Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 16
V/KUR ftitíií Miðvikudagur 2. ágúst 1989 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15 - Símar 14717, 15717. Frá undirritun samningsins milli íslenskra stjórnvalda og Vatnsveitu Suðurnesja. F.v.: Jón Baldvin Hannibalsson, Oddur Einarsson, Eðvald Bóasson, Guðfinnur Sigurvinsson og Hannes Einarsson. Ljósm.: hbb. VATNSVEITA SUÐURNESJA: Tímamótasamningur undirritaður Grindavík: Nætur- gestum vísað úr lóninu Lögreglan í Grindavík þurfti þrívegis að hafa af- skipti af næturgestum sem voru í leyfisleysi í Bláa lón- inu um síðustu helgi. Var fólkið búið að koma sér notalega fyrir í lóninu þegar lögreglan mætti á staðinn og vísaði því upp úr, en óheimilt er að stunda þar böð utan lokunartíma. Virðast vinsældir nætur- baða koma í bylgjum og er ein slík að ganga yfir þessa dagana. Var um utansvæðis- fólk að ræða í öllum tilvik- urn. Benedikt skatta- kóngur Suðurnesja Benedikt Stgurðsson, apó- tekari í Keflavík, er skatta- kóngur Suðurnesja í ár, með 6.520 þús. kr. í heildarskatta. Jafnframt er hann annar hæsti einstaklingurinn í Reykjanesumdæmi. Næsti Suðurnesjamaðurinn í hópi efstu einstaklinga er Karl Njálsson, Garði, en hann er jafnframt í 8. sæti yfir um- dæmið, með 4.212 þús. kr. Af lögaðilum eru Isl. aðal- verktakar hæstir yfir um- dæmið allt, með 516 milljón- ir króna. Varnarliðið er i 3. sæti með43 milljónir, Dverg- hamrar í 8. sæti með 19 mill- jónir, Félag vatnsvirkja h.f., Höfnum, með 16 milljór.ir og að lokum verma Málara- verktakar Kefiavíkur 10. sætiðv með 15 milljónir króna. Tímamótasamningur var undirritaður milli íslenskra stjórnvalda og Vatnsveitu Suðurnesja á Flug Hótcli sl. föstudag. Með samningnum er Vatnsveitu Suðurnesja fal- ið að leggja nýja vatnsveitu og annast rekstur hennar. Sam- kvæmt samningum milli ís- lenskra stjórnvalda og banda- rískra munu þau bandarísku kosta gerð nýrrar vatnsveitu á Suðurnesjum og greiða til þess 465 milljónir króna (8 millj. dollara). Einnig leggja bandarísk stjórnvöld fram 58 milljónir króna (1 millj. doll- ara) til þjálfunar og byrjunar- rekstrarkostnaðar, þegar vatnsveitan tekur til starfa. Það var Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, sem undirritaði samn- inginn fyrir hönd íslcnskra stjórnvalda en þeir Oddur Einarsson, Eðvald Bóasson, Guðfinnur Sigurvinsson og Hannes Einarsson fyrir hönd Vatnsveitu Suðurnesja sf. Nánar er fjallað um þennan tímamótasamning og Vatns- veitu Suðurnesja í viðtali við Odd Einarsson og Hannes Einarsson á blaðsíðu 12 í blaðinu í dag. Sólveig ráðin yfir- Ijósmóðir Fæðingar- heimilisins Sólveig Þórðardóttir, Njarðvík, sem verið hefur deildarstjóri fæðingar- og kvensjúkdómadeildar Sjúkrahúss Kefiavíkurlækn- ishéraðs, hefur nú verið ráðin yfirljósmóðir Fæðingar- heimilis Reykjavíkur. Var hún valin úrhópi lOumsækj- enda um stöðu þessa. Ekki er Ijóst hvenær Sól- veig tekur til starfa, en heim- ilið er lokað vegna sumar- leyfa til 4. september og frá- farandi yfirljósmóðir hefur þegar látið af störfum eftir 30 ára starfstíma. Nú tökum við viku sumarfrí. Víkurfréttir Væri ekki fínt að nota alla þessa golfara til að skjóta niður vargfuglinn? Formannsfrúin sló fyrsta höggið María Jónsdóttir, formannsfrúin í Gollklúbbi Suðurnesja, sló fyrsta höggið á 48. Landsmóti í golfi, sem hófst kl. 8 á mánudagsmorgun á Hólmsvelli í Leiru. Þetta er í fysrta sinn sem kona tekur fyrsta höggið á Landsmóti í golfi. Metþátttaka er á mótinu, 307 þátttakendur frá flet öllum landshlutum. í dag, miðvikudag, hófst keppni í meistaraflokkum og 1. flokkum karla og kvenna. Mótinu lýkurá laug- ardag. Ljósm.: pket. —a Jlllii'i _ m t i TRÉ s/ ? LOKAÐ VEGNA SUMARLEYFA frá og með 3. ágúst til 8., ágúst, trésmiðja og verslun. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR, Iðavöllum 6-7, Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.