Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 15
viKim \ium* Miðvikudagur 2. ágúst 1989 15 „Ekkert gaman að hirða félaga sína“ - segir Jóhann Arnarson, Garðmaður, sem fæst við löggæslustörf á Eskifirði um helgar Hann var staddur ofan í mjölþurrkara í bræðslunni á Eskifirði þegar blaðamaður Víkurfrétta hitti hann að máli nýverið. Sá er hér um ræðir heitir Jóhann Arnarson, tvítug- ur Garðmaður (og fyrrum Kefl- víkingur) sem fluttist til Eski- fjarðar á síðasta ári. Þar starf- j ar hann í bræðslunni hjá Alla ríka á virkum dögum en hefur fengist við löggæslustörf um helgar. Ekkert er brætt í verksmiðj- unni yfir sumartímann og þá fer fram mikil viðhaldsvinna á vélum og húsnæði. „Sumarið er raunar eini tími ársins, þeg- Jóhannes Arnarson, starfsmaður hjá Alla ríka, í lögreglunni og fæst við markvörslu hjá knattspyrnuliði staðarins. A bak við sést hluti byggðarinnar á Eskifirði. Ljósm.: hbb. ar fólk getur dregið andann hér í firðinum því aðra mánuði ársins liggur mikill reykmökk- ur ofan í öllum firðinum.“ -Eg frétti að þú fengist aðeins við löggœslustörf? „Já, ég hef aðeins verið að fást við þetta um helgar. Eg hef voðalega lítið gaman af því og raunar er ekkert skemmtilegt að hirða félaga sína fulla, þó svo maður eigi ekki að hugsa um það hverja maður er að handtaka,“ sagði Jóhann. Fyrir þá sem þekkja Jóhann hér fyrir sunnan, þá fæst hann við markvörslu hjá knatt- spyrnuliði staðarins og hefur staðið sig með sóma. „Eg er búinn að fá á mig rúmlega tuttugu mörk það sem af er þessu tímabili, en við höfum bara skorað fjögur. Vörnin hjá okkur er svolítið mikið úti að aka og ég er yfír- leitt í einvígi við sóknarmenn mótherjanna," sagði Jóhann er hann var spurður um gengi liðsins. „Eg kem örugglega suður í knattspyrnuna næsta sumar, því ég ætla ekki að verða mér til skammar eitt sumarið enn,“ sagði Jóhann Arnarson að lokum. JÁRN & SKIP: Góð þjónusta verslunarstjórans í síðustu viku kynntist ég mjög góðri þjónustu af hálfu verslunarstjóra Járn og skip i Kcflavík. Af því tilefni skrifa ég þetta greinarkorn. Vandamál mitt var að fyrr í vetur hafði verið keypt fyrir mig Pinotex Supcrtec í ákveðnum lit til að bera á grindverk við húsið hjá mér. Er veður fór að verða gott var drifið í því að bera umrætt efni á og þá kom í ljós að það sem keypt hafði verið dugði ekki. Fór ég því í Jám og skip og hugðist kaupa það sem á vant- aði. Afgreiðslumaðurinn sem fyrir svörum varð sagði við- komandi lit ófáanlegan og því yrði ég að breyta um lit á því sem eftir væri. Þetta þótti mér hálf súrt í broti og hafði því samband við verslunarstjórann, Magnús Brimar Jóhannsson. Bauðst hann þegar til að útvega mér viðkomandi lit í því magni sem ég teldi mig þurfa og mætti ég koma í búðina aftur rétt fyrir lokun degi síðar. Það gerði ég og þá kom svo sannarlega i ljós að Magnús Brimar stóð við orð sín og heim fór ég mjög ánægður með góða þjónustu. Með þökk fyrir. Ánægður viðskiptavinur. Blaðburðarfólk óskast til sumarafleysingar, sjávar megin við Víknaveg í Njarðvík. VÍKURFRÉTTIR GRINDVIKINGAR BYRJIÐ VERSLUNARMANNAHELGINA HJÁ OKKUR Lambakjötið ( ídýra Kjúklingar kr, 559 kg - Tveir í poka kr. 546 kg. Endur kr. 679 kg Unghænur kr. 249 kg STÚRKOSTLEG TILBOÐ í KAUPFÉLAGINU: Toffo pops kex, 25% afsl. Co-Op heilveitkex m/súkkulaði 4 tegundir, 20% afsl. Happy Quick súkkulaðidrykkur 3 gerðir, 15% afsláttur. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA GRINDAVIK Víkurbraut 17 - Sími 68162 Sirkken kaffi, 3 gerðir 500 g pk., 20% afsl. Einnig margt annað á tilboði. XBott úrval af steikum á grillið!.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.