Víkurfréttir - 07.09.1989, Síða 1
STÆ5RSTA. FRÉTEA -OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ A SUÐURNESJUM
10. árgangur
Fimmtudagurinn 7. september 1989
fauk
gvél
Sendiíeiðabifreið af amer-
^kri gerðfrá Arnarflugi fauk
til í rokinu á laugardag og
lenti á Boeing 727-200 þotu
frá Flugleiðum. Gerðist
þetta á flugvélastæði við
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á
Keflavíkurflugvelli.
Smávægilegar skemmdir
urðu á nefi flugvélarinnar, en
ekki urðu tafir á flugi vegna
þessa þar sem umrædd
flugvél átti ekki að fara í loft-
ið fyrr en á sunnudeginum.
Skæður
lúsafar-
aldur
Mikið hefur borið á því að
undanförnu að leitað hafi
verið til Heilsugæslustöðvar
Suðurnesja vegna lúsafar-
aldurs sem virðist vera í
gangi í Keflavík og Njarðvík
og jafnvel víðar á Suðurnesj-
um. Af því tilefni vilja að-
standendur heilbrigðismála
hjá HSS koma því á framfæri
að foreldrar skoði vel börn
sín, nú er skólar hefja starf-
semi sína.
Finnist lús í hári þarf að
þvo hárið upp úr sérstöku
lúsasjampói sem fæst í Apó-
tekinu og kemba síðan hárið
með kömbum sem þar fást
líka. Ekki má nota lúsa-
sjampóið nema lús finnist.
Síðan þarf að meðhöndla
alla fjölskylduna eins, viðra
allan fatnað og þvo öll rúm-
föt.
Með þessu móti er hægt að
drepa faraldur þennan, sem
nú er mjög skæður, niður á
mjög stuttum tíma.
Vélstjórar
felldu
Frystihúsavélstjórar
felldu einróma nýgerða
kjarasamninga Vélstjórafél-
ags Suðurnesja og viðsemj-
enda þeirra, á félagsfundi á
mánudagskvöldið. Mættu á
fundinn átta af þeim ellefu
frystihúsavélstjórum sem
málið varðar.
Umræddir samningar tók-
ust á föstudag og voru á ASÍ-
nótunum með gildistíma frá
1. maí sl. til næstu áramóta.
Var boðuðu verkfalli, sem
koma átti til framkvæmda
aðfaranótt mánudagsins, þá
frestað. Er blaðið fór í prent-
un hafði ekki verið tekin
ákvörðun um frekari aðgerð-
ir.
Ástand Reykjanesbrau
ar með öllu óverjandi
Landsbóki
Saf nahús:
Hverfisg
101 Reyk
„Maður hefur séð bíla
dansa á brautinni við fram-
úrakstur, sem stafar af því
hvað brautin er orðin slitin
og í henni eru djúpir skorn-
ingar,“ sagði Karl Her-
mannsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá lögreglunni í
Keflavík, ísamtaliviðVíkur-
fréttir.
Hafa lögregluyfirvöld, að
sögn Karls, stórar áhyggjur
af vetrinum vegna þessa og
því hefur jafnvel komið til
tals að lækka hámarkshrað-
ann, sem nú miðast við 90
km hraða á klst.
Bæjarstjórn Njarðvíkur
gerði á fundi sínum, sem hald-
inn var 5. september, svofellda
ályktun:
„í tilefni þess að alvarleg
slys hafa verið tíð á Reykjanes-
braut ályktar bæjarstjórn
Njarðvíkur að skora á ríkis-
stjórn Islands að láta nú þegar
hefjast handa við gerð áætlana
um breikkun brautarinnar eða
aðrar þær úrbætur sem auka
megi öryggi vegfarenda og
fækka slysum á henni.
Astand Reykjanesbrautar
er slíkt að nú, þegar skamm-
degi gengur í garð er full
ástæða til að hafa verulegar
áhyggjur af málinu. I votviðr-
um er brautin beinlínis hættu-
leg yfirferðar vegna hins mikla
slits sem orðið er á henni, og
algengt að bifreiðar fljóti upp.
Þar eð einungis er ein akrein í
hvora átt er framúrakstur
mjög algengur og við slíkar að-
stæður er hann stórhættuleg-
ur. Þegar tekið er tillit til þess
mikla fjölda sem daglega ferð-
ast um Reykjanesbraut er nú-
verandi ástand hennar með
öllu óverjandi.“
Frá umferðaróhappi á Reykjanesbraut síðasta sunnudag, en þar
höfnuðu tveir bílar utan vegar. Aftan við Lödu-bifreiðina, þarsem
mennirnir tveir standa, má sjá flak liins bílsins á hvolfi.Ljósm.: cpj.
Víkurblðm gjaldþrota
Bú Helga Kúld, eiganda
Víkurblóma á Fitjum í
Njarðvík, hefur verið tekið til
gjaldþrotaskipta hjá skipta-
ráðandanum í Reykjavík,
þar sem Helgi á lögheimili
þar í borg. Hefur Guðmund-
ur Kristjánsson hdl. verið
skipaður bústjóri.
Hefur verslunin verið lok-
uð frá því að herferð fjár-
málaráðherra var fram-
kvæmd vegna söluskatts-
skulda. Síðan þá hefur verið
reynt að gera söluskattinn
upp en það ekki tekist og í
framhaldi af því óskaði eig-
andinn eftir skiptameðferð
vegna gjaldþrots.
Það sem er óvenjulegt við
gjaldþrot þetta er að engin
fjárnám hafa verið gerð í
eignunum og þvi standa ekki
fyrir dyrum nein nauðung-
aruppboð. Um síðustu helgi
var haldin einskonar útsala á
vörulager og áhöldum versl-
unarinnar, þar sem allt var
selt, nánast fyrir hálfvirði
eða meira.
Þá mun húsið verða aug-
lýst á næstunni, en þar átti
Helgi aðeins helminginn á
móti aðila, sem í upphafi var
með honum í fyrirtækinu.
Töluverð traffík var á útsölunni um helgina.
Ljósm.: epj.
Aukið at-
vinnuleysi
fiskvinnslu-
fólks
Það var dault hljóðið í
starfsfólki skrifstofu Verka-
lýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og nágrennis er
blaðið hafði samband við
Guðrúnu Olafsdóttur, vara-
formann félagsins, á mánu-
dag. Ástæðan var aukning á
atvinnuleysisskrá, en þar
hafa að jafnaði verið 70-80
manns í hverri viku og á
föstudag var engin undan-
tekning, alls voru greiddar
bætur til sjötíu og tveggja.
Þann dag var öllu starfs-
fólki Sjófisks í Keflavík,
milli fjörutíu og fimmtíu
manns, sagt upp störfum og
jafnframt hefur Brynjólfur
h.f., Innri-Njarðvík, sagt
upp kauptryggingu fisk-
vinnslufólks frá og með 1.
október nk. Er því ljóst að á
næstu vikum fer tala þeirra
er fá bætur hjá skrifstofu
VSFK eitthvað yllr hundrað-
ið.
Á baksíðu er nánar fjallað
um málefni Sjófisks h.f.