Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 12
KEFLAVÍK 40 ÁRA
\>iKun
futUt
Kapp er best með forsjá
- en hlutirnir hafa bara gengið svona vel
Þeir láta sér fátt fyrir brjósti brenna
feðgarnir Jón W. Magnússon og
Steinþór Jónsson, enda reka þeir tvö
fjölskyldufyrirtæki: hótel og stærstu
ofnasmiðju á landinu.
Það voru ekki margir sem voru
bjartsýnir á að hótelrekstur ætti eftir
að bera sig hér i Keflavík. Því néru
svartsýnismenn handabökin í von um
frekari tíðindi þegar framtakssamir
einstaklingar hófu hótelrekstur hér í
bæ. En ekkert hefur heyrst um upp-
gjöf frá þessum bæjardyrum og því
lék okkur forvitni á að kynnast þess-
um málum nánar.
Lítil furða þó vel gangi
Um þennan rekstur sjá þeir feðg-
arnir Jón William Magnússon og
Steinþór Jónsson. Vegna þessara
skrifa varð ég að gera mér nokkrar
ferðir á hótelið og alltaf var það sama
sagan sem endurtók sig. Hótelgestir
bönkuðu upp á skrifstofu þeirra
feðga, buðu góðan dag, kvöddu eða
þá að þeir tilkynntu komu sína eftir
vel heppnaðan dag úti í íslenskri nátt-
úrufegurð. Þá settust þeir feðgar oft
inn í matsalinn, þar sem málin voru
rædd við hótelgesti og áætlanirnæsta
dags ræddar yfir kaffibolla. Einhver
vandkvæði voru með nokkra menn
að komast í Bláa lónið seinna þennan
dag. Þeir voru ekki vissir hvar lónið
væri, auk þess sem þeirvorubíllausir.
En slíkir hlutir eru ekki vandkvæði á
Hótel Keflavík. Framkvæmdastjór-
inn fór með allan mannskapinn í
skemmtireisu um Reykjanesið og svo
fóru allir í Bláa lónið.
Þegar svona hluti ber oft við augu
þykir lítil furða þó að vel gangi. I hlý-
legum og vinalegum innganginum
vekja strax athygli ýmsar mynd-
skreytingar. Þetta eru viðurkenning-
ar frá ánægðum hótelgestum sem
greinilega hafa kappkostað að gera
viðurkenninguna sem veglegasta.
Þarna eru viðurkenningar m.a. frá
Royal Air Force í Englandi, ABC
sjónvarpsstöðinni, einkaflugmönn-
um Gorbatsjov auk fjölda skjala frá
einkaaðilum, sem hafa sent línu í
þakklætisskyni er heim var komið.
Svo er ekkert óalgengt að póstkort
berist hótelinu frá ánægðum gestum
sem þakka sælar minningar frá Is-
landi. Persónulegt viðmót starfs-
fólks og góð þjónusta virðast því hafa
skilað sér til fulls. Við hótelið er líka
rekin bílaleiga. Fullkomið tölvukerfi,
sem var útlitshannað af hótelstjóran-
um, hefur nú verið selt til 10 hótela
hér á Islandi.
En þarna er ekki bara hótel. Undir
hótelinu er stærsta ofnasmiðja lands-
ins í fullum rekstri. Það hefur ekki
borið mikið á þessum mönnum í dag-
legu lífi Keflavíkurbæjar. Því var
ákveðið að taka þá tali og grennslast
frekar fyrir um hagi þeirra.
Byrjaði 19 ára
Fyrstan tók ég tali Steinþór Jóns-
son, hótelstjóra og forstjóra ofna-
smiðjunnar. Hann er aðeins 25 ára en
hefur þó að mestu leyti tekið þátt í
hinni miklu uppbyggingu síðustu ár.
Hvencer hófust afskipti þín af
rekstrinum?
„Ég var 19 ára þegar ég byrjaði
fyrst í rekstrinum en áður hafði ég
unnið við ofnasmiðjuna. Það fyrsta
sem ég fékk að glíma við var að undir-
búa tölvukerfi fyrir ofnasmiðjuna og
svo tók ég smám sman við á skrifstof-
unni.“
Höföu menn vantrú á þér svona
ungum i þessu?
„Jú, ég var oft litinn hornauga en
ég varð að standa og falla með mínum
hugmyndum og þeim mun skemmti-
legra var þegar hlutirnir gengu upp.“
En hvernig stendur ofnasmiðjan í
dag?
„Það er mikil lægð í byggingariðn-
aðinum í dag en samt erum við að
vinna á í markaðshlutfallinu. Við er-
um með um 80-90 prósent af rúntyl
markaðnum og um 34-45 prósent af
panyl markaðnum. Þar kemur til að
það eru margar ofnasmiðjur og inn-
flytjendur. Nýlega fengum við svo
framleiðsluleyfi á nýrri ofnagerð sem
við munum kalla vor-yl. Vor-yl ofn-
inn kemur í staðinn fyrir pan-ylofn-
inn sem við framleiðum núna, auk
þess munum við flytja inn vor-yl ofna
fyrir þá sem vilja það frekar. Helsti
kosturinn við innfluttu ofnana er sá
að þeir koma full lakkaðir og inn-
pakkaðir til landsins og auk þess eru
þeir á góðu verði. Þetta er alveg
dæmigert og sýnir skilningsleysi
stjórnvalda gagnvart íslenskum iðn-
aði, að fyrirtækin sjá sér hag í því að
hefja innflutning því að hann er marg-
falt áhættuminni en stór fyrirtækis-
rekstur með marga starfsmenn.“
Gömul hugmynd
Þá liggur beint við að spyrja hvers
vegna þið fóruð út á svo gjörólíka
braut að byggja hótel?
„Við höfðum alltaf möguleika á
þessu húsnæði. Hugmyndin var
nokkuð gömul því að pabbi hafði lát-
ið teikna húsið fyrir mörgum árum.
Síðan fóru hjólin allt í einu að snúast
og í febrúar 1986 var byrjað að byggja
og í maí sama ár var hótelið tilbúið,
þannig að byggingarhraðinn var mik-
ill. Nýtingin var strax nokkuð góð og
við höfum eignast marga fastagesti
sem eru mjög ánægðir.“
Nú hafði þið tekið Hótel Kristínu á
leigu, er það ekki tákn um að þið þurf-
ið að fara að stcekka hótelið ykkar?
„Hótel Kristína var tekið á leigu
vegna þess að við vorum komnir í
vandræði með pláss og það er full-
bókað út leigusamningstímabilið. Á
Hótel Kristínu erum við með 80
manna sal, þar sem við höfum haldið
fermingarveislur og góðir möguleik-
ar eru á ýmiskonar mannfagnaði þar
og auk þess er þetta góður fundarsal-
ur. En varðandi framtíðina hér er í bí-
gerð að stækka hótelið um helming
þegar fjármagn leyfir. Þá höfum við
möguleika á stórri bílageymslu þar
sem ofnasmiðjan er núna, en hún
mun flytjast í nýtt húsnæði. Við ætl-
um líka að bjóða upp á þjónustu eins
og þreksal, sólböð, nuddstofu og ým-
islegt annað. Við erum með pláss
fyrir tvo stóra veitingasali. Samt
verðum við að fara hægt í sakirnar,
því að kapp er best með forsjá, eins og
þar segir. Við gátum byggt hótelið
upp og bætt það í rólegheitum og það
að vera í eigin húsnæði í dag hefur
mikið að segja.“
Ég þakkaði Steina fyrir fræðandi
spjall enda mátti hann ekkert vera að
svona hangsi.
Handsmíðaðir ofnar
Næst ætlaði ég að ná tali af Jóni
William. Hann er einn af þessum
mönnum sem brosir alltaf á móti til-
verunni, sama hversu öfugsnúin hún
kann að vera. Jón lætur mannlega
þáttinn sig sérstaklega varða enda var
hann að ræða við nokkra af fastagest-
um hótelsins þegar mig bar að garði.
Fyrr en varir er Jón búinn að gera mig
að trúnaðarmanni sínum og fer að
ræða málin af mikilli alvöru. Eftir
nokkra stund sláum við á léttari
strengi og ég spurði Jón hvað hefði
fengið Ólafsfirðing eins og hann til að
flytjast til Keflavíkur.
„Það er aðeins eitt sem getur feng-
ið Ólafsfirðing til að flytjast á brott
og það er góð kona“ segir Jón og er
greinilega skemmt. En hvernig tók
Keflavík á móti Jóni?