voru út fyrir land- helgi Islendinga. Mér finnst að íslenskir sjómenn og útgerðarmenn framkvænri rányrkju sér í óhag og þar er ég eða aðrir ekki undanskildir, heldur er það íslenskur sjávarútvegur sem framkvæmir rán- yrkju. Það hefur verið veiddur allt of smár fiskur. Ef við hefðum vit á því að láta hann alast upp lengur og veiða hann þegar hann er stærri, væru þetta þeir mestu vextir sem hægt væri að hugsa sér í veröldinni, þ.e. að veiða fiskinn þeg- ar hann er kannski orðinn 5-7 kg í stað þess að veiða hann þegar hann er aðeins eitt til eitt og hálft kíló. Ef við geymum hann í sjónum og leyfum honum með þessu móti að bera af sér afkvæmi, hrygna tvisvar til þrisvar sinnum. Væri þetta framkvæmt væri miklu meiri fiskur hér við íslands- strendur en er í dag. Það er svo lítið til skiptanna, kvót- inn svo lítill og allir eru að rífast um að fá ekki nægjanlega mikinn kvóta. Allflestir vilja meira en það er bara ekki meira til skiptanna.“ Brotið blað -Fyrir utan kvótann, hvererönnur aðalástœðan fyrir breytingunnifrá út- gerð 60-70 báta og íþá stöðu að nú má telja báta í Keflavík næstum á annarri hendi? „Það var brotið blað í sögu útgerð- ar í Keflavík er Fiskiðjan lagðist nið- ur. Það mátti mikið betrumbæta í því juWt fyrirtæki. Það var ekki hægt að reka það eins og það var. Þetta fyrirtæki var búið að afla sér stórra báta og skipa sem voru hérna staðsett. Þetta fór allt í burtu, Fiskiðjan lagðist niður og þær afurðir sem þarf að vinna í mjöl þarf nú að keyra í burtu. Því segi ég að þarna hafi verið brotið blað í sögu bæjarins. Hvort þetta er aðalástæðan eða ekki, þá er þetta ein af orsökunum. Allir vita í dagaðþjóðin lifiráþess- um sjávarútvegi, eða a.m.k. all flestir þegar ekki fæst gjaldeyrir. En ein- hvern veginn er það þannig að ef sjáv- arútvegurinn ber eitthvað úr býtum og menn geta hjálpað sér hjálparlaust, er alltaf komið og krafist meira og meira af útgerðinni og einhvern veg- inn er það svo að mörgu fólki finnst vera vond lykt af þessu. Þó er ekki litið niður á þetta fólk, en einhvern veginn er það þannig að ef útgerðarmaður gerir eitthvað, t.d. kaupir sér nýjan bíl, er alltaf sagt „þeir geta þetta útgerðarmennirnir“. Sem betur fer er velmegun hjá okkur, en það er ekkert nefnt ef almenning- ur kaupir sér nýjan bíl eða eitthvað.“ -A ttu við að Keflavík sé að hverfa meira og meira frá uppruna sínum og yfir í þjónustubx eða eitthvað annað? Svefnbær „Mitt mat er að Keflavík sé að verða eins og Garðabær var á sínum tíma, einskonar svefnbær. Hérá i$n- aður mjög erfitt uppdráttarþrátt fyr- ir dugnað í mörgum iðnaðarmannin- um hérna. Er þetta því nokkurs konar svefn- bær fyrir stóra atvinnurekandann hérna í heiðinni fyrir ofan okkur. Þá er þetta viðskiptabær fyrir byggðar- lögin hér í kring.“ -Þótt völlurinn hafi skapað mikla atvinnu fyrir okkur, heldur þú að bann hafi skaðað okkur að þessu leyti? „Eg er ekkert á móti vellinum og því fólki sem vinnur þar. Eg sam- fagna þeim að hafa þarna góða vinnu og góðar tekjur. Flugvöllurinn hefur alltaf verið í samkeppni við fiskiðnað- inn. Eg myndi persónulega vilja borga sjómönnum og því fólki sem vinnur við fiskinn hærri laun, ef það væri nokkur möguleiki. Þetta fólk á skilið að fá miklu meiri laun fyrir þá vinnu sem það framkvæmir en fólk í öðrum iðnaði." Allt jákvæðara -Sérðu eitthvað bjartara framund- an hér í útgerðinni? „Eins og allir vita höfum við verið útundan hjá Iánastofnunum, s.s. Byggðastofnun. Ef einhver afgangur er, þá þýðir kannski fyrir útgerð á Suðurnesjum að sækja um einhverja fyrirgreiðslu, en svo hefur ekki verið. Uti á landi er allt annað uppi á tening- unum og þar er miklu meira veitt í þessa þætti en hjá okkur. Þó öllum finnist að aðrir fái meira en þeir sjálf- ir, þá höfum við orðið hvað mest út úr slíku hér. Eg samfagna þeim byggðarlögum sem geta náð sér í ný atvinnufyrir- tæki en hér virðast viðhorf ráða- manna vera allt önnur og þeir leyfa öllu að fara lönd og leið. En úti á landi, þar sem byggðarlögin byggja allt sitt á útgerð, er viðhorf almenn- ings og ráðamanna allt annað og mik- ið jákvæðara. Allir samfagna ef ný skip koma í umrædd byggðarlög, ef ef eitthvað slíkt gerist hér, sem erþó allt of sjaldgæft, eru það miklu færri sem samfagna þeim sem eru að ná í þessa lífsbjörg íslendinga." \Jimr< (*iOU r jh^, i w * ftfp: itt Dregur saman seglin -Nú ert þú búinn að gera út í 35 ár og ég veit að þú ert að draga saman seglin. Hver er ástceðan? „Eg er kominn á þennan aldur og orðinn þreyttur á þessu. Strákarnir mínir vilja ekki taka við, því þeir sjá hver framvindan er I greininni og ekk- ert bjart að fara út í þetta. Þvl hafa þeir ekki áhuga á að halda áfram eins og til var stofnað. Eg séekki, því mið- ur, að neitt bjart sé framundan og ekki síst ef ekkert á að gera fyrir þennan iðnað.“ -Heldur þú að það verði lítið um að nýtt blóð komi í þennan hóp hér í Kefavík? „Því miður finnst mér engin teikn á lofti um að nýtt blóð sé að koma í þetta. Fremur virðast margir þeirra, sem nú standa í útgerð, vera orðnir þreyttir og jafnvel þó yngri séu.“ -Nú ert þú aðeins búinn að gera út tvö skip á þessum árum, þar af sama skipið frá 1961. Er ekki óvanalegt að sami báturinn sé þetta lengi í útgerð sömu aðila? „Þetta er dálítið táknrænt. Þegar ég keypti þennan bát 1961 var við- horf eidri útgerðarmanna svipað og mitt í dag. Þegar ég kom með þann bát til Keflavíkur í okt. 1961 sögðu gömlu mennirnir við mig: „Mikið ertu bjartsýnn, en við óskum þér samt til hamingju. En ekki líst okkur á það.“ Svona var viðhorf þeirra eldri þá og kannski er svipað með mig nú. Þó var það allt annað þá, maður mátti fiska eins og hver gat en nú er allt skammtað. Þá var dugnaður meira metinn." Mínir bestu róðrarí lífinu „Ég vil þakka öllum sem hafa unn- ið með mér. Ég hef alltaf haft mjög gott fólk, bæði til sjós og lands. Óðruvísi hefði þetta ekki getað geng- ið svona vel. Eins með þá sem ég hef þurft að sækja til. Þetta fólk hefur allt verið mér mjög hliðhollt og gert allt sem ég hef beðið það um á allra handa máta. Þessu fólki vil ég þakka sérstak- lega, enda hefur það gert mér mjög vel. Þá minnist ég þess að tvisvar hef ég verið sérstaklega heppinn. Þetta var 1948 og 1966, en í báðum tilfellunum gat ég bjargað nauðstöddum sjó- mönnum. Fyrra tilfellið varð 18. feb. 1949 er báturinn Njáll var á leið frá Reykja- vík til Vestmannaeyja í suðaustan roki með átta manns um borð. Ég var í landi er fréttir bárust af því að bát- urinn væri að sökkva í um klukku- stundar siglingu frá Keflavík. Þá var ég með m.b. Bjarna Ólafsson og fór- um við þegar út til hjálpar hinum sökkvandi báti. Er við komum að honum sneri vindurinn sér og logn varð á meðan. Lögðumst við því upp KEFLAVÍK 40 ÁRA að Njáli og komum taug í hann, en sjór var kominn upp á miðja vél. Ókkur tókst að draga bátinn til hafn- ar í Keflavík. 25. nóvember 1966, er við vorum á síldveiðum út af Dalatanga, fór m.b. Sæúlfur BA 75 frá Patreksfirði, á hlið- ina. Komst 11 manna skipshöfn í gúmmíbát. Við vorum nærstaddirog björguðum áhöfninni. Báturinn sökk skömmu síðar, en þarna voru 5-6 vindstig. Þetta eru mínir bestu róðr- ar í lífinu.“ Oheillaþróun verði snúið við „Það er einlæg ósk mín til íslensku þjóðarinnar að hún snúi þeirri óheillaþróun við sem snýr að íslensk- um sjávarútvegi i dag. Að ráðamönn- um þjóðarinnar skiljist að ef sjávarút- vegurinn er jafn sveltur og píndur, eins og hann er í dag, erþjóðarbúið á vonarvöl. Þeir sem ekki skilja þetta verði látnir víkja fyrir þeim sem skilja og hafa vit á aðal atvinnuvegi þjóðarinn- ar. Þá væri vel ef hægt væri að losna við það fólk sem heldur að sjávarút- vegur sé ríkisstyrktur. Að lokum óska ég íslenskum sjávarútvegi, sjó- mönnum og fiskiðnaðarfólki alls hins besta, því undir því er allt komið að búa á íslandi.“ Tískuverslunin KÓDA: . i „Keflvíkingar fylgjast vel með tískunni“ » - segja Kristín Kristjánsdóttir og Halldóra Lúðvíksdóttir „Keflvíkingar fylgjast mjög vel með tískunni", sögðu þær Halldóra Lúðvíksdóttir og Kristín Kristjáns- dóttir í versluninni Kóda, Hafnar- götu 17. Verslunin fagnaði nýlega 5 ára af- mæli en hún opnaði 8. desember 1983. „Það hafa orðið miklar breyt- ingar á þessum árum. Fólk er farið að hugsa meira um sjálft sig. Það vill klæða sig vel og líta vel út, sérstak- lega kvenfólkið en einnig karlmenn- irnir“ segja þær Halldóra og Kristín. Hvað með samkeppnina, sem er umtöluð í tískubransanum? „Hún hefur aukist mjög mikið. Tískuversl- unum hefur fjölgað mikið á undan- förnum árum, sérstaklega á höfuð- borgarsvæðinu. Viðskiptavinirnir gera því meiri kröfur og því verður maður að standa sig. Þetta er mikil vinna og púl oft á tíðum. Við höfum þó verið heppnar með merki og höf- um flest þau bestu sem í boði eru á höfuðborgarsvæðinu." En hvaða aldurshópur verslar mest tískufatnað? „Yngri hópur fólks, 20 ára og undir, fylgist mjög vel með tískunni og er opnari fyrir breyting- um. Eldri hópurinn eröðruvísi og vill meira fatnað sem ekki allir eru í. Yngra fólkinu er alveg sama um það. Þetta þarf maður meðal annars að hafa í huga þegar keypt er inn. Þá kaupum við færri eintök í hverju í sparifatnaði sem höfðar til eldri hóps- ins en svo öfugt fyrir þann yngri, sem einnig er meiri sportfatnaður.“ Hver er svo sumarlínan í ár? „Það eru skærir litir með blómamunstri, gallafatnaður er áberandi en svo er viskosefnið alltaf vinsælt í betri fatn- aði. En sem fyrr verður mikil breidd í litavali." Að lokum, Halldóra og Kristín, hvernig er að reka tískubúð í dag? „Við getum ekki kvartað. Rekstur- inn gengur mjög vel. Við höfum marga góða viskiptavini sem hafa haldið tryggð við okkur alla tíð og verslað mikið hjá okkur“ sögðu þær stöllur að lokum. Kristín Kristjáns- dóttir (t.v.) og Hall- dóra Lúðvíksdóttir - ejgendur tískuverslunarinnar KÓDA. „Fólk er farið að hugsa meira um klæðaburð og útlitið, og vill fylgjast með tískunni".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.