Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 14
VÍKUR 14 Miðvikudagur 2. ágúst 1989 Víðismenn aftur á skrið Víðismenn eru aftur komnir á skrið eftir tvo tap- leiki. Þeir unnu Vestmanna- eyinga á fimmtudagskvöldið með tveimur mörkum gegn einu. Heimamenn náðu fyrst forystunni í leiknum en Björn Vilhelmsson jafnaði með löngu skoti utan af velli. Víðismenn náðu síðan for- ystunni rétt fyrir leikhlé, þegar Óskar Ingimundarson nýtti sér mistök markvarðar Eyjamanna eftir auka- spyrnu. Við sigurinn skutust Víðismenn í annað sæti ann- arar deildar. Vilberg Þorvaldsson með 250 leiki fyrir Víði. Reynir tapaði Reynismenn urðu að bíta í það súra epli að tapa fyrir Hveragerði unt sl. helgi. Fóru leikar 3:2 fyrir Hvera- gerði. Var þetta hörkuleikur og hefðu Reynismenn getað marið jafntefli með smá heppni. Mörk þeirra skor- uðu Ævar Finnsson og Valdimar Júlíusson. Vilberg með 250 leiki og Grétar með 200 Að loknum leik Víðis og Leifturs á mánudag var tveimur leikmönnum Víðis aibentur blómvöndur. Voru það Vilberg Þorvaldsson, sem var að spila sinn 250. leik, og Grétar Einarsson, sem var að ljúka sínum 200. leik. Leikurinn við Leiftur endaði meðsigri Víðismanna 1:0. Sú regla hefur verið við- höfð á heimaleikjum Víðis í sumar að maður leiksins er kjörinn. Að launum hlýtur hann málsverð í boði Sjávar- gullsins í Keflavík. Það var Sævar Leifsson, KR-ingur- inn í Víðisliðinu, sem var boðið í mat að loknum síð- asta heimaleik, gegn Leiftri. Grindvíkingar sigruðu Grindvíkingar báru sigur- orð af Gróttu í deildinni um helgina. Skoruðu Grindvík- ingar tvö mörk gegn engu Gróttumanna. Voru það Þórarinn Ólafsson og Hjálmtýr Hallgrímsson sem gerðu mörk Grindvíking- annai Kanarisi til Keflvíkinga Nú liggur Ijóst fyrir að Kellvíkingar munu mæta til leiks í úrvalsdeildinni í haust með bandarískan risa í lið- inu. Er hinn nýi leikmaður frá Los Angeles og heitir John Weargason, 23ja ára varnarleikmaður sem er2.12 metrar á hæð. Keflvíkingar munu mæta með sterkt lið til leiks í deild- inni í haust og ættu að geta ráðið lögum og lofum í loft- inu með risa eins og Wearga- son í liðinu. „Fólk er farið að æfa öðruvísi - segir Berta Guðjónsdóttir, erobikk- leiðbeinandi, nýkomin af námskeiði erlendis „Þetta var stórskemmtileg ferð og þar kynntumst við öllu frægasta fóikinu í þessum bransa og æfðum með því og borðuðum. Einnig lærðum við allt það nýjasta,“ sagð Berta Guðjónsdóttir, erobikkleið- beinandi, í samtali við blaðið, en hún er nýlega komin frá Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hún, ásamt Huldu Hér eru þær Berta og Hulda Lárusdóttir með einum heimsfrægum, Pier Gaspari, sem m.a. hefur orðið „Herra Olympia". Lárusdóttur, var á námskeiði fyrir erobikkleiðbeinendur. „Það var stórkostlegt að sjá hvernig strákarnir, sem eru að byggja sig upp, borðuðu til dæmis tólf egg, fyrir utan allt Og hér er Berta fyrir framan æEingasvæði þar sem líkamsræktar- fólk æfir úti við. hitt. Maður gat ekki annað en starað.“ -Hvað er það nýjasta í þjálf- uninni? „Nýjustu æfingarnar eru þannig að þú æfir hægt og hratt til skiptis og færð út úr því mikla brennslu í lengri tíma. Einnig var mikið talað um „Crosstraining", þ.e. þrekæfingar, erobikk, skokk, sund og hjólreiðar. Fólk er far- ið að æfa öðruvísi og þróunin virðist vera sú að fólki finnist gólfæfingar leiðinlegar, þann- ig að núna er reynt að gera þær flestar standandi, eða skjóta þeim inn á milli. Fólk sem stundar líkamsrækt er einnig farið að æfa öðruvísi. Það teyg- ir meira og notar erobikk með,“ sagði Berta Guðjóns- dóttir að endingu, en hún mun opna erobikkstudio seinna í mánuðinum. Tekst Sigga að verja titilinn? „Ég stefni að því að verja titilinn. Ég er í góðri æfingu og völlurinn er í mjög góðu ásigkomulagi. Þetta verður þó án efa mjög erfitt og ég á alveg eins von á því að það verði margir sem muni blanda sér í baráttuna um titilinn", sagði Sigurður Sigurðsson, Islandsmeistari í golfi, en í morgun hófu meistaraflokkar og 1. flokkar karla og kvenna þátttöku í 48. Landsmóti í golfi á Hólmsvelli í Leiru. Mót- inu lýkur á laugardag og má þá búast við miklum fjölda fólks í Leirunni að fylgjast með þeim bestu etja kappi. Nýtt líkamsræktarstúdíó að opna í Færseth-höllinni: Heitur pottur ð svölunum! „Það vcrður stórkostlegt að fara í svona góða aðstöðu. Við erum á fullu að vinna í hús- næðinu núna og stefnum að því aðopna í lok mánaðarins“, sagði GuðmundurSigurðsson, eða Brói, en hann og kona hans, Anna Lea Björnsdóttir munu opna nýtt líkamsrækt- arstúdíó á 3. og 4. hæð í Færseth-höllinni, Hafnargötu 23 í Keílavík, innan nokkurra vikna. Guðmundur sagði að það yrðu tveir salir, hvor um 130 ferm. ásamt búningsklefum og sturtuaðstöðu. Þá væri hug- myndin að setja upp heitan pott úti á svölunum og gufu- bað í lyftuopinu. „Húsnæðið býður upp á ýmsa möguleika og er mjög hentugt. Við hlökk- um til að byrja“, sagði Guð- mundur, sem ásamt konu sinni Önnu Leu, eru nýkomin af erobikknámskeiðum í Bandaríkjunum. Guðmundur (Brói) Sigurðsson hefur lítið hlaupið eða hoppað að undanförnu. Hann er að gera klárt fyrir opnun líkamsræktarstöðv- ar í Færseth-höllinni, og þarf að kunna réttu handtökin á ntálningarrúllu og fleiru.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.