Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 9
Vikur
jutUi
Það tókst aldrei neinum
að eignast hana Keflavík
A A oil/'wrinoii i Innrlinci
Keflvíkingurinn GUNNAR EYJÓLFSSON, leikari og skáta-
höfðingi, ræðir um bæjarlífið áður fyrr, pólitíkina, trúna og
margt fleira . . .
Að lokinni leikæfingu í Jónshúsi
féllst hann á að eiga við mig spjall um
lífið og tilveruna í Keflavík. Rifja upp
gamalt leikhúsverk sem aðeins hefur
verið leikið einu sinni og verður ekki
endurtekið nema í hugans ranni.
Gunnar Eyjólfsson ergamall Keflvík-
ingur og man bæinn eins og hann var
fyrir stríð. Breytingar eru alltaf ljósar
fyrir þeim sem ekki fljóta með átt-
haga sínum í gegnum tímans tönn.
Langt er síðan Gunnar bjó í Keflavík
og því liggur beint við að spyrja,
„Gunnar, ertu ennþá Keflvíkingur?"
„Já, ef ég er nokkuð þá er ég það.
Eg verð aldrei Reykvíkingur að ég
held, en mér hefur liðið ákaflega vel í
Reykjavík. Sama á sennilega við um
fólks sem flyst utan af landi til Kefla-
víkur, því líður vel í Keflavík þó það
segi sig ekki vera Keflvíkinga. En ég
er Keflvíkingur og sennilega vegna
þess að mótunarárin eru í Keflavík og
að vísu líka í Reykjavík þegar ég var
þar í Verslunarskólanum.“
-Hvað höfðu börn fyrir stafni í
Keflavík dags daglega á þínum ungl-
ingsárum?
„Það var eins og í öllum sjávar-
þorpum, ekkert frábrugðið. Við urð-
um að sjá fyrir okkur alveg sjálf með
allar tómstundir. En það var ákaflega
mikið haldið til í fjörunni. Eg átti nú
heima þarna rétt fyrir ofan bakkann
og maður þurfti ekki annað en að
ganga niður Klapparstíginn, þá var
maður kominn niður í, fjöru. Fjaran
var tiltölulega ómenguð nema undir
bakkanum, þar«ém menn skvettu úr
kamarfötunum, en sjórinn hreinsaði
það nú fljótt. Við áttum okkar lón
sem við gátum leikið okkur í og þar
var sprettfiskur undir hverjum steini.
Við þvældumst út á Berg og inn á
Vatnsneskletta og fórum í gegnum
Vatnsneshellinn hvað eftir annað, og
við pössuðum okkur að verða ekki
það feitir að festast í honum. Það var
martröð sem sótti stundum á mig eft-
ir að ég var búinn að skríða í gegnum
Vatnshellinn á fjöru, sú martröð að
ég væri orðinn svo feitur að ég myndi
festast í litla opinu á hellinum og
drukkna þarna niðri þegarþað flæddi
að.
Fjörulífið var mikið og svo heiðar-
lífið. Þá var maður kominn upp í
heiði um leið og komið var upp fyrir
bakarístúnið sem hún Guðrún í baka-
ríinu átti. Bakarístúnið var það langt
fyrir utan bæinn að þar var lítið sælu-
hús sem vinnufólk notaði þegar tún-
ið var heyjað.
Svo var upp á heiðinni bæði ber og
kría, og á haustin fengum við að
smala með körlunum og það var mjög
gaman. Ég man eftir þessu fram að
stríði. Þá var smalað upp á Háaleiti
og smalað í Asarétt sem var upp af ás-
unum fyrir ofan Fitjar. Þaðan var féð
síðan rekið heim til Keflavíkur og þá
var réttað á Suðurgötunni í lítilli rétt
sem Magnús Jónsson átti.“
-V'ar húskapur mjög almennur í
Keflavík?
„Já, það voru nokkrir sem áttu
beljur og nokkrir áttu kindur. Þetta
var sjálfsbjargarviðleitni hjá fólki og
mér finnst, þegar ég horfi til baka, að
það hafi alltaf verið duglegt fólk í
Keflavík. Það átti sína kartöflu- og