Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Side 3

Víkurfréttir - 26.05.1989, Side 3
\)ÍKUR KEFLAVÍK 40 ÁRA jutUi LANDMINNSTA EN FJÖL- MENNASTA SVEITARFÉLAGIÐ Keflavík er kaupstaður við sam- nefnda vík. Ibúar voru 7322 í des. ’88 og er kaupstaðurinn langfjölmenn- asta byggðarlag á Suðurnesjum. Þar búa urn það bil jafnmargir og í hinum sveitarfélögunum sex samanlagt. Fátt er vitað um byggð í Keflavík á fyrri öldum. Skömmu eftir 1500 er fyrst getið um þýska kaupntenn og alla 16. öldina er þar verslunarstaður, sennilega á Vatnsnesi. Þar er örnefn- ið Þýska vör. Hamborgarkaupmenn hlutu verslunarleyfi 1579, en er ein- okunarverslun komst á 1602 fengu Kaupmannahafnarkaupmenn einka- leyfi á allri verslun við Keflavík. Fram á 20. öld voru íbúar Keflavíkur eink- um danskir kaupmenn og skyldulið þeirra. Framundir 1800 var staðurinn kostarýrt smábýli en eftir Básenda- flóð 1799 hefur Keflavík verið versl- unarmiðstöð Rosmhvalaness. Veglegur er í verslunarsögu staðar- ins þáttur Duus-ættarinnar sem þar ríkti 1848-1920. Standa enn tvö af húsum þeirra nærri rústum gamla Keflavíkurbæjarins. Kristinn Reyr orti urn reisn ættarinnar á þeirn tíma: Forðum var faktor hjá firma Duus. Hann byggði á bjargi eitt bjálkahús, tveggja tasíu til þess að njóta útsýnis yfir Asíu. Eftir Duus-skeiðið komst verslun- in í hendur landsmanna, fyrst Matt- híasar Þórðarsonar frá Móum á Kjalarnesi en 1935 reis á leggpöntun- arfélag, síðar KRON-deild. Kaup- félag Suðurnesja var stofnað 1948, varð brátt umsvifamesti verslunarað- ilinn og er enn. Ekki óx Keflavík að marki fyrr en eftir 1908 er Keflavík-Njarðvík varð sérstakur hreppur. Umtalsverð út- gerð hófst ekki fyrr en á þessari öld. Frystihús kom 1929, hafskipabryggja 1932 og togara eignuðust Keflvíking- ar 1948. Nú er staðurinn ein helsta útflutningshöfn sjávarafurða hér- lendis. Kaupstaður varð Keflavík 1949 og 1952 var Keflavíkurprestakall stofn- að. Gagnfræðaskóli tók til starfa 1953 og Fjölbrautaskóli Suður- nesja 1976. Má af þessu marka hve skammt er síðan Keflavík reis á legg sem höfuð- staður Suðurnesjabyggða. Enn er staðurinn landminnsta sveiraríé'ag þar þótt væna sneið af Gerðahreppi hlyti Keflavíkurkaupstaður 1966. I Keflavík eru flestar þjónustumið- stöðvar Suðurnesjamanna, svo sem fjölbrautaskóli, sjúkrahús, aðsetur bæjarfógeta, lögreglustöð og skrif- stofur Sambands sveitarfélaga á Suð- urnesjum. Njarðvíkurmegin eru aðal- verslanir á svæðinu og skrifstofur Hitaveitu Suðurnesja. Bæirnir eru sameiginlegt vinnusvæði. Eitt merkasta mannvirki í Keflavík er hin steinsteypta krosskirkja sem reist var 1914 og rúrnaði þá flesta íbú- ana. Rögnvaldur Olafssonteiknaði, altaristafla er eftir Ásgrím Jónssor. og myndskreyttir gluggar eftir Bene- dikt Gunnarsson. Keflavík er fjórði fjölmennasti kaupstaður hérlendis. Sameiginlegur íbúa- fjöldi í Keflavík-Njarðvík er um 9300 en á Rosmhvalanesi öllu búa nærri 12.000 rnanns. Margir hyggja að Keflavík sé í vestur frá Njarðvík því að í þá rnegin- átt liggur vegurinn frá Straumi að Fitjum. Stefnubreytingu veittu öku- menn litla athygli vegna þess að hvergi var snöggbeygt. Nú eraðstaða önnur. Bein er norðvesturleið í átt að Leifsstöð en sveigt til norðurs inn í Ytri-Njarðvík er við blasa tankar og veitustöð Hitaveitu Suðurnesja. Gamla Reykjanesbrautin liggur gegnum kaupstaðina tvo þar sem tveir af hverjum þrem Suðurnesja- mönnum búa. Ökumenn sem gamla veginn fara frá Fitjum í Njarðvíkur- botni að gömlu Duus-húsunum vest- ast í Keflavík sjá ekki Vatnsnesið sem aðskilur víkurnar tvær fyrir húsun- um sem á skyggja, en glöggt sést nesið af nýja veginum. Sem áður segir er hið forna Rosm- hvalanes mestallt grágrýtissvæðið sem afmarkast af Vogastapa og Ósa- botnum. Sr. Jón Thorarensen telur nesið ná frá Djúpavogi norður í Duus-gróf í Keflavík (Litla skinnið, 80). Þar eru nú fjögur sveitarfélög, Njarðvík og Keflavík við samnefnd- ar víkur í Stakksfjarðarbotni og hreppar tveir á þríhyrndum skaga sem í norður veit og hálflokar Faxa- ílóa. Miðnes hét skaginn eitt sinn en Garðskagi nyrsti oddinn. Nú er Garðskaganafnið almennt notað um þetta svæði allt en tanginn nyrst er kallaður Garðskagatá. Austan meg- in er Gerðahreppur en Miðnes- hreppur nær frá Skagaflös skammt sunnan við Garðskagatá suður í Djúpavog í Ósabotnum. (Ur bókinni „Suöur meö sjó“, sem Rotarykiúbbur Suðurnesja gaí út). „Var lengi búinn að vera með þennan draum í maganum“ - segir Friðrik Smári Friðriksson í Ný-Ung „Ég var búinn að vera lengi með þann draum í maganum að opna söluturn og loks kom að því að ég lét verða af því og talaði við fyrri eiganda húsnæðisins, sem sölu- turninn er nú í, og spurði hvort ekki væri laust pláss.“ Þetta sagði Friðrik Smári Friðriksson,yfirIeitt kallaður Srnári, í samtali við blað- ið, þegar hann var spurður að upp- hafinu á „sjoppuævintýrinu". Smári þurfti að bíða í nokkra mán- uði eftir verslunarplássi, en byrjaði síðan með söluturn á 75 fermetrum. Smárn saman hefur fyrirtækið síðan verið að vaxa og er nú komið í stóran hluta húsnæðisins, sem við flest þekktum sem Ungó hér á árum áður. Samhliða söluturninum rekur Smári stórglæsilega ísbúð og það eru engar ýkjur þegar sagt er að hún sé ein sú glæsilegasta og fjölbrevttasta í allri Evrópu. „Þessi garnli góði íslenski í brauð- formi er samt alltaf vinsæ!astur,“ sagði Smári í samtali við biaðið. I is- búðinni er lögð ntikil áhersla á glæsi- lega ísrétti, sem geta verið heil rnáltíð út af fyrir sig. -Attir þú von á því að fyrirtxkið cetti eftir að vaxa svona, eins og raun ber vitnif „Ég átti alls ekki von á þessu. Ég hafði hugsað þetta smátt í upphafi og að ég hefði atvinnu fyrir mig og kon- una mína. Nú er raunin sú að ég er með níu manns í vinnu. Ég fór út í þetta blint og gerði mér reyndar ekki grein fyrir því í upphafi hvað sölu- turninn og ísbúðin eru vel staðsett.“ Smári sagði aðbreytinghefði orðið á rekstrinum mtð tilkomu Lottósins, því á laugardögum sé mest að gera við sölukassann. Ný-ung mun aldrei hafa farið niður fyrir 3. sæti hvað varðar söluhæstu lottóstaði á landinu, en yfirleitt hefur Ný-ung vermt topp- sætið. Fyrsti vinningur hefur fimm sinnum komið á miða sem seldurhef- ur verið í söluturninum hjá Smára. Að lokum sagði Smári að alltaf væri eitthvað um nýjungar og meðal þess nýjasta væri kæliborð, þar sent fólk getur valið sitt uppánalds álegg á sínar samlokur. Þá ntega ísáhuga- menn eiga von á því að á næsta ári verði hægt að fá hinn vinsæla jógúrtís í Ný-ung í Keflavík.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.