Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 22
muii juWt Ólafur barinn til biskups í Keflavík Olafur Skúlason, nýkjörinn biskup, rifjar upp Keflavíkurárin og fleira Sagt er að enginn verði óbarinn biskup. Ekki það að útvaldirmenn séu barðir lon og don heldurer það brinirót lífsins sem sverfur hamar- inn og gerir menn h.xfa að takast á við lífið. Olafur Skúlason, tilvon- andi biskup okkar Islendinga, er Keflvikingur, en búsettur í Reykjavík. Margir Keflvíkingar hafa tekið föggur sínar, sigrað heiminn og gert nafn bæjarins frægt eins og alkunna er. En Ólafur fór út í heiminn og sigraði sálirog nú mun hann brátt setjast á bisk- upsstól. Laun heimsins eru fall- völt, ryðga, gleymast og deyja svo að eilifu. Laun heimsins eru fallvölt, ryðga, gleymast og deyja svo að eilífu. Barinn til biskups í Keflavík Ólafur er alinn upp í Keflavík og hefur sennilega verið barinn þar til biskups. Því leikur okkur forvitni á að ræða við hann um æskuár hans í Keflavík og hvernig það vildi til að fjölskylda hans fluttist til Keflavíkur. „Ég er fæddur í hreppunum austur í Arnessýslu. Mamma mín varbónda- dóttir frá Birtingaholti og pabbi bóndasonur frá Langholtskoti. Pabba langaði alltaf að verða bóndi og hafði verið við bústörf alla sína æsku. En svo fór hann á vetrarvertíð- ir suður með sjó til Keflavíkur og Njarðvíkur. Svo varð úr að við flutt- umst til Keflavíkur þegar ég var tveggja ára og þar áttum við heima síðan. Pabbi var þá landformaður sem kallað var og annálaður verkmaður. Hann þótti besti flatningsmaðurinn á Suðurnesjum og hamhleypa til allra verka. Þegar ég fór að vinna sem strákur, þá horfðu á nrig karlar sem þekktu pabba og höfðu unnið með honum, og þeir störðu á mig og sögðu svo rheð löngum tón: „Já, þú hefðir átt að sjá hvernig hann pahbi þinn vann.“ Ólafur leikur á alls oddi og hefur greinilega gaman af því að rifja þetta upp með leikrænum tilþrif- um. „Sem stráklingur vann ég svo í saltfiski hjá Einari Sveinssyni og þótti heldur óduglegur við þau störf, og svo á sumrin var ég m.a. ! sveit í Birtingaholti." -En bvernig upplifðir þú breyting- arnar íþessu þorpi sem varð með skjót- um bxtti stórt kauptúnf „Einu viðbrögðin sem ég upplifði 1 æsku voru mjög rólegar breytingar, þá þegar bærinn var var að stækka. Ég var t.d. sendill hjá kaupfélaginu og þá tíðkaðist ekkert að heimilisföng fylgdu með nafni. Það vissu allir hvar hver átti heima. Okkur leið mjög vel, það voru allsstaðar auðar lóðir til að leika sér á og enginn mátti vera að þvl að láta sér Ieiðast.“ Nú berst tal okkar að hinum nrörgu Keflvíkingum sem hafa öðlast frægð og frama á leiksviðinu. Hefð- um við haldið í þessa menn væri Keflavík vafalaust frekar þekkt sem leiklistar- og bítlabær. „Þeir voru nú flestir yngri en ég þessir strákar, Helgi bróðir, Árni Bergmann, Gísli Alfreðsson og Gunnar Eyjólfsson. Við byrjuðum allir að leika hjá Framnessystrum og lékum mikið. Ég hafði óskaplega gaman af því seinna meir, eftir að Helgi og Gunnar voru orðnir stjörn- ur á sviði nu, að þá var fólk kannski að segja við Framnessystur „ja, mikið er hann Helgi Skúlason góður leikari“. Og þá svöruðu þær stundum, „ja, ekki hefði Óli orðið síðri“. Þetta þótti mér mikil upphefð en annars var ég nú aldrei mikið fyrir þetta. Það síðasta sem ég lék var Gvendur smali I Skuggasveini. Það átti að taka upp sýningar aftur um haustið það ár en ég var svo lánsanrur að ég hafði stækkað svo mikið um sumarið að ég var orðinn hærri en Jón sterki. Þann- ig gat ég talað mig út úr hlutverkinu áður en sýningar hófust aftur. Svo var ég skáti og hafði mikið gaman af því að starfa með þeim, og útilegurnar voru alltaf hrífandi góð- ar. Helgi S„ Matti Árna og Gunnar Þorsteins voru foringjarnir okkar sem við fylgdum fúslega hvert sem var. Helgi S. var mjög áberandi I bæj- arlífinu. Fyrst horfði maður á hann úr fjarlægð. Þetta var svo merkur mað- ur. Svo þegar ég gerðist skáti kynnt- ist ég honum persónulega og við mát- um þessa foringja okkar óhemju mik- ils. Helgi S. gat eiginlega allt nema sungið. Hann var leikari, skáld, mál- ari og mikill listamaður, en algjörlega laglaus og svolítið óstundvís en hon- um var fyrirgefið allt.“ Líkin borin á fiskbörum Næst barst tal okkar að kirkjunni, sem Ólafur hefur helgað ævi sína. Ég spurði hann hvernig fólk I Keflavík hefði upplifað trúna. „Eins og ég minnist þess, þá var kirkjan töluvert sótt. Þetta varbæjar- félag sem byggðist á sjósókn. Ég man vel eftir því þegar að það lagði skugga yfir alla byggðina þegar að bát vant- aði eða þegar einhvern tók út. Það varð ósjálfrátt að fólk talaði eins og I hálfum hljóðum. Og þeir sem eru I svona mikilli nálægð við máttarvöld- in, dauðann, þeir hugsa töluvert öðruvísi urn lífið. Þegar menn eru farnir að hugsa um lífið og dauðann, þá er eðlilegt að næsta skref sé að hugsa um Guð. Auðvitað var þetta mjög sárt oft á tíðunr. Fyrirvinnan féll og ekkjan stóð eftir með hóp af börnum. Ég hef sjálfsagt ekki skilið þetta. Maður var eiginlega fullur undrunar gagnvart þessum örlögum. Það fyrsta sem ég man eftir I þessu sanrbandi var þegar bruninn varð á jólatrésskemmtun- inni. Ég var nýkominn heim þegar eldurinn barst út. Foreldrar mlnir höfðu farið heim með foreldrum Egg- erts G. Þorsteinssonar, síðar ráð- herra, og þar spiluðu foreldrar okkar spil. Mér þótti svo gaman að horfa á spilin að ég vildi frekar fara með pabba og mömmu heldur en að verða eftir á skemmtuninni. Eftir að við komum heim heyrðum við þessi of- boðslegu læti og þegar við litum út um gluggann þá lagði bjarmann upp. Og ég man alltaf hvað foreldrar Egg- erts voru fljótir út því að þeir voru þarna, bræðurnir, I eldhafinu. Og svo daginn eftir, þegar að það var verið að bera líkin á fiskbörum inn I kirkjuna, þá man ég hvað mér þótti það ein- kennilegt að það væri verið að bera fisk inn I kirkjuna. Ég áttaði mig ekki á því að þetta voru lík þeirra sem brunnu inni á skemmtuninni. En svona nokkuð situr I manni og mað- ur veit aldrei hvað hefur haft áhrif til að beygja stefnu manns I þá átt sem síðar varð. Þessi nálægð við allt sem að ýtir við manni og fær rnann til að hugsa um líf sitt. Trúarlífið var alltaf mjög heitt þótt trúræknin væri ekki alltaf sem skildi. Ég man eftir að ég varkominn I guðfræðideildina, að þá vann ég sem dyravörður á böllum I kjallara bíó- hallarinnar. Þar var einn eldri maður með mikil læti og uppsteyt og ég var að reyna að róa hann niður. Hann hafði Ijótan munnsöfnuð en svo allt I einu sagði hann: „En þó að ég tali svona núna, láttu þér ekki detta I hug að ég gleymi að fara með faðirvorið.“ Þarna sést að þegar skrápurinn er skafinn, þá kemur trúarþelið mjög I ljós. Viðkvæmnin og lotningin fyrir hinu heilaga var mjög til staðar I Keflavík." Mikil virðing borin fyrir prestum -Varstu búinn að ákveða það sem strákur að feta þessa brautf „Ég hef alltaf sagt að ég muni ekki annað en að ég hafi ætlað að verða prestur. Það komu náttúrulega tíma- bil þar senr ég hélt að ég yrði aldrei prestur. En þegar ég hafði lokið við stúdentinn hafði ég fengið kennara- stöðu I Keflavík. Ég ærlaði að hugsa „En þó ég tali svona núna, láttu þér ekki detta i hug að ég gleymi að fara með faðir- vorið . . . “. Olafur er hér við messu sem dómprófastur 1979.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.