Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 28
\>iKun
KEFLAVÍK 40 ÁRA
forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson, skera sér bita.
Keflavíkurreví-
an sló í gegn
Leikfélag Keflavíkur flutti sér-
staka Keflavíkurrevíu í tilefní
afmælisins, er nefndist „Við
kynntumst fyrst í Keflavík".
Höfundur verksins er Ómar
Jóhannsson, „keflvískur Garð-
maður", en leikstjóri var
Hulda Ólafsdóttir. Því er
skemmst frá að segja að reví-
an sló all hressilega í gegn og
vanð að halda margar auka-
sýningar í Félagsbíói. Alls sáu
um 2000 manns revíuna.
Afmælisbarn
Keflavíkur
Lítil dama fæddist á afmælis-
dag Keflavíkur, 1. apríl 1989.
Hún leit dagsins ljós í morg-
unbýtið og var 54 cm á lengd
og 15 merkur. Foreldramir
koma úr sitt hvorri víkinni,
móðirin, Hulda Örlygsdóttir,
úr Njarðvík, en faðirinn, Elvar
Gottskálksson, borinn og
barnfæddur Keflvíkingur.
Litla daman hefur verið skíið
og heitir Eyrún Ósk.
Eyrún Ósk er hér með
mömmu sinni og eldri bróður,
Agnari Má Gunnarssyni, á
sjúkrahúsinu í Keflavík.
{titu*
mun
jtitUt
KEFLAVÍK 40 ÁRA
WJerH C
; ”T0Y0TA
EB
Pfyryrylfl'r|r]c]iAi(-5 mætti að sjálfsögðu og lék á afmælistónleikum. Stjömurnar sýndu allar sínar bestu hliðar en 2000 mSHIlS mættu á afmælishátíð, sem haldin var í íþrótiahúsi Keflavíkur 1. apríl og hlýddu á
'auk þess komu ungir tónlistarmenn fram á sjónarsviðið við þetta tækifæri.Á myndinni hér að „ , ,. j > .
i ij i-ís , v ,, ,, t olbreytta atmænsaagsKra.
ofan ma sja þennan tnða hop saman kominn, popplandshðið ur Keflavik.
KEFLAVIK 40 ARA
Mj ög góð þátttaka var við hátíðarhöld í tilefni 40 ára af mælis
Keflavíkurkaupstaðar í aprílmánuði. A afmælisdaginn var
hátíðarfundur bæjarstjórnar á Flug Hóteli, en eftir hádegi var
hátíðardagskrá í íþróttahúsi Keflavíkur. Þá var einnig af-
hjúpaður minnisvarði um Stjána bláa, sem forseti Islands,
frú Vigdís Finnbogadóttir, gerði. Síðarí afmælismánuðinum
fóru fram tónleikar með skærustu stjörnum Keflavíkur og þá
var m.a. listsýning 19 keflvískra listamanna, sem reyndar
hófst hálfum mánuði fyrir afmælisdaginn. Einnig voru
íþróttamót, kennaratónleikar og Leikfélag Keflavíkur flutti
sérstaka Keflavíkurrevíu, „Við kynntumst fyrst í Keflavík",
við frábærar undirtektir, og fleira og fleira. Allt lukkaðist
þetta mjög vel og er óhætt að segja að það hafi verið mjög vel
að afmælishaldinu staðið.
Valtýr Guðjónsson
annar heiðursborgari
Keflavíkur
Á hátíðarfundi bæjarstjómar Keflavíkur á
Flug Hóteli að morgni 1. apríl var Valtýr
Guðjónsson kjörinn heiðursborgari Kefla-
víkur. Valtýr var m.a. fyrsti forseti bæjar-
stjómar og bæjarstjóri á eftir Ragnari Guð-
leifssyni, fyrsta bæjarstjóra og einnig
heiðursborgara Keflavíkur.
Góðar gjafir
Bæjarfélaginu bámst margar gjafir í tilefni
afmælisins. Á myndinni er Anna Margrét
Guðmundsdóttir að taka við einni þeirra,
úr hendi Guðmundar Áma Stefánssonar,
bæjarstjóra Hafnarfjarðar, sem færði Kefla-
víkurbæ málverk að gjöf.
Stjáni blái a.f hjúpa.ðu.r. Forseti íslands, frúVigdís
Finnbogadóttir, afhjúpaði minnisvarða af Stjána bláa, sem
Keflvíkingurinn Erlingur Jónsson gerði. Með henni á mynd-
inni eru m.a. þeir Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarstjóri, og Karl
Steinar Guðnason, alþingismaður, en hann er dóttursonur
Stjána bláa.
Heillaði forsetann
Já, hún Ólöf Einarsdótt-
ir Júlíussonar ætlar að feta í
fótspor föður síns, en hún
vann hug og hjörtu afmælis-
gesta er hún söng nokkur lög
með pabba sínum og einnig
ein. Forsetinn okkar, frú Vig-
dís Finnbogadóttir, hreifst
mjög af stelpunni og hún sést
hér á tali við þau feðgin.
Fallegur bær
Keflavíkurbær hefur breyst
mikið á 40 ámm. Mikið hefur
verið unnið að fegrun og
snyrtingu á þessum tíma.