Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 4
mw KEFLAVÍK 40 ÁRA juiUt SUÐURNES cr framtíðar fcrðamannastaður - segir Steinþór Júlíusson, hótelstjóri Flug Hótels „Suðurnesin hafa allt til að bera til að verða framtíðar- ferðamannasvæði og ég er bjartsýnn á að svo eigi eftirað verða. Við þurfum engu að síður að vinna vel að því“ segir Steinþór Júlíusson, hótelstjóri á FLUG HÓTELI í Keflavík. Flug Hótel opnaði á þjóð- hátíðardag Islendinga, 17. júní 1988. Byggingaverktakar Keflavíkur hf. byggðu þetta glæsilega hús og eiga það en fjölskyldu'fyrirtækið St.Júl. Co. h.f. leigir það og rekur hótelið alfarið á sína ábyrgð. „Þetta gerðist allt með mjög stuttum fyrirvara“ segir Stein- þór, sem er fyrrum bæjarritari og bæjarstjóri í Keflavík. „Það hefur háð okkur örlítið að við náðum ekki að koma síma- númerinu okkar í símaskrá en engu að síður náðum við mjög þokkalegri nýtingufyrstaárið. Og það sem af er þessu ári hef- ur verið mjög góð nýting. Þannig að maður getur ekki verið annað en bjartsýnn. Það hefur sýnt sig að það var mikil þörf fyrir svona hótel hérna.“ Flug Hótel hefur 39 tveggja manna herbergi og 3 svítur. Allur búnaður er eins og best gerist og í hverju herbergi er sími, útvarp, sjónvarp, sem tekur við sendingum gervi- hnatta, og einkabar. Að sjálf- sögðu er einnig bað eða sturta í hverju herbergi. Á hótelinu er fyrsta flokks veitingasalur og bar svo og fullkomin aðstaða fyrir hvers kyns ráðstefnur, fundi og veislur. Bílgeymsla er í kjallara hótelsins. Auk þess er í hótelinu bílaleiga og banki og svo er þar umboð fvrir ferða- skrifstofuna SÖGU. En hverjir gista aðallega á Flug Hóteli? „Utlendingareru 80-90% hótelgesta, alla vega ennþá,“ segir Steinþór, „það er mikið um áhafnir og flugfar- þega og gesti sem tengjast flugtraffikinni. Það er smám saman að aukast að Islending- ar af höfuðborgarsvæðinu og utan af landi komi og gisti hér nóttina áður en haldið er í flug. Eg tel þetta mjög ákjósanlegt fyrir fólk því það er ólíkt þægi- legra að vera aðeins í 10 mín- útna fjarlægð frá flugstöðinni heldur en að þurfa að keyra Reykjanesbrautina, eins og hún nú er og í ótryggu veður- fari. Við fylgjumst með flug- áætlun fyrir þetta fólk og því þarf ekki að rjúka upp eftir of snemma ef það er t.d. seinkun á flugi.“ Þegar Steinþór var spurður um framtíðarhorfur í ferða- mannaiðnaði á Suðurnesjum sagði hann að nauðsynlega þyrfti að stofna ferðaþjónustu eða skrifstofu, sérstaklega fyr- ir Suðurnesjasvæðið. „Við höfum allt hérna, náttúrufeg- urð, áhugaverða staði og alla þjónustu og loks það sem lengst af vantaði, hótelgist- ingu. Það þarf einhvern aðila til að skipuleggja og standa fyrir kynningu á svæðinu, geta skipulagt og séð um ráðstefn- ur og heimsóknir svo eitthvað sé nefnt. Samband sveitarfél- aga, fyrirtæki, hótelin og fleiri gætu átt þetta fyrirtæki saman en hver svo sem ræki þetta, þá er þörf fyrir þessa þjónustu. Við getum ekki ætlast til að ferðamannaiðnaður rísi hér af sjálfum sér. Það þarf að vinna í því að gera Suðurnes að eftir- sóttu ferðamannasvæði í fram- tíðinni“ sagði Steinþór Júlíus- son, hótelstjóri á Flug Hóteli, að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.