Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 1
 4000 skot til höf- uðs vargfugli Tveir menn hér suður með sjó hafa þann starfa um þess- ar mundir að skjóta vargfugl á vegum Veiðistjóra. Veitti Samband sveitarfél- aga á Suðurnesjum eitt hundrað þúsund krónum til verksins og að sögn veiði- stjóra dugar það fyrir kaup- unt á 4000 skotum. Sagði hann að verkið gengi vel en þó mætti eyða meiri tíma og meiri mannskap við þetta verkefni. Enn sem koniið er liggur ekki ljóst fyrir hvort öll upphæðin verður notuð nú í sumar. Verður ferðaskrifstofa stofnuð fyrir Suðurnes? Upp hafa komið hug- myndir um stofnun sérstakr- ar ferðaskrifstofu fyrir Suð- urnes sem gæti haft aðsetur í væntanlegri umferðarmið- stöð í tengslum við aðal- stöðvar SBK að Hafnargötu 12 í Keflavík. Kemur til greina að sveit- arfélögin á svæðinu verði að- ilar að málinu, hótelin, SBK og ýmsir aðrir hagsmunaað- ilar í ferðamálum á svæðinu. Frá skrifstofu þessari yrði hægt að skipuleggja hótel- nýtingu svo og leiðsögu um svæðið þ.á.m. akstur með SBK o.fl. í þá veru. Stálu geisla- diskum í Garði V0GAR: Róbert Pétursson gerir hér heiðarlega tilraun til að gefa þrastarunganum ánamaðk. Ljósm.: hbb. Þrastarungi í heimsókn Einn starfsmanna Víkur- frétta fékk óvæntan gest í síðustu viku, þegar þrastar- ungi kom í heimsókn. Hafði unginn flogið á eldhúsglugg- ann og við það meitt sig á væng. Var unganum bjargað inn í hús, þar sem kettirnir í götunni sýndu honum mik- inn áhuga þar sem fuglinn var undir glugganum. Er þrastarunginn mjög gæfur og trítlar fram og aftur um axlirnar á heimilisfólk- inu og hefur gaman af því að sitja á kollinum á yngsta fjöl- skyldumeðliminum. „Eg er ekkert hræddur við þrastarungann. Eg var svo- lítið hræddur við að taka hann upp fyrst en nú er allt í lagi,“ sagði sá yngsti í fjöl- skyldunni, Róbert Péturs- son, og í þann mund trítlaði þrösturinn af öxlinni og aft- ur á bak. Er unginn allur að braggast og borðar vel af ánamöðkum sem týndir eru sérstaklega handa honum. Bjuggust „fóstrur" ungans við því að hann gæti aftur farið að fljúga í þessari viku. 31. tbl. 10. arg. Miðvikudagur Landsbókasafn Safnahúsinu Hverfisgötu Reykjavík Stöðvaðir á Reykjanesbraut Fisktorg slegið Arna Gíslasyni á uppboði Oft vill það nú verða þann- ig að loknum dansleik, að fólk safnast saman í heima- húsi og heldur áfram að skemmta sér. Það eru ekki allir sem fá hljómsveitina af dansleiknum í heimsókn líka, en það átti sér stað í húsi einu í Garði um þarsíðustu helgi. Var það ekki þannig að hljómsveitin hafí komið til að spila, heldur komu þeir í ránsferð og höfðu á brott með sér sautján geisladiska. Þar sem húsráðandi hafði vitneskju um hverjir þarna voru á ferð hafði hann sam- band við lögreglu og til- kynnti um þjófnaðinn og á hvernig ökutæki þjófarnir voru á. Skömmu síðar stöðvaði lögreglan í Keflavík hljóm- sveitarmeðlimina á Reykja- nesbraut og fann geisladisk- ana sautján í fórum þeirra. Á nauðungaruppboði, hinu þriðja og síðasta, er fram fór á eign Fisktorgs, Iðndal 10 í Vogum, í síðustu viku var eignin slegin Árna Gíslasyni, fyrrum skipstjóra og útge’rðarmanni, m.a. í Danmörku, á 24,3 milljónir króna. Alls voru 16 kröfu- hafar í eign þessa sem er hin sama og Ismat h.f. átti hér í eina tíð. Umræddur Arniátti einnig hæsta boð er boðið var upp í annað skipti. Sama dag var húsnæði það er hýsti hér í eina tíð veit- ingastaðinn Brekkuna í Keflavík slegið Sparisjóði Hafnarfjarðar á 3,7 milljón- ir og m.b. Fagranes GK 171 sleginn Landsbanka Islands á 10 milljónir. Þessu til viðbótar voru seldar eignir í Grindavík, við Fitjabraut í Njarðvík, Víkur- braut í Keflavík, auk tveggja íbúða í Keflavík. Kaupir Njarðvíkurbær Grænásblokkirnar? Kaupir Njarðvíkurbær þessi hús til að gæta hagsmuna íbúanna sem þar búa? Ljósm.: epj. í vetur fékk fjármálaráð- herra heimild til að selja fjöl- býlishúsin í Grænásnum, sem manna í millunt eru nefndar „Grænásblokk- irnar". Hefur hann nú ákveðið að nýta sér heimild þessa. í framhaldi af því skrifaði bæjarstjóri Njarð- víkur, samkvæmt ósk bæjar- ráðs, ráðherra bréf, þar sem hann óskaði eftir vitneskju um gang mála með það fyrir augum að gæta hagsmuna þeirra scnt þarna búaA Hefur ráðherra nú lagt fram fyrirspurn þess efnis hvort Njarðvíkurbær vilji kaupar eignir þessar af ríkis- sjóði. Að sögn Odds Einars- sonar, bæjarstjóra í Njarð- vík, hafa átt sér stað óform- legar samningaviðræður um málið en ákvarðanir hafa enn ekki verið teknar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.