Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 02.08.1989, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagur 2. ágúst 1989 Ný vatnsveita fyrir Keflavík og Njarðvík: Tilbúin á næsta ári Fyrir áratugum síðan voru menn á Suðurnesjum farnir að gera sér grein fy rir þ ví að hætta á mengun vatnsbóla væri fyrir hendi vegna starfsemi varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli. Arið 1975 var t.a.m. gerð skýrsla þar sem skýrsluhöf- undur komst að þeirri niður- stöðu að vegna nálægðar við starfsemi sem hefði í för með sér meðferð á hættulegum efn- um væri óverjandi annað en að huga að því að flytja vatnsból- in þótt þá væri engin mengun komin fram svo vitað væri. í kjölfar þeirrar olíumeng- unar sem varð í nóvember 1987 voru gerðar viðamiklar rannsóknir á grunnvatni í ná- grenni vatnsbólanna í Njarð- vík og Keflavík, og þá kom í ljós lítilsháttar mengun í þeim sem þó var undir hættumörk- um. Þegar sú staðreynd varð ljós hófust þegar athuganir á möguleikum þess að byggja nýja vatnsveitu fyrir byggðar- lögin og nema vatnið fjarri byggðinni. Nú hefur verið undirritaður samningur milli íslenskra stjórnvalda og Vatnsveitu Suðurnesja sf. Fór undirritun- in fram á Flug Hóteli sl. föstu- dag. Með samningnum er Vatnsveitu Suðurnesja falin gerð og rekstur nýrrar vatns- veitu á Suðurnesjum sem al- farið er kostuð af bandarísk- um stjórnvöldum. Samkvæmt samningnum munu Banda- ríkjamenn greiða til þessa verks um 465 milljónir króna og að auki leggja fram 58 milljónir króna til þjálfunar og byrjunarrekstrarkostnaðar þegar vatnsveitan tekur til starfa. Fyrir hönd íslenskra stjórnvalda undirritaði Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, samninginn, en fyrir hönd heimamanna voru það Oddur Einarsson, Eðvald Bóasson, Guðfinnur Sigur- vinsson og Hannes Einarsson sem undirrituðu samninginn. Víkurfréttir tóku tali að lok- inni undirritun tvo af forsvars- mönnum Vatnsveitu Suður- nesja, þá Odd Einarsson, stjórnarformann, og Hannes Einarsson, framkvæmda- stjóra. Hugmyndin var að for- vitnast um það sem framund- an er hjá vatnsveitunni eftir undirritun þessa timamóta- samnings. „Framkvæmdir við vatns- veituna eru þegar hafnar með borun rannsóknarhola, en að- alframkvæmdin mun hefjast síðar á þessu ári. Lokahönnun verksins stendur yFir, en það verk annast Verkfræðistofa Suðurnesja og Verkfræðistofa Njarðvíkur í sameiningu. Hönnun vatnsveitu sem þess- arar er stórt verk og án efa eitt stærsta verk sem þessar verk- fræðistofur hafa fengist við til þessa, en um er að ræða aðila sem stjórn Vatnsveitunnar ber fullt traust til og sem hafa yfir allri þeirri þekkingu og mann- afla að ráða sem þarf til að geta tekist á hendur slíkt verkefni," sagði Oddur Einarsson er hann var spurður um það sem framundan er. „Það verður að öllum líkindum borað eftir neysluvatni í svonefndum Lágum, norðvestur af Svarts- engi, en þar eru eins og áður segir hafnar boranir rann- sóknarhola, og vatnið verður síðan leitt með leiðslum líklega samhliða aðalæð Hitaveitunn- ar til bæjanna,“ sagði Oddur jafnfram, er hann var spurður hvert byggðarlögin þyrftu að sækja sitt neysluvatn í framtíð- inni. -Nú er þetta mjög sérstakur samningur sem gerður hefur verið milli íslenskra og banda- rískra stjórnvalda þar sem Bandaríkjamenn fallast á að greiða allan kostnað við nýju vatnsveituna og ekki síður þar sem allt framkvæmdaféð verð- ur greitt fyrirfram. Er þetta ekki sigur fyrir Suðurnesja- menn? juUit Frá undirritun samningsins niilli ísienskra stjórnvalda og Vatnsveitu Suðurnesja. F.v.: Þorsteinn Ing- ólfsson skrifstofustjóri varnarmáladeildar, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðhcrra, og Oddur Einarsson stjórnarformaður Vatnsveitu Suðurnesja og bæjarstjóri í Njarðvík. Ljósm.: hbb. „Milliríkjasamningurinn er hluti af þeim samningi sem nú hefur verið undirritaður. Sá samningur er framseldur til Vatnsveitunnar með réttind- um sínum og skyldum. Með þessum samningi sýna banda- rísk stjórnvöld svo ekki verður um villst skilning sinn á því að vegna hins sérstæða nábýlis okkar við varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli geti komið upp vandamál, og velviljasinn til að slík mál leysist farsæl- lega. Samningurinn er byggð- ur á góðum samskiptum þjóð- anna og mjög góðum vilja þar sem deilur um hver beri ábyrgð voru lagðar til hliðar. Það er ekki nokkur vafi á að þetta er mjög góður samning- ur fyrir sveitarfélögin," sagði Hannes Einarsson, og bætti við að þetta væri einstæður samningur hvað varðaði greiðslutilhögun, þar sem 8 milljónir dollara væru greidd- ar út áður en verkið hæfist. -Hvað þýðir það fyrir ykkur að fá allt framkvæmdaféð svona í vasann, ef þannig má segja, áður en verkið er hafið? Oddur Einarsson varð fyrir svörum. „Það að vera með trygga fjármögnun frá upphafi, þar sem staðgreiða má alla hluti, setur okkur í alveg einstaka samningsstöðu gagnvart verk- tökum og efnissölum. Við get- um beitt ítrustu hagkvæmni og stýrt verkinu mun betur. Þetta er óskastaða þess sem stendur í framkvæmdum. Þess má einn- ig geta að stjórn Vatnsveitunn- ar hefur mótað þá stefnu að sem mest af verktökunni lendi hjá heimamönnum eftir því sem það er unnt. Verkið verð- ur að sjálfsögðu boðið út, en reynt verður að skipta því nið- ur í verkþætti þannig að hver þeirra verði ekki af óviðráðan- legri stærð fyrir verktaka hér á svæðinu." -7 stofnsamningi veitunnar er gert ráð fyrir að Vatnsveita Suðurnesja geti einnig annað öðrum byggðarlögum í ná- grenni Keflavíkur og Njarðvík- ur. Er hér um að ræða stórfyrir- tæki á við Hitaveituna? „Það er rétt að önnur sveit- arfélög á Suðurnesjum eiga rétt á að koma til liðs við Vatnsveituna, og í samningn- um sem var verið að undirrita urðu aðilar sammála um að veitan yrði byggð þannig að hún gæti einnig annað þörfum Hafnamanna, Miðnesinga og Garðmanna ef til mengunar kæmi í vatnsbólum þeirra. Auk þess á varnarliðið rétt á 83 sekúndulítrum af vatni í 15 ár án sérstaks endurgjalds fyrir það. Hvað varðar rekstur þessa fyrirtækis, þá verður hann aldrei neitt í líkingu við rekstur Hitaveitunnar, fyrir- tækin eru gjörólík að öðru leyti en því að einn þáttur í rekstri Hitaveitunnar er vinnsla á köldu vatni sem Hitaveitan notar jarðgufu sína til að hita upp.“ Og Hannes bætti við: „Kaldavatnsvinnsla Hitaveit- unnar er einmitt af svipaðri stærðargráðu og sú sem Vatns- veitan er að fara út í, og í ljósi þess að vinnslusvæðið er hið sama þá er ekki óeðlilegt að fyrirtækin íhugi hvort þau geti ekki haft hag af þvi að vinna saman. Þessu máli hefur reyndar þegar verið hreyft við stjórn Hitaveitunnar, og við- ræður standa yfir um það hvort Hitaveitan geti hugsað sér að sinna rekstri og eftirliti með vatnsbólum Vatnsveit- unnar.“ Hannes sagði jafn- framt að rekstur Vatnsveit- unnar myndi fyrirsjáanlega ekki kreljast mikils mannafla, en hún ætti eftir að veita mörg- um atvinnu meðan á fram- kvæmdum stæði þótt ekki væri fyrirhugað að fjölga starfs- mönntt.m fyrirtækisins sjálfs. -Nú greiða Bandaríkjamenn rúman hálfan milljarð króna til Vatnsveitunnar. Hvað verður gert við mismuninn, ef það reynist ódýrara að reisa veit- una? „Það er tekið tillit til þess í þessum samningi að þetta er dýr vatnsveita sem ekki stend- ur um aldur og ævi. Kostnað- ur við þessa vatnsöflun sveit- arfélaganna er einnig eðlilega meiri en þegar vatnið var tekið upp nánast beint í_ miðlunar- tankana innan bæjarmark- anna. Við eigum nú fyrst eftir að sjá hvort afgangur verður af byggingarfénu, en ef svo verður þá verður hann notað- ur til rekstrarins næstu árin,“ sagði Hannes. -Gerðahreppur og Miðnes- hreppur hafa nú þegar sótt um aðildað Vatnsveitu Suðurnesja. Hvað er að frétta af hugsan- legri aðild þeirra? „Það er rétt, þeir hafa sótt um aðild. Stjórn Vatnsveit- unnar hefur þegar fjallað um aðild Gerðahrepps og viðræð- ur við þá eru að hefjast.“ Að lokum. Hvenær mega svo Keflvíkingar og Njarðvíkingar eiga von á að fá vatn af nýjum vatnstökusvæðum úr krananum hjá sér? „Það má gera ráð fyrir að við getum farið að fá „nýtt“ vatn úr krönunum upp úr miðju næsta ári,“ sögðu þeir Oddur Einarsson, stjórnar- formaður, og Hannes Einars- son, framkvætndastjóri Vatns- veitu Suðurnesja, að lokum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.