Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 37

Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 37
„Þótti óttalegt garg“ - segir Guðfinnur Sigurvinsson, fyrrum klarinettleikari Þeir eru ófáir sem sjá allan embætt- ismannageirann fyrir sér sem úti- boruleiðinlega karaktera sem hafa það eitt fyrir stafni og ánægju að ríf- ast um kjaramál og gefa út yfirlýsing- ar um niðurdrepandi málefni. En einhvern tíma hafa þetta verið menn eins og við, ósköp venjulegir menn sem spiluðu jafnvel í lúðrasveit. Ekki veit ég til þess að bæjarstjór- inn hafi spilað í skrúðgöngu með lúðrasveitinni á embættisferli sínum, en Guðfinnur Sigurvinsson neitaði hinsvegar ekki fortíð sinni sem klari- nettleikari í Lúðrasveit Keflavíkur. Hann varð góðfúslega við beiðni minni um smá spjall. Hvar hefst svoferill þinn sem hljóð- fceraleikari? „Það er í lúðrasveitinni. Maður hafði ekkert verið í þessu fyrr en það kom upp að Guðmundur Norðdahl dreif í því að koma upp lúðrasveit. Við vorum nágrannar við Guðmund- ur og þetta svona fór um bæinn að þetta ætti að fara af stað og svo var bara safnað liði. Lúðrasveitin keypti hljóðfærin með styrk frá Keflavíkur- bæ, barnaskólanum og líkameð styrk frá ríkinu, sem var þá veitt úr fjárlög- um. Karl Guðnason, alþingismaður frá Vestmannaeyjum, hafði beitt sér fyrir því á sínum tíma að þessi styrk- ur yrði veittur í gegnum fjárlög til hljóðfærakaupa handa lúðrasveitum á Islandi.“ En var heimilisfriðurinn ekki úti hjá mörgum fjölskyldum eftir að lúðrasveitin byrjaði? „ Þetta þótti óttalegt garg víða, það var alveg á hreinu, ekki síst þar sem voru klarinett eins og ég var með. Það var erfitt að ráða við blöðin og ná þessum mjúka tóni sem þarf og svo voru menn að gefa í básúnur og það var ýmislegt spaugilegt sem gerðist á þessum tíma.“ Manstu hvar þið spiluðuð fyrst op- inberlega? „Lúðrasveitin var stofnuð 15. jan. 1956 og við spiluðum fyrst 17. júní þetta sama ár. En fyrsta marseringin var æfing úti á Garðskaga í góðu veðri þar sem gamli Víðisfótboltavöllurinn er niður við sjó. Þá marseruðum við frá afleggjaranum þar sem keyrt er niður að vita og í vestur, og það voru náttúrulega allir á kafi í nótunum og líka var létt yfir mönnum eins og allt- af var í lúðrasveitinni. Nema að þá heyrum við að Guðmundur segir allt í einu: „Nei, nei, sjáið þið strákar, það eru að koma áheyrendur." Og þá komu allar beljurnar sem voru þarna hlaupandi með halann upp í loftið og stoppuðu ekki fyrr en við girðinguna þarna rétt hjá okkur. Og þetta vakti mikla kátínu. Þetta var svona frum- raunin áður en við fórum að spila á 17. júní.“ En hverjar urðu svo undirtektir bcejarbúa? „Þær voru góðar, mjög góðar“ seg- ir Guðfinnur með áherslu, „við vor- um þetta 15-16 strákar og við marser- uðum frá kirkjunni og í skrúðgarðinn með fánann í fararbroddi. Lúðra- sveitin Svanur hafði spilað á 17. júní nokkur undanfarin ár áður. Og svo heyrði einhver í sveitinni konu segja, Guðfinnur, klarinettleikari, á sinurn bestu áruni. þegar við vorum að koma niður tröppurnar í skrúðgarðinum og að klára síðasta marsinn: „Þeir spila bara alveg eins vel ogþessirúr Reykjavík.“ Og þetta var alveg meiriháttar kompliment." En tónleikar, hélduð þið víða tón- leika? „Já, við héldum tónleika í Félags- bíói. Það var barnaprógramm, ein- hver vísir að söngleik sem við tókum þátt í. Eg man ekki hvað það var en það var eitthvert ,,heimabrugg“. Svo spiluðum við við mörg tækifæri, á sjúkrahúsinu, fyrir framan Hlévang, og svo var víða spilað á jólum.“ En svo verður til Danshljómsveit Keflavíkur, var hún stofnuð út frá lúðrasveitinni? „Já, það var hugmynd sem Guð- mundur fékk. Menn áttu sjálfir saxó- fóna og hugmyndin var að gera svona Glenn Miller band. Og hvatinn að því að þetta var nú gert var sá að svolítið samband var á milli lúðrasveitarinnar hér og Svans í Reykjavík. Þeir komu hingað í heimsókn til okkur og þá spiluðum við einmitt nokkur lög. Og Siguróli Geirsson, stjórnandi ULTK, blæs í fagott. „Lúðrasveit Suður- nesja er framtíðin“ - Stutt spjall við Siguróla Geirs- son, stjórnanda ULTK Flestir þekkja Siguróla Geirsson og þann feril sem hann á í tónlistarlífi Keflavíkur, sem væri án efa svip- minna ef hans hefði ekki notið við. Siguróli hóf feril sinn með lúðrasveit- inni eins og svo margir aðrir. Hvencer byrjaðir þú að spila með lúðrasveitinni? „Það var sennilega um áramótin ’60-’61. Þá var stofnsett Drengja- lúðrasveit barnaskólans í Keflavík. Það var bærinn og barnaskólinn sem komu þessu á sem valgrein við skól- ann. Þetta hafa verið svona 24-5 strákar í sveitinni og það voru bara strákar sem komu til greina, stelpur áttu ekkert að gera með það að spila á lúðra. En það hefur nú sem betur fer breyst.“ Hver var stjórnandi? „Það var Herbert Hriberschek.“ Og hvar var þá ceft? „Þá fór öll kennsla fram í barna- skólanum og þetta byrjaði með því að maður var prófaður inn. Það var farið í 10 ára bekkjadeildirnar og þar valdir úr strákar sem voru prófaðir, og ef þeir voru efnilegir þá fengu þeir að vera með. Þetta var mjög strangt nám því að það voru, fyrir utan einkatíma, samæfingar tvisvar í viku og svo var tónfræði. Það urðu allir að fara í tón- fræði og allt var þetta skyldumæting svo að enginn komst undan. Við vor- um allir byrjendur og þetta miðaðist við að vera 4ra til 5 ára nám. Herbert kenndi á öll málmblást- urshljóðfæri en á klarinett eins og ég var með kenndi Gunnar Egilsson, sem var alveg skínandi kennari, og svo Vilhjálmur heitinn Guðjónsson. Þeir skiptust á að kenna á milli ára þessi fjögur ár. Svo skiptum við okk- ur í dúetta, tríó, kvartetta o.fl., með lúðrasveitinni.“ Hvar var svo spilað? „Svo var fyrst spilað um vorið við skólaslit. En við spiluðum víðar, meira að segja voru alltaf reglulegir tónleikar.“ Var þá engin önnur lúðrasveit starf- andi hér á þessum tíma? „Jú, þá var Lúðrasveit Keflavlkur á fullu og Herbert hafði þá tekið við henni á eftir Guðmundi Norðdahl. Drengjalúðrasveitin var stofnuð með það í huga að taka við Lúðrasveit Keflavíkur eftir þetta 4ra ára tímabil. Og ég man að við fengum fyrst lánuð hljóðfæri frá Lúðrasveit Keflavíkur og seinna styrktu þeir okkur þegar keypt voru minni hljóðfæri eins og trompetar og klarinett. Þeir lánuðu okkur m.a. fyrir þessum hljóðfærum. Nú, þessu 4ra ára tímabili hjá Drengjalúðrasveit barnaskólans í Keflavík lauk svo með heljarmikilli reisu hringinn í kringum landið með Esjunni. Þetta var einskonar skemmtisigling í kringum landið og það var spilað á hverjum viðkomu- stað. Eftir það var stofnuð önnur drengjalúðrasveit en við hinir fórum flestir í Lúðrasveit Keflavíkur. A þeim tíma urðu stjórnendaskipti í Lúðrasveit Keflavíkur og því fylgdi nokkur upplausn eins og oft gerist en það jafnaði sig fljótt aftur og flestir af okkur héldu áfram. Sem fyrr segir var stofnuð ný drengjalúðrasveit sem starfaði í u.þ.b. tvö ár en þá tók tónlistarskól- inn yfir og þá var nafninu breytt í Drengjalúðrasveit Keflavíkur. Lúðrasveit Keflavíkur var samt allt- af við lýði þó að það hefði gengið upp og ofan að halda henni saman. Um tíma sameinaðist Lúðrasveit Kefla- víkur við lúðrasveitina í Sandgerði, þá vegna manneklu og fjárskorts vegna stjórnandalauna o.sv.frv. Við æfðum með þeim einn eða tvo vetur og þannig fórum við á landsmót á Siglufirði undir nafni Sandgerðis. Þá var Lárus Sveinsson stjórnandi. Svo var nú haldið landsmót lúðra- sveita hér í Keflavík árið 1971. Jónas Dagbjartsson var þá stjórnandi og sveitin var í mjög góðu formi. Við ferðuðumst mikið á þessum tlma og við spiluðum víða á lúðrasveitamót- um t.d. á Akureyri. Stuttu eftir landsmótið hér lagðist svo sveitin af KEFLAVÍK 40 ÁRA þeir urðu alveg dolfallnir yfir þessu og hvað þetta hljómaði vel. Þetta voru fimm saxófónar, þrír trompet- ar, horn og fleiri hljóðfæri. Þetta voru góðir hljóðfæraleikarar. Rúnar Georgs tenorsax var mjög góður sólóisti og það hafði mikið að segja. Hreinn Oskars var fyrsta klarinett, hann var góður og hinir drjúgir. Og þetta varð svo h.vatinn að því að þeir stofnuðu léttband svananna. Við spiluðum svo í útvarpi. Þeir hafa kannski verið kræfir í útvarpinu á þessum tíma, en við náðum að spila í danslögunum á laugardagskvöldi, sem þá var alltaf eftir 22:00 á kvöldin. Það voru tvö lög sem þeir útvörpuðu að fimm lögum sem við tókum upp.“ Spilaði léttsveitin einhvern tíma á böllum? „Eg held að við höfum spilað 2-3 syrpur í Stapanum og var þrumandi lukka sem það gerði. En léttsveitin var bara starfandi einn vetur eða svo, við vorum allir að vinna og byggja upp okkar heimili, þannig að það var ekki mikill tími eftir. En menn reyndu að halda lúðrasveitinni gang- andi og það tókst nokkuð vel.“ Að lokum, hvert álítur þú vera mikilvcegi Lúðrasveitar Keflavíkur í dag? „Mér finnst hún alveg ómissandi þáttur í bæjarlífinu og ég er mjög ánægður með sveitina eins og hún er í dag. Þetta setur svo mikinn svip á bæjarlífið og þetta má ekki missa sín. Það var einmitt sjónarmissir þegar hún lagðist af á sínum tíma. Það vant- aði lúðrasveit og það voru margir sem höfðu orð á því að þeir söknuðu þess mjög. Eg veit ltka að menn þurfa að leggja töluvert á sig til að þetta verði gott og menn fá náttúrlega alltaf umbun erfiðisins þegar vel tekst til.“ Samspil ungra drengja í Tónlistarskólanum. þótt alltaf væri einhver lúðrablástur í skólanum. Síðan gerist ekkert fyrr en Viðar Alfreðsson endurvakti lúðra- sveitina í barnaskólanum.“ Nú ert þú stjórnandi Lúðrasveitar Tónlistarskólans í Keflavík, hvernig finnst þér að betur mcetti hlúa að tón- listarlífinu hér, þá einkum lúðrasveit- inni? „Lúðrasveitin hér hefur gengið þokkalega en það er mln skoðun að það þurfi að vera a.m.k. þrjár lúðra- sveitir í gangi svo að það sé eitthvað sem taki við. Þá þyrfti að byrja með grunndeild innan barnaskólans. Samt er ég ánægður með lúðrasveitina eins og hún er í dag og þar eru margir góð- ir einstaklingar. Samt má segja að starfsemin sé þrískipt í dag, þ.e. lúðrasveitin, léttsveit og svo lítil sveit sem við köllum Bjórbandið, í tilefni af breyttum þjóðfélagsháttum á Is- landi. En í dag ætti að vera til Lúðra- sveit Suðurnesja, það er engin spurn- ing um það. Það vantar alltaf eitthvað fyrir krakkana sem hafa verið í grunn- námi og í unglingalúðrasveitum, ein- hverja alvörulúðrasveit sem skipuð væri öllum hljóðfærum sem eiga heima í lúðrasveit.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.