Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 10
VÍKUR 10 Miðvikudagur 2. ágúst 1989 ioi rfa mi iki ð á sjonvarp úú - segir Sigurður Jónsson, sem hlaut eftirsótt verðlaun fyrir störf sín að sjónvarpsmálum hjá Bandaríkjaher „Þctta kom mér auðvitað mjög á óvart. I fyrstu hélt ég að þeir væru að grínast, þegar yflr- menn mínir tilkynntu mér að mér hefði hlotnast þessi viður- kenning," sagði Sigurður Jóns- son, tæknilegur framkvæmda- stjóri útvarps- og sjónvarps- stöðvar varnarliðsins, en hann hlaut nýlega hin eftirsóttu Tom Lewis verðlaun, sem veitt eru árlega samkvæmt útnefningu samtaka bandarískra útvarps- og sjónvarpsstöðva fyrir störf að útvarps- og sjónvarpsmálum á vegum bandaríska hersins. „Sigurður Jónsson er sann- arlega vel að þessum eftirsóttu verðlaunum kominn. Þau bera glöggt vitni hæfileikum og skyldurækni þeirra fjölmörgu Islendinga sem starfa hjá varn- arliðinu. Ég er mjög stoltur af þessu starfsfólki sem mér veit- ist sú ánægja að starfa með. Ef ekki nyti skyldurækni, þekk- ingar og reynslu þessa fólks gæti varnarliðinu sannarlega reynst erfitt að rækja skyldur sínar," sagði Thomas F. Hall, flotaforingi á Keflavíkurflug- velli, í tilefni af verðlaunaveit- ingunni. Valinn úr 8000 manna hópi Sigurður var valinn úr hópi 8000 starfsmanna og her- manna úr öllum deildum Bandaríkjahers og veitti hann verðlaunagripnum viðtöku við hátíðlega athöfn á ársfundi allra yfirmanna útvarps- og sjónvarpsstöðva hersins í Los Angeles nýlega. Verðlaunin hafa alla tíð verið veitt her- mönnum nema í fyrsta skipti sem þau voru veitt og svo nú, þegar Sigurður hlaut þau. Tilviljun „Þetta var nú fyrir algera til- viljun að ég fór að vinna hjá varnarliðinu. Ég kom heim til íslands eftir nám í Bandaríkj- unum og ætlaði bara að hafa viðkomu hér í 3-4 mánuði en þá kynntist ég konuefninu Sigurður Jónsson með verðlaunin mínu, þannig að áætlanir mín- ar breyttust. Ég vissi af þess- ari stöð hér á vellinum og fór upp eftir til að skoða hana en sú skoðunarferð hefur ekki endað ennþá, því hér er ég enn,“ sagði Sigurður, sem var fyrsti útlendingurinn til að hefja störf við útvarps- og sjónvarpskerfi Bandaríkja- hers, en það var árið 1959. Jafnframt störfum sínum sem tæknilegur framkvæmdastjóri á Islandi hefur hann verið sér- stakur tæknilegur ráðgjafi bandaríska flotans um rekstur útvarps- og sjónvarpsstöðva hans í Evrópu, á Nýfundna- landi og Bermúdaeyjum, alls tíu stöðva. Sigurður hefur fengið margar viðurkenningar á 30 ára starfsferli sínum hjá hernum fyrir hugmyndir sínar varðandi tæknilega þróun í sjónvarpsmálum. Hann hefur undanfarin 3 ár ferðast mikið á milli sjónvarpsstöðva Banda- ríkjahers víðsvegar um heim- eftirsóttu sem hann hlaut. inn og „tekið þær út“ og síðan komið með tillögur til úrbóta. Lifa sig inn í sjónvarpið Sjónvarpsstöð varnarliðsins sendir út á 6 rásum allan sólar- hringinn, þar á meðal Stöð 2 þegar hún er ótrufluð. Þá sendir útvarpið út á þremur rásum. „Bandaríkjamenn horfa ótrúlega mikið á sjórn varp og lifa sig inn í þetta. í flestum tilfellum eru fleiri en eitt og jafnvel tvö sjónvörp á heimili og það er kveikt á þeim strax á morgnana og eru í gangi eins og útvarpið hjá okk- ur Islendingum.“ Sjónvarpsstöð varnarliðsins hér þykir sú besta innan bandaríska hersins, er með eigin dagskrárgerð og fréttir sem tengjast Keflavíkurstöð- inni og hernum í heild. „Við erum ekki endilega á höttun- um eftir „heitum“ fréttum heldur sinnum við meira því sem er á seyði hverju sinni. Þá til dæmis situr flotaforinginn fyrir svörum einu sinni í mán- uði og þá geta varnarliðsmenn hringt og spurt um hvað sem er,“ sagði Sigurður. Gífurleg óánægja Við biðjum Sigurð um að rifja upp tímann þegar stór hluti íslendinga sá ameríska sjónvarpið. „Þetta er eitt það eftirminnilegasta á starfsferli mínum, þegar skrúfað var fyrir kanasjónvarpið. Útsend- ingar náðust vel um allt Stór- Reykjavíkursvæðið en einnig upp í Borgarfjörð og til Vest- jutUt Ljósm.: pket. mannaeyja.Það varð gífurleg óánægja þegar það var klippt á þetta, sem varð endanlega árið 1974 en þremur árum áður var byrjað að minnka útsending- arstyrkinn." Aðspurður um hvort svo- kallaðir „sextíumenningar" hafi haft þau áhrif að lokað var á kanasjónvarpið segir Sigurð- ur að aðgerðir þeirra hafi haft þau áhrif að þetta gerðist fyrr, en engu að síður hefði þetta gerst þótt þeir hafi ekki komið til. „Það er vegna þess að við fáum allt dagskrárefni gefins eða á mjög lágu verði. Seljend- ur þess vilja þess vegna ekki að það nái út fyrir herstöðina, því það getur skemmt fyrir sölu á efninu, eins og í okkar tilfelli til íslensku stöðvanna." Þá eru ekki leyfðar útsendingar á auglýsingum í kanasjónvarp- inu og varnarliðsmenn sakna þess, því þá ná þeir ekki að fylgjast nógu vel með á hinum ýmsu sviðum neytendamark- aðarins. Líkar vel Auk Sigurðar hefur annar keflvískur starfsmaður unnið í sjónvarpsstöð varnarliðsins í 30 ár, en það er Teitur Al- bertsson, en hann byrjaði þar 6 mánuðum seinna en Sig- urður. Þeir lærðu iðnina sam- an í Bandaríkjunum og hafa starfað saman síðan. En hefur Sigurði aldrei dottið í hug að fara að starfa fyrir sjón- varpsstöðvar á Islandi? „Nei, ég get ekki sagt það. Mér líkar vel hérna og er ánægður þar sem ég er,“ sagði Sigurður að lokum. Húseigendur athugið Tökum að okkur sprunguviðgerðir og há- þrýstiþvott. Notum málningaruppleysi ef óskað er, einnig sílanhúðun. Notum aðeins viðurkennd múrviðgerðarefni. Upplýsing- ar í síma 68165 og 68486 á kvöldin.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.