Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 26.05.1989, Blaðsíða 23
mig um en svo um haustið fann ég að það eina sem mig langaði til að gera var að lesa guðfræði og gerast prest- ur. Og ég hef ekki séð eftir því. -Var ekki borin mikil virðingfyrir prestum á þessum tima? „Mjög mikil virðing. Séra Eiríkur var mikilfenglegur maður og stór í öllum sniðum. Hann var með kvöld- skóla sem við sóttum því það var eng- inn gagnfræðaskóli í Keflavík. Það var ekkert annað sem bauðst að loknu barnaskólanámi hér. Eg man það enn þegar séra Eiríkur kom í tíma hjá okkur í garnla barnaskólanum, mjög sár og leiður og hann sagði við okkur: „Hugsið ykkur þetta. Eg var að koma gangandi frá Utskálum til Keflavíkur og það keyrðu fram hjá mér fermingarsynir mínir í bílnum sem þeir voru ný búnir að kaupa og þeir stoppuðu ekki fyrir mér. Þeir tóku mig ekki upp í bílinn sinn til að keyra mig, þeir létu mig ganga þessa leið.“ Eg man hvað hann var yfir sig sár og ég man líka hvað við ungling- arnir vorum yfir okkur hneykslaðir á þessum mönnum. Þeir höfðu keyrt fram hjá prestinum sínum og ekki boðið honum upp í. Þetta þótti manni gjörsamlega óskiljanlegt og ófyrirgefanlegt. Annars fór séra Eiríkur alltaf mikið á hjóli á milli Keflavíkur og Gerðahrepps. Og svo þegar rútuferðum fjölgaði þá notaði hann rútuna. Og ég held að það hafi alveg þótt sjálfsagt að presturinn gengi inn í rútuna þegar hann vildi. Eg hugsa að hann hafi aldrei verið rukkaður. En það voru ekki bara prestarnir sem nutu virðingar almennings. Hér- aðslæknirinn, Sigvaldi Kaldalóns frá Grindavík, kom til okkar þegar ég var í 7. bekk. Við stóðum úti á tröppun- um þegar hann kvaddi og hann sagði „verið þið blessaðir, krakkar mínir,“ og við sögðum „vertu blessaður“. Guðmundur skólastjóri kom æfur inn í stofuna til okkar á eftir og hann sagðist aldrei á ævinni hafa skamm- ast sín eins mikið eins og fyrir okkar hönd þarna á tröppunum. Að þúa lækninn! Hann hafði bara aldrei heyrt annað eins og svo las hann yfir okkur.“ -Þú minntist á rútuna áðan; var ekki álíka langt til Reykjavíkur þá og það er til Ameríku núna? „Reykjavík var í órafjarlægð og þegar maður fór með Skúla Halls- syni, sem var með rútuna, þá hugsaði maður oft um það hvernig Skúli færi að því að rata niðri í bæ. Þá var fplkið keyrt sem næst að áfangastað og fólk- ið var líka sótt heim í Keflavík. Eg man alltaf eftir Friðriki Þorsteinssyni sem átti heima í sömu götu og við. Hann var yfirleitt ekki búinn að raka sig þegar rútan kom. Hann kom þá kannski út á stéttina með rakkústinn í hendinni og sápugt andlitið og sýndi Skúla það að hann væri ekki búinn að raka sig. Þá var bara beðið í rólegheit- unum eftir að Friðrik kláraði að raka sig áður en farið var að sækja menn í næstu hús.“ -Var lengi verið að keyra til Reykja- víkur? „Fyrst, þegar ég var strákur, hefur ferðin tekið svona klukkutíma og korter. Þá var stoppað á leiðinni því sumir urðu bílveikir og urðu að fá sér friskt loft, því vegirnir voru nú ekk- ert sérstakir. Fyrstu árin söng fólk og trallaði í rútunni en svo breyttist það. Eg man eftir manni utan af landi sem kom í rútuna í Keflavík og hélt að allir myndu syngja, en það tók enginn undir með honum og þegar hann fór sagði hann „þetta er sú leiðinlegasta rútuferð sem ég hef nokkru sinni á ævinni farið í“. En þá vorum við orðnir svo miklir heimsborgarar í rútunni í Keflavík að enginn fór að syngja i þessari tæplega klukkutíma ferð.“ Óskapleg umskipti -Svo kemur stríðið. Hvernigbreytt- ist lífið í Keflavík þá? „Það urðu alveg óskapleg um- skipti. Eg man alltaf eftir því þegar fyrstu hermennirnir komu til Kefla- víkur. Þeir voru á mótorhjóli með hliðarvagni. Þetta voru Bretarogþeir voru með byssur. Þeir fóru fyrst til Alfreðs Gíslasonar bæjarfógeta og þurftu eitthvað að tala við hann. Við strákarnir horfðum á þetta í mjög virðulegri fjarlægð, hugsandi það að þetta voru alvöru byssur. Síðan var Keflavík aldrei hin sama. Eg man eftir því þegar Keflavík varð bær, þegar þúsundasti íbúinn var talinn. Það þótti okkur ævintýri, þúsund manns í Keflavík. Það hefði nú einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Bærinn fór svo að stækka þegar vinnan kom og þá fór ég að vinna á KEFLAVÍK 40 ÁRA vellinum. Fyrst var ég við að bera olíu í braggana. Okkur sárnaði óskaplega við kanana, hvað þeir vildu hafa heitt í bröggunum, því að þá eyddu þeir miklu meiri olíu. Svo var ég við smíð- ar í tvö ár. Eg er allra manna klaufsk- astur í höndunum og kann ekki að reka nagla. Það var því æðsti heiður sem mér hafði nokkru sinni hlotnast þegar ég var gerður að yfirsmið yfir vinnuflokki seinna sumarið sem ég vann í smíðinni. Og það var nú ein- faldlega vegna þess að ég var sá eini sem gat lesið á teikningarnar þó að ég hafi aldrei getað framkvæmt þetta. Þetta þótti mér mikil upphefð og trú- ir enginn sem ég segi frá þessu núna, þeim sem þekkja mig og handfærni mína.“ -Báru kannski húsin þess merki að þú bafðir lagt þarna bönd á plóginn? „Sjálfsagt“ segir Olafuryfirsmiður og hlær vel með, „ég hef komið til yíirherprestsins í húsi þar sem ég var við að byggja og ég hafði mig nú ekki í að segja honum að ég hefði einu sinni verið að reka þarna nagla." Tel mig alltaf Keflvíking -En hvenxr ákveðurþú svo að flytj- ast frá Keflavík? „Eg ákvað það nú reyndar aldrei, það voru örlögin sem háttuðu þessu þannig. En ég tel mig nú santt alltaf Keflvíking. Eg lauk háskólaprófi 1955 og þá fór ég til Bandaríkjanna. Árið 1958 kem ég svo aftur í heimsókn. Eg varbúinn að hlakka lifandis ósköp til að ganga niður Hafnargötuna og þekkja þar hvern einasta mann eftir að hafa verið svona einangraður frá fyrri vinum í Bandaríkjunum. En það var nú öðru nær. Eg þekkti einn mann og það var á matartímanum þegar mesta um- ferðin var á Hafnargötunni. Svo leysti ég séra Björn af í þrjá mánuði 1959-60. Þá var allt orðið svo stórt í sniðum og ópersónulegt sem fylgir alltaf miklum fjölda.“ Að lokum ræddi ég við Ölaf um framtíðina, Keflavík og það ábyrgð- armikla starf sem hann á nú fyrir höndum. Hann endaði samtalið með þessum orðum: „Maður veit aldrei sinn ævidag, en ég kem alltaf heim þegar ég kem til Keflavíkur.“ „Samkeppnin til góðs“ - segir Geir Reynisson í Nesbók Það þótti mörgum það mik-1 ið hugrekki þegar ný bóka- og ritfangaverslun opnaði fyrir nokkrum ánrm. Reksturinn gekk erfiðlega r byrjun en þeg- ar þau Eygló Þorsteinsdóttir og Geir Reynisson tóku við versluninni í júní 1984 fóru hjólin að snúast. í dag er Nesbók staðsett að Hafnargötu 54 og hefur verið þar alla tíð en á næstunni verð- ur verslunin flutt neðar á Hafnargötuna, nánar tiltekið að Hafnargötu'36, þar sem' Aþena var síðast til húsa. Auk þess að versla með blöð, bækur, ritföng og töskur er Nesbók með reikni-, rit- og Ijósritunarvélar, svo og ýmsa gjafavöru. „Bóksala er 90% fyrir jól og svó er skólabóka- sala á haustin. Það hefur verið ágæt og jöfn sala í öðrum vör- um,“ sagði Geir Reynisson, „og aukning ár frá ári“. Aðspurður um hvort Kefl- víkingar versluðu heima sagð- ist Geir halda að „Reykjavík- urráp“ hefði minnkað mjög mikið og þróunin í þeim mál- um væri jákvæð. En hvað með innbyrðis samkeppni? „Mark- miðið hjá mér hefur alltaf ver- ið að auka söluna hjá mér án þess að taka frá öðrum hér á svæðinu. Samkeppnin er til góðs fari hún ekki úr hófi fram og kemur alltaf viðskiptavin- um til góðs í meira vali og betra vöruverði,“ sagði Geir Reynisson. - Frá árinu 1985 hefur Geir verið með umboð fyrir Sjóv^c tryggingafélag Islands sem nú heitir Sjóvá-Almennar og haft skrifstofu í sama húsnæði og Nesbók. Geir Reynisson, eigandi Nesbókar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.