Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 7
viKim iutm Miðvikudagur 2. ágúst 1989 7 Eitt staersta verkefnið í malbikunarframkvæmdum í Garði var lagning nýs slitlags á Valbraut, en þar var áður klæðning, sem leit út eins og eftir sprengjuárás. Myndin var tekin þegarfyrstu metrarnirvoru lagðir. Ljósm.: hbb. Miklar malbikunar- framkvæmdir í Garði Miklar malbikunarfram- kvæmdir hafa undanfarið staðið yfir í Garði. Er um að ræða endurnýjun slitlags og einnig viðgerðir á nýlega lögðu malbiki. Stærsta verkefnið var end- urnýjun slitlags á Valbraut. Þar hafði á sínum tíma verið lögð klæðning en efnið í henni var ónýtt og undirlag- ið moldarkennt, þannig að mikið var um holumyndanir. Einnig hefur verið lagt mal- bik á veginn upp að Utskála- kirkju og einnig á hluta Akurhúsavegar. Þá hefur verið lagt á hluta Heiðar- túns. Meðal viðgerða á malbiki í Garði verður lagað til í kringum brunna en nokkrir hafa fallið niður um nokkra sentimetra og verður þeim lyft upp og lagað til í kring. Er áætlað að framkvæmdun- um ljúki í annari viku ágúst- mánaðar, að sögn Ellerts Eiríkssonar, sveitarstjóra í Garði. Lögfræðistofa Suðurnesja sf. Við undirritaðir höfum opnað lögfræði- skrifstofu að Hafnargötu 35, Keflavík, undir nafninu Lögfræðistofa Suðurnesja s.f. Sími skrifstofunnar er 14850. Ásbjörn Jónsson hdl. Jón G. Briem hdl. Vélsmiðja 01. Olsen: Greiðslu- stöðvun enn í gangi Greiðslustöðvun sú sem Vélsmiðja Ol. Olsen h.f. i Njarðvík fékk í vetur í þrjá mánuði var9. júníframlengd um tvo mánuði til viðbótar. Samkvæmt því rennur hún út 9. ágúst nk. Hefur tími þessi verið not- aður til að bjarga fjárhagi fyrirtækisins _ en hvort það hefur tekist eða ekki liggur ekki fýrir fyrr en um helgina, samkvæmý heimildum samkvæmt héimildum blaðs- ins. Grindavík: Manna- ferðir í sund- lauginni Farið var inn í húsnæði sundlaugarinnar í Grinda- vík sl. sunnudagsnótt. Engar skemmdir voru unnar en unnið er að viðgérðum á hús- næðinu og hefur það staðið opið. En þú færð meira en bensín- og olíuvörur á Aðalstöðinni, því þar færðu einnig ýmsa auka- og varahluti. Ekki má gleyma grillvörunum og áhöldunum sem eru nauðsynleg hverja verslun- armannahelgi. Allir fjölskyldumeðlimirnir geta fundið eitthvað við sitt hæfí, því nýja verslunin er yfirfull af fjölbreytilegu dóti fyrir unga sem aldna. Ferðahelgin byrjar á Aðalstöðinni Það leggur enginn af stað í langt ferðalag nema að hafa fyllt bensíntankinn og það er vissara að athuga olíuna áður en lagt er í’ann. ÐALSTOÐIN - fyrsti áfanginn um verslunarm annahelgina!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.