Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 3
\)IKUR jtitUt Sjúkra- bíllinn formlega afhentur Sjúkrabifreið sú, sem ný- lega bættist í ílota Rauða kriss deildar á Suðurnesjum, var á miðvikudag í síðustu viku formlega afhent Bruna- vörnum Suðurnesja til af- nota. Kom það í hlut Gísla Viðars Harðarsonar, for- manns RK deildarinnar, að afhenda bílinn, en við hon- um tók Ingiþór Geirsson, slökkviliðsstjóri. Með tilkomu umræddrar bifreiðar verður önnur seld en engu að síður verða þrjár sjúkrabifreiðar reknar frá Brunavörnum Suðurnesja, auk þess sem Grindvíkingar reka eina bifreið. Þrátt fyrir þennan fjölda hefur Grinda- víkurbíllinn verið fenginn í þjónustu BS í nokkur skipti að undanförnu sökum anna hjá hinum bílunum. Frjálsar íþróttir: Stóðu sig með sóma Meistaramót Islands í frjáls- um íþróttum 15-18 ára og 14 ára og yngri var haldið í Reykjavík og á Selfossi dag- ana 22.-23. júlí. U.M.F.K. sendi að þessu sinni 2 keppendurá 15-18 ára mótið í Reykjavík og 16 á 14 ára og yngri mótið á Selfossi. Stóðu þau sig með sóma en mörg þeirra voru að keppa í fyrsta skipti á stórmóti í frjáls- um íþróttum. Birgir Bragason, 16 ára, náði mjög góðum árangri í sín- um greinum og er mjög efni- legur spretthlaupari. Hann varð í 2. sæti í 100 m hlaupi, 11.5 sek., og í 200 m hlaupi, 23.5 sek. Hann keppti líka í langstökki og hafnaði þar í 3. sæti með 6,19 m. Af yngri krökkunum stóð Jóna Agústsdóttir, 14 ára, sig einna best og náði hún m.a. 5. sæti í langstökki, 4,64 m, og í 100 m hlaupi, 13,5 sek. Af drengjunum_ má nefna árang- ur Unnars Ola Þórssonar, 14 ára, í 100 m hlaupi. Þar varð hann í 5. sæti á 12,6 sek. ogí 9. sæti í 800 m hlaupi á 2.31,5 mín. Héðinn Valþórsson, 14 ára, náði 6. sæti í 800 m hlaupi, 2.29.5 mín. og 13. sæti i 100 m hlaupi, 13,2 sek. Þessir krakkar hafa æft í sumar undir stjórn Lindu Bjarkar Olafsdóttur. Allmargir gestir voru viðstaddir afhendinguna. Ljósmyndir: epj. Miðvikudagur 2. ágúst 1989 3 Sjúkrabíllinn formlega afhentur. Ingiþór Geirsson (t.v.)tekurvið lyklum bílsins úr hendi Gísla Viðars Harðarsonar. Fyrir verslunarmannahelgi.. FATADEILD: ÚTSALAN í fullum gangi dömu-, herra og barnafatnaður og skór á alla fjölskylduna. Góðar vörur á frábæru verði. Sneisafullt kjötborð Allt á grillið Við spyrjum bara, hvað viltu? Lamba-, nauta-, svína- eða folaldakjöt, með eða án mareneringar (2 gerðir)? Grillaðir kjúklingar Kjúklingahlutar á grillið Svið - Tilbúnar samlokur og fleira fljótlegt í ferðalagið. 15% AFSLATTUR AF SÓLHÚSGÖGNUM Ferðavörur í miklu úrvali á góðu verði. • Svefnpokar • Gasgrill og kolagrill • Pottasett • Kælibox • Tjöld • og margt fleira. Mikið úrvai - Frábært verð.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.