Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 9
8 Miðvikudagur 2. ágúst 1989 \)ÍKUR 04tU% \)iKun juíUt Miðvikudagur 2. ágúst 1989 Eldhressir eldri borgarar se, sótt hafa sundnámskeið undanfarið, ásamt ieiðbeinandanum, Hauki Otte- SCn. Ljósm.: hbb. Aldraðir á sundnámskeiði Keflavíkurbær hefur und- anfarið staðið fyrir sund- námskeiði fyrir eldri borgara Keflavíkur. Hefur nám- skeiðið verið vel sótt og hafa framfarir verið miklar. I síðustu viku lauk einu slíku námskeiði en það sóttu á annan tug eldri borgara. Þegar blaðamaður fylgdist með sundtíma í síðustu viku voru oft sýnd mikil tilþrif og árangur eldri borgara góður miðað við það að margir hafa ekki svo mikið sem rekið stóru tána ofan í sundlaug í fjöldamörg ár. Einn þátttak- enda á námskeiðinu, sem er endurgjaldslaust fyrir aldr- aða, er Halldór Friðriksson. Sagði hann þetta vera skemmtilegan hóp á nám- skeiðinu og að allir hefðu gott af hreyfingu sem þess- ari. Eftir að hafa rætt við blaðamann skellti hann sér upp á bakkann við djúpu laugina og tók eina góða dýfu, sem var ekkert mál. Það skein ánægja úr öllum andlitum og ljóst að eldri borgararnir höfðu gaman af þessu. Það er Haukur Otte- sen sem hefur séð um kennslu á námskeiðum þess- um. *1989 $ SÆTAFERÐIR verða frá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur í • HÚNAVER • VESTMANN AEY JAR • GALTALÆK Boðið verður upp á „ferðapakka“ alla leið með far- gjöldum og aðgöngumiða á hátíðarsvæði. Sala er hafin. Nánari upplýsingar í afgreiðslu SBK í síma^ 15551 og 15444. S érleyfisbifreiðir Keflavíkur Tuskurnar á lofti Það var mikið að gera hjá eiginkonunt Kiwanisntanna kvöld eitt í síðustu viku. Tuskurnar voru á iofti og þurfti að fara margar ferðir eftir hreinu sápuvatni. Sina- wik konurnar, eins og þær kalla sig, höfðu tekið sig sarnan og mætt með tuskur og tilheyrandi í húsnæði Þroskahjálpar í Keflavík. Þar þrifu þær allt húsnæði dag- og skammtímavistun- arinnar hátt og lágt með því að þvo veggi, lol't og gólf. Einnig var þurrkað úr gluggunt, hurðir þrifnar og gluggatjöld þvegin og strauj- uð. Gáfu Sinawik konurnar alla sína vinnu við þessa stór- framkvæmd oger þetta vel af sér vikið hjá þeim félagskon- Ein Kiwaniskvenna nteð tuskuna á lofti í húsnæði Þroskahjálp- ar í siðustu viku. ' Ljósm.: bbb. Sigurður Jóhannesson steig síðastur á stokk þetta kvöldið og var eini keppandi sem beitti fyrir sig hinni ástkæru íslensku tungu. Bergur Þór var eini keppandinn af Stór- Hafnarfjarðarsvæðinu. Stefán fór að dæmi Ferris Beuller’s og tók gamlan Bítla rokkara - Shake it up, baby. Þórður tók lag með Simply Red og sömg það af mikilli innlifun. Mátti vart á milli heyra hvort þar fór söngvari sveitarinnar eða Þórður. STORKOSTLEG TILÞRIF I STAPA Dúett kvöldsins þeir Björn og Júlli (Rúnna Júll) sungu Give me some loving, með miklum tilþrifum. Seinni umferð söngvakeppn- innar í Stapa fór fram föstu- dagskvöldið 21. júlí. Sex þátt- takendur voru mættir til leiks, þar af tveir sem sungu dúett. Keppnin tókst með ágætum og sýndu söngvararnir mikil tilþrif á sviðinu. Við eigum augljós- lega fullt af efnilegum popp- stjörnum og þess mun örugg- lega ekki langt að bíða að við getum barið þær augum á helstu útihátíðum landsins. Úrslit söngvakeppninnar fara fram síðar i þessum mán- uði og verður spcnnandi að sjá hver sigrar. Er ekki málið bara að fjölmenna . . . ? Texti og myndir: GKV Systurnar Jóhanna og Ragnheiður Margeirsdætur, með Ástu Sölva á milli sín. Þær stöllur mættu með fyrstu mönnum á svæðið, en því miður - engin tríó leyfð í söngvakeppninni. Myndlist í Vogum Um síðustu helgi var listsýn- ing haldin í Vogum, nánar til- tekið í Vogaseli. Þar sýndu verk sín myndlistarmennirnir Aldís Hugbjört Matthíasdótt- ir og Unnur Karlsdóttir og einnig sýndi Auður Matthías- dóttir (systir Aldísar) brot af verkum sínum, en hún er skrautskrifari. Aldís Hugbjört sýndi 24 myndir, flestar vatnslitamynd- ir. Myndir hennar voru marg- ar hverjar mjög góðar og greinilega unnar af mikilli vandvirkni og hugmyndaríki. Aldís myndi sjálfsagt teljast ,,naturalisti“, myndir hennar eru lifandi og náttúran skipar stóran sess í verkum hennar. Aldís hóf sinn myndlistarferil fyrir átta árum úti á Spáni en í síðasta blaði slæddist inn sú villa að hún hafi byrjað leik- listarferil sinn á Spáni en að sjálfsögðu átti það að vera myndlistarferill. Unnur Karlsdóttir útskrif- aðist úrtextíldeildMyndlistar- og handíðaskóla íslands árið 1988. Hún sýndi 27 verk á sýn- ingunni. Unnur sýndi verk unnin með vatnslitum að mestu og tússi. MyndirUnnar eru talsvert frábrugðnar myndum Aldísar. Þær eru margar hverjar formsterkar og litsterkar án þess þó að verða æpandi hvassar. Sumar mynd- anna eru eins og litlar fantasí- ur sem gaman er að horfa á. Unnur átti einnig nokkrar bráðfallegar landslagsmyndir á sýningunni. Þriðji listamaðurinn sem sýndi verk sín í Vogaseli var svo skrautritarinn Auður Matthíasdóttir. Auður sýndi aðeins örfá sýnishorn af vinnu sinni en þessi sýnishorn voru þó næg til þess að sanna hversu stórkostlegur listamaður hún er. Þessi sýning var á heildina litið mjög góð og er ánægjulegt að vita til þess að svo margir góðir listamenn búi á jafn fá- mennum stað sem Vogarnir erú, því fyrir utan þessar þrjár sem komu, sáu og sigruðu, þá vitum við um fleiri sem iðka list sína og gera góða hluti. gub. Mikil ölvun I heimahúsum Lögreglan í Keflavík þurfti urn helgina að hafa mikil afskipti af ölvun í heimahúsum í umdæmisínu, sem nær yfir öll Suðurnes að Grindavík og Keflavíkur- flugvelli undanskildum. Þá voru þrír ökumenn teknir fyrir að hafa Bakkus með í ferðum á þessu sama svæði. Landsmót í golfi í Leiru HÓFST MÁNUDAGINN 31. JÚLÍ OG STENDUR TIL LAUGARDAGSINS 5. ÁGÚST: Tekst Sigurði Sig- urðssyni að verja íslandsmeistara- titilinn á heima- veili? 25 ÁRA SUÐURNESJAMENN! Fjölmennum í Leiruna og fylgjumst með öll- um bestu kylfingum landsins etja kappi á Hólmsvelli. Allir velkomnir, enginn aðgangs- eyrir. Veitingasala í golfskálanum frá kl. 06 til miðnættis. Hvað gerir Karen Sævarsdóttir. Verð- ur hún íslands- meistari kvenna í fyrsta skipti? 25ÁRA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.