Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 3
\)ÍKUR KEFLAVÍK 40 ÁRA jutUi LANDMINNSTA EN FJÖL- MENNASTA SVEITARFÉLAGIÐ Keflavík er kaupstaður við sam- nefnda vík. Ibúar voru 7322 í des. ’88 og er kaupstaðurinn langfjölmenn- asta byggðarlag á Suðurnesjum. Þar búa urn það bil jafnmargir og í hinum sveitarfélögunum sex samanlagt. Fátt er vitað um byggð í Keflavík á fyrri öldum. Skömmu eftir 1500 er fyrst getið um þýska kaupntenn og alla 16. öldina er þar verslunarstaður, sennilega á Vatnsnesi. Þar er örnefn- ið Þýska vör. Hamborgarkaupmenn hlutu verslunarleyfi 1579, en er ein- okunarverslun komst á 1602 fengu Kaupmannahafnarkaupmenn einka- leyfi á allri verslun við Keflavík. Fram á 20. öld voru íbúar Keflavíkur eink- um danskir kaupmenn og skyldulið þeirra. Framundir 1800 var staðurinn kostarýrt smábýli en eftir Básenda- flóð 1799 hefur Keflavík verið versl- unarmiðstöð Rosmhvalaness. Veglegur er í verslunarsögu staðar- ins þáttur Duus-ættarinnar sem þar ríkti 1848-1920. Standa enn tvö af húsum þeirra nærri rústum gamla Keflavíkurbæjarins. Kristinn Reyr orti urn reisn ættarinnar á þeirn tíma: Forðum var faktor hjá firma Duus. Hann byggði á bjargi eitt bjálkahús, tveggja tasíu til þess að njóta útsýnis yfir Asíu. Eftir Duus-skeiðið komst verslun- in í hendur landsmanna, fyrst Matt- híasar Þórðarsonar frá Móum á Kjalarnesi en 1935 reis á leggpöntun- arfélag, síðar KRON-deild. Kaup- félag Suðurnesja var stofnað 1948, varð brátt umsvifamesti verslunarað- ilinn og er enn. Ekki óx Keflavík að marki fyrr en eftir 1908 er Keflavík-Njarðvík varð sérstakur hreppur. Umtalsverð út- gerð hófst ekki fyrr en á þessari öld. Frystihús kom 1929, hafskipabryggja 1932 og togara eignuðust Keflvíking- ar 1948. Nú er staðurinn ein helsta útflutningshöfn sjávarafurða hér- lendis. Kaupstaður varð Keflavík 1949 og 1952 var Keflavíkurprestakall stofn- að. Gagnfræðaskóli tók til starfa 1953 og Fjölbrautaskóli Suður- nesja 1976. Má af þessu marka hve skammt er síðan Keflavík reis á legg sem höfuð- staður Suðurnesjabyggða. Enn er staðurinn landminnsta sveiraríé'ag þar þótt væna sneið af Gerðahreppi hlyti Keflavíkurkaupstaður 1966. I Keflavík eru flestar þjónustumið- stöðvar Suðurnesjamanna, svo sem fjölbrautaskóli, sjúkrahús, aðsetur bæjarfógeta, lögreglustöð og skrif- stofur Sambands sveitarfélaga á Suð- urnesjum. Njarðvíkurmegin eru aðal- verslanir á svæðinu og skrifstofur Hitaveitu Suðurnesja. Bæirnir eru sameiginlegt vinnusvæði. Eitt merkasta mannvirki í Keflavík er hin steinsteypta krosskirkja sem reist var 1914 og rúrnaði þá flesta íbú- ana. Rögnvaldur Olafssonteiknaði, altaristafla er eftir Ásgrím Jónssor. og myndskreyttir gluggar eftir Bene- dikt Gunnarsson. Keflavík er fjórði fjölmennasti kaupstaður hérlendis. Sameiginlegur íbúa- fjöldi í Keflavík-Njarðvík er um 9300 en á Rosmhvalanesi öllu búa nærri 12.000 rnanns. Margir hyggja að Keflavík sé í vestur frá Njarðvík því að í þá rnegin- átt liggur vegurinn frá Straumi að Fitjum. Stefnubreytingu veittu öku- menn litla athygli vegna þess að hvergi var snöggbeygt. Nú eraðstaða önnur. Bein er norðvesturleið í átt að Leifsstöð en sveigt til norðurs inn í Ytri-Njarðvík er við blasa tankar og veitustöð Hitaveitu Suðurnesja. Gamla Reykjanesbrautin liggur gegnum kaupstaðina tvo þar sem tveir af hverjum þrem Suðurnesja- mönnum búa. Ökumenn sem gamla veginn fara frá Fitjum í Njarðvíkur- botni að gömlu Duus-húsunum vest- ast í Keflavík sjá ekki Vatnsnesið sem aðskilur víkurnar tvær fyrir húsun- um sem á skyggja, en glöggt sést nesið af nýja veginum. Sem áður segir er hið forna Rosm- hvalanes mestallt grágrýtissvæðið sem afmarkast af Vogastapa og Ósa- botnum. Sr. Jón Thorarensen telur nesið ná frá Djúpavogi norður í Duus-gróf í Keflavík (Litla skinnið, 80). Þar eru nú fjögur sveitarfélög, Njarðvík og Keflavík við samnefnd- ar víkur í Stakksfjarðarbotni og hreppar tveir á þríhyrndum skaga sem í norður veit og hálflokar Faxa- ílóa. Miðnes hét skaginn eitt sinn en Garðskagi nyrsti oddinn. Nú er Garðskaganafnið almennt notað um þetta svæði allt en tanginn nyrst er kallaður Garðskagatá. Austan meg- in er Gerðahreppur en Miðnes- hreppur nær frá Skagaflös skammt sunnan við Garðskagatá suður í Djúpavog í Ósabotnum. (Ur bókinni „Suöur meö sjó“, sem Rotarykiúbbur Suðurnesja gaí út). „Var lengi búinn að vera með þennan draum í maganum“ - segir Friðrik Smári Friðriksson í Ný-Ung „Ég var búinn að vera lengi með þann draum í maganum að opna söluturn og loks kom að því að ég lét verða af því og talaði við fyrri eiganda húsnæðisins, sem sölu- turninn er nú í, og spurði hvort ekki væri laust pláss.“ Þetta sagði Friðrik Smári Friðriksson,yfirIeitt kallaður Srnári, í samtali við blað- ið, þegar hann var spurður að upp- hafinu á „sjoppuævintýrinu". Smári þurfti að bíða í nokkra mán- uði eftir verslunarplássi, en byrjaði síðan með söluturn á 75 fermetrum. Smárn saman hefur fyrirtækið síðan verið að vaxa og er nú komið í stóran hluta húsnæðisins, sem við flest þekktum sem Ungó hér á árum áður. Samhliða söluturninum rekur Smári stórglæsilega ísbúð og það eru engar ýkjur þegar sagt er að hún sé ein sú glæsilegasta og fjölbrevttasta í allri Evrópu. „Þessi garnli góði íslenski í brauð- formi er samt alltaf vinsæ!astur,“ sagði Smári í samtali við biaðið. I is- búðinni er lögð ntikil áhersla á glæsi- lega ísrétti, sem geta verið heil rnáltíð út af fyrir sig. -Attir þú von á því að fyrirtxkið cetti eftir að vaxa svona, eins og raun ber vitnif „Ég átti alls ekki von á þessu. Ég hafði hugsað þetta smátt í upphafi og að ég hefði atvinnu fyrir mig og kon- una mína. Nú er raunin sú að ég er með níu manns í vinnu. Ég fór út í þetta blint og gerði mér reyndar ekki grein fyrir því í upphafi hvað sölu- turninn og ísbúðin eru vel staðsett.“ Smári sagði aðbreytinghefði orðið á rekstrinum mtð tilkomu Lottósins, því á laugardögum sé mest að gera við sölukassann. Ný-ung mun aldrei hafa farið niður fyrir 3. sæti hvað varðar söluhæstu lottóstaði á landinu, en yfirleitt hefur Ný-ung vermt topp- sætið. Fyrsti vinningur hefur fimm sinnum komið á miða sem seldurhef- ur verið í söluturninum hjá Smára. Að lokum sagði Smári að alltaf væri eitthvað um nýjungar og meðal þess nýjasta væri kæliborð, þar sent fólk getur valið sitt uppánalds álegg á sínar samlokur. Þá ntega ísáhuga- menn eiga von á því að á næsta ári verði hægt að fá hinn vinsæla jógúrtís í Ný-ung í Keflavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.