Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.1989, Side 7

Víkurfréttir - 07.09.1989, Side 7
Fréttir VÍkurfréttir 7. sept. 1989 7 Húsnæði tveggja fisk- vinnslufyrirtækja til sölu Fasteignirnar Hrannar- gata 4 og Hrannargata 4a í Keílavík hafa verið auglýst- ar til sölu. Um er að ræða eignir Landsbanka Islands og Baldurs h.f. Að sögn Jónasar Gests- sonar, útibússtjóra Lands- bankans í Sandgerði, ersam- komulag milli bankans, sem eignaðist hlut þrotabús Stokkavarar á nauðungar- uppboði, og Ólafs Björns- sonar hjá Baldri h.f., að bjóða alla lengjuna til sölu. Er þá bæði verið að ræða um að selja eignirnar í einu lagi sem og í hlutum, eftir þ.ví sem um semdist. Sagði Jónas húsnæðið henta vel undir hvers kyns fiskvinnslu, beitningarað- stöðu að hluta eða til iðn- reksturs. Annars staðar í blaðinu í dag birtist auglýs- ing um sölu þessa þar sem nánari upplýsingar eru veitt- ar. Fíkniefni fundust á ökumanni Við rannsókn á einum þerirra ökumanna sem lög- reglan í Keflavik stöðvaði um síðustu helgi vegna gruns um ölvun við akstur fannst smábréf með fíkniefnum. Reyndist þetta vera smá- skammtur af amfetamíni. Byssumenn við ísólfsskála Lögreglan í Grindavík hefur þurft að hafa nokkur afskipti af byssumönnum við Isólfsskála að undanförnu. Virðist sem áhugamenn um skotvopn sæki mikið áþenn- an stað, en eru bóndanum til mikils ama. Meðferð skotvopna er stranglega bönnuð á þessum slóðum, nema með leyfi landeiganda. SKYTTURNAR - hitta í mark föstudags- og laugardagskvöld til 3. Ald- urstakmark 18 ár föstudagskvöld, 20 ár laugardagskvöld. Snyrtilegur klæðnaður. 500 kr. aðgangseyrir. NEÐRI HÆÐIN: ALLTAF NÝTT í POTTUNUM! barinn TJARNARGOTU 31a Rúnar og Tryggvi skemmta fimmtu- dagskvöl. Hreystimannafélagið Kjötkraftur sér um stemninguna föstudags- og laugardagskvöld. Góður matur - góð stemning - góður staður. SHOW frá TANGO KEFLAVlK Uppsett af Sóley Jóhannsdóttur BOUTIQUE 1 Aldurstakmark ISara GildiMilkl 23 30 Rosalegt föstudagskvöld 8. sept.: Á miðnætti verðurtísku- og danssýning frá Tango, Keflavík, uppsett af Sóley Jó- hannsdóttur. Húsið opnar kl. 22. Meiri- háttar dans- og tískusýning sem enginn má missa af. Rokkum síðan all rosalega til kl. 3. 25. hver gesturfær miða á þotuskíði sem verður í Keflavík um helgina. Aldurstak- mark 18 ár. Laugardagskvöld 9. sept.: Hin þekkta hijómsveit Sambandið leik- ur frá kl. 22 til 3. Skemmtilegt sísívaf og frábær tónlist. Núna er aldurstakmark- ið 20 ár. Betri fötin og áttahundruðkall. Bílvelta í Garði Jeppabifreið valt á Garð- braut í Garði um kvöldmat- arleytið sl. laugardagskvöld. Kom bifreiðin akandi eftir Garðbrautinni og hugðist bílstjórinn beygja upp Heið- arbraut og hemlaði. Ekki fór betur en svo að jeppabifreið- in tók veltu yfir gangbraut- arskilti og hafnaði úti á túni. Þeir sem í bílnum voru sluppu án teljandi meiðsla, en bifreiðin skemmdist nokkuð. Glððar- auga á Vitanum Um kl. 1 aðfaranótt sunnudagsins var ráðist á dyravörð í veitingastaðnum Vitanum í Sandgerði. Sá sem þar var að verki hafði verið meinuð innganga á staðinn og réðist hann því á dyra- vörðinn. Var dyravörðurinn fluttur á sjúkrahús, en hann mun hafa hlotið skurð á augnloki og glóðarauga. r I i i I I I I I I I i L VERÐSKRÁ: Stakur tími ..................... kr. 450,- Mánaðarkort gildir í cinn mánuð 4 tírha kort ................. kr. 1.550,- 8 tíma kort .................. kr. 3.000,- 12 tíma kort .................. kr. 3.500,- 1 mánuður, ótakm. mæting .. kr. 3.950.- Afsláttarkort: 3 mánaða kort................. kr. 9.300,- 6 mánaða kort..................... 17.275,- Munið: Hjónaafsláttur, kr. 1.000,- á hjón. Hópafsláttur, io eða fleiri, kr. 250,- á einstakling. LÍKAMSRÆKT Önnu Leu og Bróa Hafnargölu 23 - 230 Keflavik Sími 14315 - Heimasimi 16133 Öll tímakortin gilda í einn mánuð. Kortin má leggja inn í lágmark 7 daga og hámark mánuð. Kort eru ekki endurútgefin ef þau týnast, svo vinsamlegast gætið þeirra vel, eins og um pening væri að ræða. Kort eru ekki endurgreidd. BARNAPÖSSUN - HEITIR POTTAR _______________________________I

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.