Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 2
mun 2 Miðvikudagur 2. ágúst 1989 Bifreið tjónvaldsins (t.v.) er trúlega ónýt, hin er cinnig nokkuð skcmmd. Ljósm.: epj. | jUtiU Njarðvík: Mjög harður árekstur Mjög harður árekstur varð milli tveggja bifreiða á gatnamótum Víknavegar og Borgarvegar í Njarðvík á sunnudagskvöldið. Orsök árekstursins er sú að bifreið var ekið á mikilli ferð austur Borgarveg og yfir gatnamót Víknavegar, án þess aðsinna aðalbrautarréttinum á síðar- nefndu götunni. En norður þá götu kom bifreið sem hin lenti á. Við áreksturinn slasaðist ökumaður bifreiðarinnar er kom Víknaveginn smávægi- lega og vanfær kona, sem var farþegi í framsæti bíls tjón- valdsins, var í öryggisskyni flutt á sjúkrahús en mun ekki hafa meiðst alvarlega. Báðir bílarnir skemmdust mikið og trúlega er bifreið tjónvaldsins ónýt. Lokað vegna breytinga Verslunin verður lokuð vegna breytingafrá 4. ágúst til 9. ágúst. Opnum fimmtudaginn 10. ágúst. Hringbraut 92. Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum - Hlévangur Óskað er eftir leiðbeinanda við föndur- og félagsstörf frá 1. september nk. Reynsla æskileg. Upplýsingar veitir forstöðumaður félagsstarfs, Edda Karlsdóttir, í vinnusíma 27151 eða heimasíma 27123. ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir til- boðum í endureinangrun og frágang álkápu á um 600m kafla Grindavík- uræðar. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg36, Njarðvík, gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, fimmtudaginn 10. ágúst kl. 11.00. Hitaveita Suðurnesja SUÐURNESJAMENN Vegna sumarleyfa er afgreiðsla og ritstjórn blaðsins í fríi til 14. ágúst. Næsta tölublað kemur síðan út fimmtudaginn 17. ágúst. VÍKURFRÉTTIR - frétta- og auglýsingamiðill Suðurnesja Svona var aðkoman er slökkviliðið kom á vettvang. Ljósm.: epj. Eldur í ruslagámi Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögreglan í Keflavík fengu á föstudags- kvöldið tilkynningu um laus- an eld í sorpgámi bak við bif- reiðaverkstæði Keflavíkur- bæjar við Vesturbraut í Keflavík. Voru það starfs- menn skemmtistaðarins Glaumbergs sem veittu því athygli að svartan reyk lagði frá gáminum og létu um- rædda aðila vita. Hafnar eru framkvæmdir við uppsetningu nýrra gang- brautarljósa á Hafnargötu gegnt Sjálfstæðishúsinu. Að sögn Jóhanns Bergmanns, bæjarverkfræðings, er hér um nýjar útfærslur að ræða, frábrugðnar þeim sem eru á Hringbrautinni. Eru því nú settir upp tveirstaurarhvoru megin. Þá er nú unnið að smíðum á hraðaaðvörunarljósum sem sett verða upp rétt norð- an við Skiptingu, við inn- aksturinn í Keflavík frá Sandgerði og Garði. Verða Gámurinn, sem eldurinn kom upp í, er einn af þeim gámum sem Keflavíkurbær leigir af Njarðtaki svo bæjar- búar geti losað sig við rusl á hvaða tíma sólarhrings sem er. Þó reykur hafi verið mik- ill var eldurinn fremur lítill og því slapp gámurinn frá miklum skemmdum, nema hvað málning sviðnaði. Gekk slökkvistarfið mjög skjótt. ljós þessi, nánar tiltekið, staðsett þar sem nú er hraða- akstursmerkið. Mun ljósið gefa til kynna ef bílar koma á of miklum hraða inn í bæjar- félagið. Einnig er nú í smíðum veg- vísir fyrir innakstur í bæinn af Reykjanesbraut og niður Aðalgötu. Þá eru í gangi á vegum bæjarins ýmsar fram- kvæmdir s.s. viðgerðir á gangstéttum og rýmkun á beygjuakrein af Hafnargötu og inn á Vatnsnesveg við Vatnsnestorg. Þriggja bíla árekstur Þriggja bíla árekstur varð á föstudagskvöldið skömmu fyrir miðnætti, á Hafnargötu við Víkurbraut. Fyrr þann sama dag eða skömmu fyrir kl. 14 varð harður árekstur á Reykjanesbraut, við Ramma. Sá árekstur varð milli tveggja ökutækja og varð að flytja annað þeirra á brott með dráttarbifreið. Stálfélagið fær bílflökin Samningar hafa tekist milli Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja og Stálfélagsins við Hafnarfjörð um að síðar- nefndi aðilinn taki að sér að fjarlægja alla járnahaugana, sem nú eru á lóð Sorpeyðing- arstöðvarinnar við Hafna- veg. Er samið um fast verð á hvert tonn og þykir það mjög hagstætt fyrir stöðina. Mun verkið hefjast fljótlega og ljúka um mitt næsta ár þ.e. á því sem nú er á lóðinni. Jafnframt mun Stálfélagið í framtiðinni taka við öllum þeim bílflökum er falla til á Suðurnesjum svo og öðru járni. messur - messur Keflavíkurkirkja Messa sunnudag kl. 11. Kirkju- kórar Njarðvíkur syngja. Organ- isti Gróa Hreinsdóttir. Þorvaldur Karl Helgason Ný gangbrautarljós Sértilboð -----'A. Á ÚTIMÁLNINGU - Stóraukin málningarþjónusta. BETT, BECKERS, VITRETEX OG HEMPELS málningarvörur. Litaval Baldursgötu 14 - Sími 14737

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.